Hleðsla

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
User avatar
veiðifrúin
Póstar í umræðu: 6
Póstar:17
Skráður:30 Oct 2012 20:15
Hleðsla

Ólesinn póstur af veiðifrúin » 09 May 2013 20:54

Sæl/ir
Er að hlaða skot í 308 og er með sierra spitzer kúlu 150gr og er að setja á bak við hana 48 gr af N-150
í VW bókinni stendur að mest megi setja 49,9gr en mér finnst patrónan alls ekki taka mikið meira en 48gr, er þetta of mikið púður hjá mér?
Kveðja
María B Gunnarsdóttir

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hleðsla

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 09 May 2013 21:50

Sæl María

Þetta er líklega í lagi, þú getur látið púðrið raðast betur í hylkið með því að notast við droptúpu.

Ég hlóð einu sinni 58 grs af N-165 á bak við 108 grs Lapua Scenar kúlu og hefði varla komið korni í viðbót í hylkið. Samt er uppgefið hámark 63 grs samkvæmt lapua. Hylkið sem ég var að hlaða í er 6,5 x 284.

Athugaðu samt að byrja neðar og vinna þig upp og fylgjast vel með þrýstingsmerkjum. Ef þú ert ekki alveg viss um að þetta sé í lagi skaltu fá eitthvern reynslumeiri til þess að kíkja á þetta með þér!
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Veiðir
Póstar í umræðu: 1
Póstar:51
Skráður:07 Mar 2013 23:22
Fullt nafn:Sigurður M.Grétarsson
Staðsetning:Hafnarfirð
Hafa samband:

Re: Hleðsla

Ólesinn póstur af Veiðir » 10 May 2013 20:17

Sæl María.
Sammála Stebba, byrja með létta hleðslu og fikra sig rólega upp. Max hleðsla er ekki endilega besta hleðslan.
Ef Vw bókin segir þetta í lagi, þá er það í lagi. (N-150 - Max 48,4gr ) á bakvið þessa kúluþyngd.
Þér finnst þetta kanski mikið þegar þú ert að hlaða en svo á þetta eftir að "hristast/þéttast" betur í hylkið.
Gangi þér vel.
Kveðja,
Sigurður M.Grétarsson.
Skotdeild Keflavíkur.
(Kennari - endurhleðslu skotfæra)

User avatar
veiðifrúin
Póstar í umræðu: 6
Póstar:17
Skráður:30 Oct 2012 20:15

Re: Hleðsla

Ólesinn póstur af veiðifrúin » 13 May 2013 18:40

Takk fyrir þetta, piltar
Kveðja
María B Gunnarsdóttir

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hleðsla

Ólesinn póstur af gylfisig » 13 May 2013 20:02

Sæl María. Kannski María B sem var á Hlad.is ?
Ég hef hlaðið talsvert í 308 um dagana.
Kúlur frá 150 grs. og upp úr.
Mér finnst N- 150 púðrið vera mjög hentugt fyrir kúlur sem eru þyngri en 150 grs.
'Ég hef verið að hlaða mest með 150 grs Nosler bt. og nota þá N-140.
Púðurmagn 44,0 - 45,0 grs MAX !

Einnig hleð ég talsvert með 155 grs Hornady A max og þá með N-150.
Mér finnst þetta mjög mikið magn af púðri sem þú setur með þessari 150 grs kúlu.
Ég get ekki sett meira en 45,0 grs af N-150 við þessa 155 grs A max.
Hef sett hana í nokkra riffla, og 45,0 grs er algjört MAX hvað við kemur þrýstingi.
Ég setti sierra kúluna, og þetta puður inn i Q.L. en veit ekki nákvæmlega hvaða nr er á þessari kúlu.
Sierra 150 grs #2135 á að þola um 50 grs. með N -150 MAX.
Fylling hylkisins er um 107 % og hraðinn tæp 2900 ft.
En þetta veltur auðvitað á kúlugerðinni.
Mér finnst þetta samt mjög hátt, og myndi byrja svolitið neðar en bókin segir til um.
það væri gaman að fá að vita hvaða nr er á kúlupakkanum hjá þér, ásamt Oal. og hvaða riffill
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
veiðifrúin
Póstar í umræðu: 6
Póstar:17
Skráður:30 Oct 2012 20:15

Re: Hleðsla

Ólesinn póstur af veiðifrúin » 21 May 2013 18:36

Fór að skjóta um helgina og var þá með hleðslu 47 gr af N-150 og Sierra - .30 Cal. 150 grain SBT
og var með góðar grúppur, svo ég ætla að halda mig við það svona að sinni.
Gylfi já ég er María B
Kveðja
María B Gunnarsdóttir

User avatar
veiðifrúin
Póstar í umræðu: 6
Póstar:17
Skráður:30 Oct 2012 20:15

Re: Hleðsla

Ólesinn póstur af veiðifrúin » 21 May 2013 18:42

Kúlurnar eru númer 2125 og ég er með Sako Varmit 75.
Kveðja
María B Gunnarsdóttir

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hleðsla

Ólesinn póstur af gylfisig » 21 May 2013 19:51

Sæl María, og gaman að fá þig á þetta spjall.
Hleðslan þín með þessari kúlu 2125 er fullkomlega örugg samkvæmt Quickload, og auðvitað hárrétt hjá þér að nota hana, fyrst þú ert ánægð með hana. Ég fór með fleipur, varðandi að þetta væri frekar "heitt" hjá þér en kúlan segir reyndar heilmikið til um pressuna. Hún er alls ekki í efri mörkum þér, eða 48173 psi en max pressa er 60191 psi og hraðinn 2750 ft.
Bruni púðursins 99,11 % og fyllingin í hylkinu 104,4 % svo við förum nú út í smáatriðin :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
veiðifrúin
Póstar í umræðu: 6
Póstar:17
Skráður:30 Oct 2012 20:15

Re: Hleðsla

Ólesinn póstur af veiðifrúin » 22 May 2013 09:58

Sæll Gylfi
Fínt að heyra þetta, fer á hreindýr í haust og vil vera í góðum gír.
:roll:
Kveðja
María B Gunnarsdóttir

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 1
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Hleðsla

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 22 May 2013 10:41

Sæl María.

Ég er með 85 Sako 308 og hef verið að hlaða í hann 125gr Nosler BT með góðum árangri hef reyndar ekki prófað þessa kúlu á hreindýr en hún er að grúppa vel rétt um 1/2 MOA á 100 m
Caliber 308
Púður Vihtavuori N133 Vigt:46 gr
Kúla Nosler Ballastic tip Vigt:125 gr
Hvelletta Lapua
Hylkislengd 51,00 mm
Heildarlengd 72,90 mm
Hraði kúlu Mældur hraði á einni kúlu 3160 fps
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
veiðifrúin
Póstar í umræðu: 6
Póstar:17
Skráður:30 Oct 2012 20:15

Re: Hleðsla

Ólesinn póstur af veiðifrúin » 22 May 2013 16:08

Sæll Jenni
Ég hef bara verið með N-133 í sako 222 hjá mér, en heyrði af einum á Skaganum sem er að nota þetta púður og er hann mjög ánægður með það í stærri rifflana.
:roll:
Kveðja
María B Gunnarsdóttir

Svara