Grúppa í 22-250

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
Guðmundur
Póstar í umræðu: 3
Póstar:23
Skráður:14 Dec 2012 12:02
Grúppa í 22-250

Ólesinn póstur af Guðmundur » 22 May 2013 11:23

Góðan dag,

Langaði að henda inn hér einni fyrirspurn og athgua hvað menn geta sagt mér út frá sinni reynslu.

Ég er að prufa mig áfram með hleðslur og kúlur í 22-250 (Browning a-bolt). Var að purfa að skjóta úr honum Nosler ballistic tip 50gr. þessi kúla grúppaði ágætlega á 100m (um tommu gruppa) en þegar ég skaut á 200m var ákoman eins og eftir haglabyssu, út um allt, ca 10 cm grúppa lóðrétt og lárétt

Ég var að nota 32gr af VV 140.

Ég veit að það geta verið margar skýringar en ef einhver lumar á einhverju í reynslubrunninum sem getur hjálpað mér áfram væri það vel þegið.

Ég ætla að reyna að komast upp á skotvoll (SR) í kvöld og prufa aftur 200m,

Kv Guðmundur
Guðmundur Jónsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Grúppa í 22-250

Ólesinn póstur af gylfisig » 22 May 2013 14:59

Hækkaðu hleðsluna um 2,0 grs. í það minnsta.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Guðmundur
Póstar í umræðu: 3
Póstar:23
Skráður:14 Dec 2012 12:02

Re: Grúppa í 22-250

Ólesinn póstur af Guðmundur » 22 May 2013 15:44

Sæll Gylfi

Ég var einmitt búinn að sjá annan þráð þar sem þú talair um hleðslur í 22-250 "ríkishleðsluna". Ég ætla að prufa þetta.

Takk

kv Guðmundur
Guðmundur Jónsson

User avatar
kakkalakki
Póstar í umræðu: 1
Póstar:21
Skráður:31 Mar 2013 20:14
Fullt nafn:Andreas Jacobsen

Re: Grúppa í 22-250

Ólesinn póstur af kakkalakki » 22 May 2013 21:20

Hef verið að nota Nosler B tip 50 gr, VV N 140 og Norma hylki.
33,5 gr hefur komið bezt út (reyndar kom 31,0 gr furðu vel út líka)

Er Sub MOA á 200m (Tikka T3 Varmint með Zeiss Conquest HD5 5-25x50)
Andreas Jacobsen

Kvartanir til kokksins...geta haft hættulegar afleiðingar ! 

Guðmundur
Póstar í umræðu: 3
Póstar:23
Skráður:14 Dec 2012 12:02

Re: Grúppa í 22-250

Ólesinn póstur af Guðmundur » 22 May 2013 23:22

Gott að vita af því, ég ætla að purfa að hlaða í 33,5, 34,0 og 34,5 og sjá hvað gerist

Takk

Guðmundur
Guðmundur Jónsson

Svara