Púður / cal / twist

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
Padrone
Póstar í umræðu: 5
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur
Púður / cal / twist

Ólesinn póstur af Padrone » 04 Sep 2013 09:49

Jæja ... enn og aftur.

Ég er að skoða 6.5x55

Nú langar mig að vita hvernig er valið púður fyrir þetta cal og veit ég að twist hefur eitthvað um það að segja.

Hvaða púður eruð þið að velja og afhverju?
Hvaða twist eruð þið með?
Hvað eruð þið að nota mikið púður á bak við kúluna?
Skiptir kúlan einhverju máli í sambandi við magns púðurs?
Væri alveg til í einhverjar hleðslur (magn púðurs) fyrir 6,5x55 bara eitthvað basic til að byrja.
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 1
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Púður / cal / twist

Ólesinn póstur af TotiOla » 04 Sep 2013 10:40

Þessi hefur virkað mjög fínt sem veiði kúla/hleðsla í minn sem er 1/8" twist.
Viðhengi
Hleðsla.jpg
Hlað-Ríkishleðsla
Hleðsla.jpg (37.79KiB)Skoðað 1853 sinnum
Hleðsla.jpg
Hlað-Ríkishleðsla
Hleðsla.jpg (37.79KiB)Skoðað 1853 sinnum
Mbk.
Þórarinn Ólason

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Púður / cal / twist

Ólesinn póstur af iceboy » 04 Sep 2013 10:55

Ég hef líka hlaðið með 160 en hlóð í 6,5x55 fyrir félaga minn og notaði þá 140.

Vandamálið er bara það að þessi púður eru ekki til í verslunum í dag.

Á síðasta mánuði hef ég farið í 4 verslanir sem selja púður, ein á Akureyri, Reyðarfirði og 2 í bænum.
Aðeins ein þessara verslana á meira púður á lager hjá sér en ég á í skápnum hjá mér og er ég nú bara með 4 kíló sem ég á.

En þeir eiga samt ekki 160 púðrið.
Það virðrst enþá vera hægt að nálgast 500 línuna.
Og enginn virðist geta svarað því hvort púður sé á leiðinni, hvenar það kæmi eða hvaða týpur.

Ég er mjög hræddur um að við þurfum að fara að nota ameríska púðrið, ekki að ég sé að hallmæla því eitthvað, ég bara þekki það ekki, hef ekki notað það en þarf þá að finna hleðslur upp á nýtt
Árnmar J Guðmundsson

Padrone
Póstar í umræðu: 5
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Púður / cal / twist

Ólesinn póstur af Padrone » 04 Sep 2013 11:11

TotiOla skrifaði:Þessi hefur virkað mjög fínt sem veiði kúla/hleðsla í minn sem er 1/8" twist.
Þá spyr ég ... af hverju N160/N140 ? af hverju ekki púður sem brennur hraðar eins og N110?
eða hægar með meiri sprengikraft eins og N570?
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

konnari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Púður / cal / twist

Ólesinn póstur af konnari » 04 Sep 2013 11:44

Ég mæli með því félagi að þú farir á hleðslunámskeið áður en þú slasar þig !
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Púður / cal / twist

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 04 Sep 2013 12:22

Sæll Árni,

Ég myndi líka mæla með hleðslubókum og fara eftir þeim... að hlaða í skot er dauðans alvara!
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Púður / cal / twist

Ólesinn póstur af gylfisig » 04 Sep 2013 14:11

Ehemm.....Liklegast er ég sammála Konnaranum.
Best að læra þetta betur á námskeiði, hjá þeim sem upp á þau bjóða. Að hlaða riffilskot er ekki bara eitthvað sem þú lærir með því að spyrja um hleðslur.
Ekki gaman að sprengja draslið framan i sig vegna vankunnáttu.
Ég veit ekki betur en það hafi ákveðinn aðili verið að bjóða upp á hleðslunámskeið .
Auglýsir nokkuð oft inni á Hlað og hér.
Varðandi púður, og púðurskort, þá virðist aldrei vera á vísan að róa í þeim efnum. Birgðir virðast alltaf seljast upp, fyrr en seinna. Ég benti á það sl. vetur, að öruggast væri að birgja sig vel upp, þegar þessar vörur koma, því þær seljast einfaldlega fljótt upp.
Ég held að í dag eigi ég meira púður en sumar verslanir sem eru að selja púður.
Reyndar vantar mig bagalega 68 og 87 grs Berger í 6 mm sem eru uppseldar.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Púður / cal / twist

Ólesinn póstur af E.Har » 04 Sep 2013 16:11

OK mæli með námskeiðinu en svona stutta svarið........... :lol:

1 Hratt púður henntar léttri kúlu. Ef þú ert með hratt púður og þungakúlu þá færðu hratt mikinn þrýsting þar sem ervitt er að koma kúlunni af stað. Þessvegna máttu nota mjög lítið af því og niðurstaðan er ekki góð. Setttu ekki nema lítið af t.d skammbyssupuðri í hylki með þungri kúlu og færð allt of mikinn þrýsting, getur sprengt hólkinn!

2 Hægt púður létt kúla. Kúlan er það flót af stað að brunin nær ekki að ýta almennilega á eftir henni. Niðurstaðan er að hylkin hennta ekki.

Niðurstaðan er sú að menn eru að nota svipaðanbrunahraða fyrir svipaðar kúlur og hylki.
Síðan fer tvistið auðvitað eftir hve hratt við viljum skjóta kúlunum. Það þarf að stabilesera flugið.
Titringur hlaups ofl þessháttar.

En bara smella ser á námskeið spyrja mikið og pæla :P :oops: :lol: :D
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Padrone
Póstar í umræðu: 5
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Púður / cal / twist

Ólesinn póstur af Padrone » 04 Sep 2013 18:19

Já ... ég geri mér grein fyrir að þetta er ekki neitt sem maður lærir á netinu eða þannig.
Ég færi t.d. aldrei að hlaða eftir upplýsingum sem ég fengi á netinu nema að aðilanum væri treystandi og ég gæti double chekkað í hleðslubók og triple chekkað í quickload eða álíka forriti.

Það sem ég er að leitast eftir er hvað 1kg af púðri endist í margar hleðslur. Hvað er þarf maður að hlaða mörg skot til að það sé farið að borga sig. Maður þarf jú að borga ágæta summu fyrir námskeið og hleðslubúnaðinn, tala nú ekki um patrónur, púður og kúlur.

Veit að 1000g = ca 15.300 gr. þannig að hvað er verið að setja ... CIRKA í hleðslu? þá get ég reiknað út hvað einn baukur af púðri dugar í mörg skot.

Með þökk fyrir vel mælt varnarorð og vil ég líka benda öllum sem lesa þetta að staðfesta allar hleðslur sem gefnar eru á netinu.
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Púður / cal / twist

Ólesinn póstur af Gisminn » 04 Sep 2013 18:41

Sæll í 6,5x55 er mjög algengt 47-49gr
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Púður / cal / twist

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 04 Sep 2013 19:08

Það sem menn hjnóta um í upphafsinnlegginu hjá þér er þetta...
"Skiptir kúlan einhverju máli í sambandi við magns púðurs?"
Allir sem hafa þekkingu á endurhleðslu riffilskota vita að þetta skiptir auðvitað höfuð máli. Ég skal fara yfir spurningarlistan fyrir þig eins og hann snýr að mér.

Hvaða púður eruð þið að velja og afhverju? Ég nota VV N-140, vegna þess að það nær yfir mjög breitt svið af kúlum í því caliberi sem ég er með.
Hvaða twist eruð þið með? Ég er með 1/8,5
Hvað eruð þið að nota mikið púður á bak við kúluna? Ég nota frá 35 grs upp í 39,5 grs... það fer eftir því hvaða kúlu ég er að nota.
Skiptir kúlan einhverju máli í sambandi við magns púðurs? Já, hún skiptir öllu máli, þetta sérðu strax þegar þú ferð að skoða hleðslutölur í hleðslubókum.
Væri alveg til í einhverjar hleðslur (magn púðurs) fyrir 6,5x55 bara eitthvað basic til að byrja. Get ekki svarað þessu þar sem ég hef ekki hlaðið í þetta cal.

Varðandi það hvort þetta borgi sig, þá tekur það frekar langan tíma ef þú ert að skjóta innan við 500 skotum á ári. Flestir hlaða sjálfir til þess að geta tjúnnað hleðslurnar fyrir riffilinn sinn og vegna þess að þeir hafa mjög gaman af pælingunum í kringum þetta, það er allavega mín tilfinning. Ég held samt að þetta borgi sig seint hjá þeim sem hlaða lítið.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Púður / cal / twist

Ólesinn póstur af gylfisig » 04 Sep 2013 19:10

47-49 grs af N- 160 við 120 grs Nosler bt kúlu, hefur dugað vel í marga riffla.
Til að vita hvað kg dugar i mörg skot, þá er að deila hleðslunni, td. 48 grs í 15000 grs sem í kíloinu eru. Gerir .að ekki c.a. 312 skot.
Ég myndi ráðleggja 48 grs af N-160 og 120 grs nosler bt eða 123 grs Hornady A max með sömu hleðslu
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Padrone
Póstar í umræðu: 5
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Púður / cal / twist

Ólesinn póstur af Padrone » 04 Sep 2013 19:34

Flottir kappar og takk fyrir öll svörin og fyrir að svala forvitni minni =)

Þar sem ég veit að ef ég fer (sem ég held barasta að ég geri fyrr eða síðar) þá er ég ekki að fara að skjóta einhverjum 500 skotum á ári ... þetta verður þá aðallega áhugamál sem á samleið með öðru áhugamáli mínu, nákvæmnisskotfimi. =)
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Púður / cal / twist

Ólesinn póstur af E.Har » 04 Sep 2013 20:43

Held að það sé vonlaust að ná árangri í nákvæmnisskotfimi nema að sérsníða hleðslu fyrir þinn riffil. :D
Þá ertu komin í að vilja hlaða sjálfur. Er ekki annars kúlan dyrasti hluti skotsinns!

Hve mikið púður! Öðruhvorumegin við 80 grain í 300 win mag. Stærstu hylkin sem ég hef höndlað taka 130 gr!

Niður í 20 og einhvað í hornett :-)

En jamm kúlan ræður mestu, svo hylkið svo hlaupið svo ...... :mrgreen:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

johann
Póstar í umræðu: 1
Póstar:95
Skráður:18 Jul 2012 08:48

Re: Púður / cal / twist

Ólesinn póstur af johann » 04 Sep 2013 20:52

Velkominn í áhugamálið Árni. Hérna eru nokkrir linkar í greinar sem fjalla um það að finna "bestu" hleðsluna:

http://www.6mmbr.com/laddertest.html

http://optimalchargeweight.embarqspace. ... 4529811360

http://www.desertsharpshooters.com/manu ... edload.pdf

Svo mæli ég með því að spyrja spjallverja óhikað ef eitthvað í þessu öllusaman er óljóst - kúluseta, hylkjarýmd, yfirþrýstingsmerki, eiginleikar mismunandi púðurtegunda, breytileyki brennsluhraða púðurs milli framleiðslulota o.sv.frv.

Varnaðarorð: þó ein hleðsla af ákveðnu púðri með ákveðinni kúlu í einni tegund af hylkjum sé örugg, þá er alls ekkert hægt að álykta um öryggið ef einhverjum einum þætti er breytt t.d. 120 gr kúlu skipt út fyrir aðra 120 gr kúlu frá öðrum framleiðanda eða Norma hylki skipt út fyrir Winchester og alls ekki ef breytt er úr einu púðri í annað, þrátt fyrir að púðrin raðist upp hlið við hlið í brennsluhraðatöflu.
-----
Jóhann Þórir Jóhannsson - SFK

Padrone
Póstar í umræðu: 5
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Púður / cal / twist

Ólesinn póstur af Padrone » 04 Sep 2013 21:04

Takk fyrir þessa linka, kíki á þá við tækifæri þegar róast í skólanum.

En einhvernvegin þá hljómar þetta allt, þegar maður heyrir það, svona common sence. Án þess að vera að gorta mig eða neitt þannig.

En þegar maður hefur ekki hugmynd um svörin til að byrja með þá er þetta allt eins framandi og bananatré.
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

Árni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: Púður / cal / twist

Ólesinn póstur af Árni » 04 Sep 2013 22:34

Kostnaðarhlutinn er reyndar nokkuð fljótari að koma tilbaka en ég hélt í upphafi og mér var tjáð.
Ég hef haldið nokkuð nákvæmlega utan um þau skot sem ég hef hlaðið og kostnað á þeim.
Tek samt fram að ég er með 6,5x47 Lapua en ég held þetta komi svosem út á svipuðum stað, patrónur dýrari í vs meira púður.

Engu að síður, ef ég mundi kaupa 50skot úr verslun og láta endurhlaða þau 9 sinnum fyrir mig þá er það 116þúsund sem það kostar ca.
Ef ég hleð þau aftur á móti sjálfur þá kostar það mig 64þúsund ca.

Svo fyrir utan "dellu" hlutann og "nákvæmari hleðslu" hlutann þá er þetta að spara mér ca 50þúsund per 500 skot miðað við að ég geti notað patrónu 10 sinnum, og kostnaður lækkar bara við að nota þær oftar (á patrónur á 14ndu hleðslu)
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

Svara