Fyrstu OCW hleðslurnar

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
Svara
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Fyrstu OCW hleðslurnar

Ólesinn póstur af maggragg » 21 Jun 2011 23:02

Var að fikra mig áfram með Optimal Charge Weight ( OCW ). Var að hlaða 140 gr. Berger VLD ( G1 BC .612 )í 6,5x55, N560 púður, norma hylki og CCI LR primerar. COL 80 mm. Færi 100 metrar, Hitastig 8,5 °c, hliðarvindur 3-4 m/s

Byrjaði á 45 graina hleðslu og fikraði mig upp eins og leiðbeiningarnar um OCW mæla með. Skaut einu skoti í einu á hverja grúppu fyrir sig, semsagt skaut hleðslu 1 á skífu eitt, hleðslu 2 á skífu tvö o.s.f.v og fór þannig þrjá hringi. Skífa eitt var með þrjú skotmörk fyrir fyrstu þrjár hleðslurnar. Þegar ég var kominn í 49,3 grain sá ég þrystingsmerki og skaut þeirri hleðslu ekki aftur en skaut 49 grainum sem er 0,1 grain undir max skv. VV hleðslubæklingnum fyrir nútíma lása ( 6,5x55 SKAN ). Hlaupinu var leyft að kólna á milli skota.

Skotið liggjandi með tvífætur og sandpoka undir afturskepti. Sjónauki Nightforce NSX 5.5-22, riffill var breyttur Otterup Mauser. Skotmörkin sett upp í ontarget forritið til að reikna út grúppur og hliðrun frá miðju.

Ég myndi tela að 48,7 grain kæmu vel úr miðað við fyrstu prófun en nákvæmnin kom mér mjög á óvart þar sem VLD kúlurnar frá Berger eru oft mjög viðkvæmar hvað kúlusetningar varðar, ég sé ekki að ég þurfi meiri nákvæmni en hálft MOA.

Fyrstu þrjár grúppurnar. 45 - 45,9 og 46,8 grain af N560. 45 graina hleðslan er skotin úr köldu og hreinu hlaupi í röð.
Mynd
57,7 grain og grúppan aðeins fyrir ofan skotmark.
Mynd
48 grain og mjög falleg grúppa en hún er rúman cm fyrir ofan miðju
Mynd
48,3 grain, hefur lækkað sig og er að segja á miðju.
Mynd
48,7 grain. Falleg grúppa akkurat á miðjunni.
Mynd
49 grain. Er á miðjunni líka en aðeins til vinstri en þó lítið
Mynd

Spurningin er bara sú, á maður að fikta meira og reyna að fá eitthvað betra eða láta þetta duga og fara að leika sér. Hægt er að hræra í kúlusetningunni, prófa nokkur grain +- frá 48,7 o.s.f.v. Tel sjálfur þetta vera allveg nóg og mikið betra en ég bjóst við. Á svo eftir að hraðamæla þetta en skv. QuickLoad ætti hraðinn á 48,7 grainum að vera nálægt 2880 fps en samkvæmt mælingum sem ég gerði síðastliðin vetur þá var QuickLoad að ofmeta N560 en það kemur þó allt í ljós.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Fyrstu OCW hleðslurnar

Ólesinn póstur af maggragg » 30 Jun 2011 11:21

Ég er búin að hraðamæla 10 skot en var ekki að skoða grúppurnar sérstaklega sem hefði verið betra. Niðurstaðan var bæði góð en bjó einnig til spurningar. Var ég búin að skjóta nokkrum "fouler" skotum áður og var útihitastig um 17-18°C og sól

Hraðar í fps.:

2785
2811
2833
2834
2833
2878
2821
2833
2828
2792

Meðalhraði 2824 fps og staðalfrávik (SD) um 26.

Það sem vakti athygli mína er extreme spreadið sem er mjög hátt ( 93 FPS ) en flest skot eru nálægt 2833 fps fyrir utan þrjú sem eru útúr kortinu þannig séð, hefð verið gott að skjóta á 200 metra færi og skoða ákomu. Þau 7 skot sem voru næst hverju öðru eru með ES í 23 sem er ásættanlegt. Spurningin er sú hvað veldur, er þetta skekkja í mælinum, ekki nógu nákvæm púðurhleðsla, misþynd skothylkja. Ég notaði Norma skothylki, öll eins úr sömu lotu en þau voru ekki viktuð og sorteruð né kúlurnar. Ég vona bara að þetta sé mælirinn en þetta er ekki langt frá því sem Quickload spáði um þessa hleðslu eða 2880 fps. Enginn þrystingsmerki sáu á neinu hylkjanna en ég fann mun á bakslagi miðað við 130 gr. Norma Golden Match skotin enda mun meiri slagkraftur í þessu eða 2500 pundfet á móti rúmum 2000 pundfetum á Golden Match við hlaup.

Þetta verður hraðamælt frekar við tækifæri og grúppur analýseraðar, en spurning að fá sér líka nákvæmari vikt og jafnvel sortera og vikta hylkin þar sem ég á mikið magna af hylkjum.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar: 1349
Skráður: 29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning: Blönduós

Re: Fyrstu OCW hleðslurnar

Ólesinn póstur af Gisminn » 16 Feb 2012 22:05

Sæll ég hef mikin áhuga á að prófa þessar kúlur en ég er með tvær spurningar svona semgræningi í þessu hleðslufargani.
1 afhverju finnst mér 45gr hleðslan ver best í sambandi við þéttleika og svo 48gr þar hefði ég aðlagað núllið.
2 afhverju lækkar ákoman þegar þú jókst hleðsluna upp í 87,7 og afhverju fannst þér það ver besti árangurin.
Kveðja
ÞH
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Fyrstu OCW hleðslurnar

Ólesinn póstur af maggragg » 17 Feb 2012 09:40

Sæll

Þegar maður nota OCW tækni við að hlaða er maður að leita að besta bilinu þar sem hleðslan er minns viðkvæm fyrir hitabreytingum og heldur ákomunni mjög svipað miðað við mismunandi aðstæður. Í þessu tilfelli eru 48,7 í miðjunni á þeim þremur hleðslum sem eru með hvað líkasta ákomur. Maður er þá ekki að leita að endilega bestu grúppunni heldur heldur því hleðslubili þar sem ákoman breytist sem minnst þótt að það sé smá mismunur milli hleðsla, mismunandi hitastig o.s.f.v. Svo þegar maður er kominn með góða OCW hleðslu getur maður fiktað með COL ið eða aðra þætti og fín tuneað hleðsluna. Þetta er aðfers sem er örugglega ekki notuð í bencrest en þar sem ég vill hafa hleðslurnar og riffilinn þannig að ég hitti í fyrsta skoti á hvaða færi sem er og við hvaða aðstæður þá held ég að þetta henti mér vel. Þessi hleðsla hefur ekki klikkað hjá mér, allt í mark í fyrsta enn sem komið er. NORZ er snillingur í þessum fræðum samt. Ég er nú bara amatör ennþá í OCW heðslum :)

Vona að þetta útskýri af hverju ég valdi þessa hleðslu en ekki þær með þéttustu grúppunum.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar: 1349
Skráður: 29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning: Blönduós

Re: Fyrstu OCW hleðslurnar

Ólesinn póstur af Gisminn » 17 Feb 2012 14:38

Takk skil hvað þú meinar þetta er einmitt það sem ég leitast við að minka umhverfisþáttinn
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Fyrstu OCW hleðslurnar

Ólesinn póstur af maggragg » 17 Feb 2012 14:43

Gisminn skrifaði:Takk skil hvað þú meinar þetta er einmitt það sem ég leitast við að minka umhverfisþáttinn
Sæll, já finnst mér skipta þónokkru máli. Mig langar svolítið að prófa Hodgon Extreme púðrin en þau eru minnst sensitive fyrir hitabreytingum. N500 púðrin eru nokkuð sensitív fyrir hita, þó minna í köldu loftslagi en ef maður er einn daginn að skjóta í -10 og hinn í 15 stiga hita þá verður þónokkur munur á ákomu. Extreme púðrin frá Hodgon eiga að koma í veg fyrir miklar breytingar á hitastigi og með OCW hleðslu og svoleiðis púður ætti maður að vera kominn með nokkuð stabíla hleðslu :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar: 1349
Skráður: 29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning: Blönduós

Re: Fyrstu OCW hleðslurnar

Ólesinn póstur af Gisminn » 17 Feb 2012 16:55

Ein spurning í viðbót við þetta.
Ef við gefum okkur að kúla sitji á núllpunkti og ég dýpka eins og sagt er í OCW 010" og grúbban þéttist í fyrstu færslu en versnar svo. Getur það skeð að hægt sé að ná betri grúbbu ef maður dregur út um 010" frá þessum núllpunkti eða fengi ég strax að vita það að ég sé á rangr braut á annanhvorn vegin.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Fyrstu OCW hleðslurnar

Ólesinn póstur af maggragg » 17 Feb 2012 17:22

Þegar maður er að fikta við COL eða kúlusetninguna þá er kenningin sú að það séu alltaf eitt eða tvö "sweat spot" að minnsta kosti þar sem nákvæmning er mjög góð. Þannir að ef þú minnkar COL og nákvæmning versnar þá getur verið að töluvert neðar t.d. .1" sé hún aftur orðin mjög góð. Þannig að ég held að maður þurfi að prófa sig svolítið áfram með það, kanna alla möguleika. Berger VLD kúlurnar eru t.d. með tvö sweat spots oft, Annað er við rílur og svo hitt aftar, oft allt að 0.150".

Hérna er mjög fróðleg grein frá Berger um þetta: http://02b0516.netsolhost.com/blog1/?p=43
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar: 1349
Skráður: 29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning: Blönduós

Re: Fyrstu OCW hleðslurnar

Ólesinn póstur af Gisminn » 18 Feb 2012 14:39

Takk þetta vissi ég ekki um kúlur að það væri eins og í flugferlinum tveir núllpunktar og tók eftir að hann sagði JAFNVEL Á 100 YÖRDUM .VÆRI hægt að ná jafnvægi.
Geta kúlur semsagt verið úti um allt á 100 enn orðnar þéttar á 300 ? ;)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Fyrstu OCW hleðslurnar

Ólesinn póstur af maggragg » 18 Feb 2012 15:40

Kúluferillinn er í 6 víddum en ekki þremur eins og oft er haldið, það er ferillin sjálfur með hliðarfærslu og svo innbyrðis snúningur kúlunar. T.d. ef kúlan er á mörkum þess að vera stabíl getur verið að hún sé nokkuð ónákvæm á 100 yördum en svo stabílisérar hún sig þegar komið er á lengra færi. Einn af þeim þáttum sem stjórna hversu stabíl kúlan er, eru umhverfisþættir eins og hitastig og þéttleiki lofts eða loftþrystingur. Hitt er snúningur, lengd kúlunnar og hraðinn. Þannig geta kúlur verið já verið úti um allt á 100 yördum en betri á 300. Ég held að ég sé að fara með rétt mál í þessu, að kúlan getur stabílisérað sig í fluginu.

En það eru semsagt ákveðin "sweat spots" þegar kemur að kúlusetningu, eins og með púðurmagn. En það er svolítið merkilegt að sjá hversu ákoman getur verið misjöfn þegar púðurmagnið er hækkað því ákoman þarf ekki endilega að hækka eins og prufuskífurnar sýna.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Fyrstu OCW hleðslurnar

Ólesinn póstur af maggragg » 02 Dec 2014 13:29

Sá að það er verið að ræða mismunandi prófunaraðferðir fyrir hleðslur og uppa því þessum þræði um ocw.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 492
Skráður: 09 Jun 2012 00:58
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Fyrstu OCW hleðslurnar

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 03 Dec 2014 01:15

Menn eru nú langt því frá að vera sammála um þetta með ljóta grúppu á 100 M sem þéttist svo á 300. Ég hef svo sem engar forsendur til þess að dæma um það, en það má færa rök fyrir því að grúppa sem er slöpp á 100 metrum getur aldrei orðið betri á 300 metrum en grúppan sem er mjög þétt á 100M, skotin með sömu kúlu við nákvæmlega sömu aðstæður. Því ef að grúppan er mjög þétt á 100 metrum þá er kúlan líklega löngu búin að stabílera sig.

Ég man eftir að hafa lesið þráð á 6mmbr þar sem Eric Cortina var að rífast við aðra snillinga um akkúrat þetta málefni.

Fann þráðinn aftur eftir stutta leit...

Gæti verið skemmtileg lesning fyrir einhverja sem hafa lítið að gera og langar að mynda sér skoðun á þessu málefni út frá því hvað kanar sem hafa prófað ýmislegt hafa um málið að segja :lol: :

Þráður um "the myth" að hleðslur sem eru lélegar á 100 geti orðið góðar á 300 eða lengra úti.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Fyrstu OCW hleðslurnar

Ólesinn póstur af maggragg » 27 Dec 2018 16:05

Þegar maður les í gegnum þráðana hér þá rekst maður stundum á áhugaverða þráða frá því í "gamla daga"
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 341
Skráður: 08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Staðsetning: Akureyri

Re: Fyrstu OCW hleðslurnar

Ólesinn póstur af petrolhead » 28 Dec 2018 02:25

Já Magnús það er akkúrat það að geta fletti í gömlum fróðleik og fundið nýjan sannleik sem gerir þessar spjallsíður ómissandi, þarna kemur ekkert í staðinn fyrir síður eins og þessa ;)

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

Svara