Hraðfleygar sexkommafimmur

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
Sveinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58
Hraðfleygar sexkommafimmur

Ólesinn póstur af Sveinn » 25 Nov 2013 20:30

Kíkti á nokkur 6.5mm hylki og hvað þau geta gert fyrir 120 gr kúlur í hraða. Bar saman sömu kúluna og leiðrétti fyrir hlauplengd, 30 fps/tommu, sem er að vísu bara nálgun en skárra en engin leiðrétting. Hraði er ekki sama og nákvæmni, svo því sé komið á framfæri :)

Leitaði að hleðslum fyrir Nosler 120 gr BTip, ef hún fannst ekki fyrir hylkið þá tók ég 123 gr Lapua Scenar, sem er líka algeng og hefur nokkuð svipaðan feril og 120 gr BTip.

Ekki nákvæmustu hleðslurnar þarna heldur þær hraðfleygustu. Reyndi líka að taka hleðslur með púðri sem fæst hérna á klakanum (þegar það fæst :) ) nema Magpro frá Accurate í einu hleðslunni sem ég fann fyrir 6.5 WSM. Þarna vantar helling af spennandi hylkjum en flest eru enn villikettir t.d. 6.5 Sherman.
6-5 hylki.jpg
6-5 hylki.jpg (59.54KiB)Skoðað 2668 sinnum
6-5 hylki.jpg
6-5 hylki.jpg (59.54KiB)Skoðað 2668 sinnum
Hylkjunum í töflunni (sum villikettir) má skipta í ca 4 „hraðaflokka“ fyrir þessa kúlu (120 gr BTip) og 24“ hlauplengd:

3300-3500 fps: 6.5 WSM, 6.5 Rem Mag, 6.5x65 RWS, 264 WinMag, 6.5-06.
3100-3200 fps: 6.5-284, 6.5x55 AI.
3000-3100 fps: 6.5 Creedmoor, 260 Rem, 6.5x55.
Minna en 3000 fps: 6.5x47 L

Það vantar þó upplýsingar um hlauplengd í 6.5x65 RWS mælingunni en þyrfti að vera a.m.k. 29“ til að hafa áhrif.

Ef menn hafa mælt hraðfleygari hleðslur í sínum 6.5-hylkjum fyrir þessa kúlu (120 gr) væri gaman að fá að vita um þær og þá hlauplengd. Gerði þetta mest til skoða hvort borgi sig að reama út gamla skandinavann (6.5x55) og þá í hvað. Þar kemur fleira til en hraði, t.d. nákvæmni, hlaupending, bakslag, aðgengi að hylkjum og upplýsingar um hleðslur. Val á hylki er líka mikil sérviska og af-því-bara…
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hraðfleygar sexkommafimmur

Ólesinn póstur af Gisminn » 25 Nov 2013 21:13

Takk fyrir þetta þetta var mjög áhugaverð lesning en ég hætti fljótlega að eltast við hraða í mínum 6,5x55 og fór að hægja á kúluni og 120 Nosler 2830 fet (N-160) og er hún suddalega nákvæm hjá mér en ég er einmitt með RL 19 líka og gaman að vita þetta :-
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hraðfleygar sexkommafimmur

Ólesinn póstur af maggragg » 26 Nov 2013 00:06

Þetta er flottur samanburður hjá þér Sveinn, og er í samræmi við það sem maður hefur séð sjálfur. Sá misskilningur að 6.5x55 sé eitthvað latt á auðvitað ekki við nein rök að styðjast, en margar þjóðsögurnar eru jú til :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 1
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Hraðfleygar sexkommafimmur

Ólesinn póstur af TotiOla » 26 Nov 2013 13:15

Flott "skýrsla" hjá þér Sveinn. Sérstaklega áhugavert að sjá að 6,5-284 er ekki nema 3% hraðara en orginallinn (6,5x55) þegar þessar hámarkshleðslur eru notaðar. NB. með rúmlega 12% meira af sama púðri!

Annars hef ég sömu upplifun og Þorsteinn. Hægari hleðslurnar hafa reynst mun nákvæmari hjá mér í 6,5x55 og auðvelt er að læra á fallið :D
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hraðfleygar sexkommafimmur

Ólesinn póstur af gylfisig » 26 Nov 2013 14:05

Ég gerði fyrir tæpum 2 árum síðan, samamburð (hraðamældi) á nokkrum hylkjum : 270 win. 260 Rem. 6,5x284, 6,5x47 og 6 BR . Ekki man ég lengur útkomuna, nema á 6,5-284, og 65,47 Lapua.
Max hleðsan í 6,5x47 sem var 41,4 grs N 550, var á 3014 ft með 120 grs Nosler bt.
6,5-284 var á 3030 ft með 57,3 grs Norma MRP og sömu kúlu. Minnkaði siðan hleðsluna í 6,5x47 um 1,0 grs, vegna þess að hylkin slitnuðu frekar hratt. Í dag er ég alfarið kominn í RE 15 púðrið fyrir 6,5x47. Nota 39.0 grs við 123 grs A max kúlu. Hraðamæli þessa hleðslu kannski einhvern tíma. 88 grs Berger kúla úr 6 BR var á 2840 með 30,0 grs af N 135. Frekar mild hleðsla, en skaut afar vel. (Hlaup 26")
Heitari kaliberin eru ekki að heilla mig neitt sérstaklega, nú orðið. Sum þessara kalibera sem talin eru upp, eru þekktir hlaupabrennarar, og má þar td nefna 264 win mag. Það fer margt óskemmtilegt að gerast inni í riffilhlaupi þegar hraðinn er kominn yfir 3200 ft. Ég tel 6,5 Creedmor sérlega áhugavert hylki ásamt 6,5x47, og tel að það henti afar vel til allra veiða hérlendis. Kannski verður það næsta leikfangið sém maður fær sér :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Sveinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Hraðfleygar sexkommafimmur

Ólesinn póstur af Sveinn » 26 Nov 2013 17:45

Góðir punktar. Held að 6,5-284 sé almennt hlutfallslega hraðari með öðrum kúlum, t.d. í 100 gr BTip, þar er munurinn nær ca. 6%. Enda eru þetta bara einstaka mælingar, meira svona til að fá mynd af mesta hraða í mismunandi hylkjum og flokka eitthvað saman. Það væri hægt að bera saman hröðustu hleðslurnar í hverju púðri fyrir þessi hylki með 120 BTip á nosler.com og fá einhver meðaltöl til að bera saman - svona ef einhver nennir því...

Miðað við þessar tölur, Gylfi, þá er 6,5x47 L í flokki með 6,5x55 og 260 Rem í hraða. Mannstu hlauplengdina í þessum mælingum á 6,5x47 L og 6,5-284?

Væri líka gaman að heyra hvað gerir 6,5 Creedmoor áhugaverðara en t.d. 260 Rem eða orginalinn, 6,5x55.

Hér linkur á grein um Creedmoor og það borið saman við 260 og 6,5x47, hef reyndar ekki nennt að lesa í gegnum þetta allt :)

http://demigodllc.com/articles/6.5-shoo ... dmoor/?p=1
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Hraðfleygar sexkommafimmur

Ólesinn póstur af Spíri » 26 Nov 2013 18:07

6,5x47 finnst mér ótrúlega spennandi, eins og Gylfi hefur sannreynt að þá er það að ná nánast sama hraða og 6,5-284 með mun minna af púðri. Svo er það fanta nákvæmt í ofanálag, næsta project hjá mér er einmitt 6,5x47 :D
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hraðfleygar sexkommafimmur

Ólesinn póstur af gylfisig » 26 Nov 2013 19:48

Hlauplengd rifflanna sem ég nefni í þessum mælingum, er 26 tommur.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

konnari
Póstar í umræðu: 4
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Hraðfleygar sexkommafimmur

Ólesinn póstur af konnari » 26 Nov 2013 20:21

Fínn þráður hjá þér Sveinn !

Ég er búinn að hraðamæla hjá mér .260rem með 24" hlaupi með 123A-max kúlu og hann er á rétt rúmum 3000 fetum og er sú hleðsla um 1.5gr. frá max. þannig að það er svipað og kemur fram í þessari fínu töflu. Annað sem mér og öðrum finnst áhugavert er hversu dýru verði það er keypt þessi litla hraðaaukning sem 6.5-284 hefur fram yfir t.d. 260rem og 6.5x55 hvað hlaupendingu og annað varðar.
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hraðfleygar sexkommafimmur

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 26 Nov 2013 22:19

Skemmtilegur þráður, en líklega enginn heilagur sannleikur. Ég er ekki viss um að 6,5 x 284 njóti hér fyllilega sannmælis.

108 grs Scenar er t.d. á 3391 fps í 26" hlaupi með N-165 samkvæmt lapua.com

Ef við skoðum 6,5 x 47 til samanburðar þá nær hann þessari kúlu ekki nema upp á 3110 í 27 1/2" hlaupi.

Þá er munurinn kominn upp í 9% án þess að tekið sé tilit til þess að 6,5 x 47 hlaupið sé 1,5" lengra. Ef við bætum svo 45 fps við á 6,5 - 284 þá breikkar bilið ennþá meir, þannig að þessi cal eru ekki á sama hraða eins og gefið er í skyn.

6,5 x 55 er með uppgefin hraða á henni upp á 3079 í 26 1/2" hlaupi með N-560

Hins vegar er alveg merkilegt hvað þetta litla hylki 6,5 x 47 gerir vel miðað við púðurmagn og er það nánast á pari við bæði 260 REM og 6,5 x 55... hins vegar eru þessi þrjú ekki á pari við 6,5 - 284 í hraða þó 6,5 - 284 nýti púðrið kannski ekkert sérstaklega vel, en hvað er púður magnið í 6,5 x 68 RWS? 70 grs?

p.s. ég er að nota 35 grs af N-140 á bak við 130 grs kúlu í 6,5 x 47 og næ henni upp á 2690 fps í 25" hlaupi.

Eins og áður sagði skemmtilegar pælingar og hverjum þykir sinn fugl fagur í þessu eins og öðru...
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hraðfleygar sexkommafimmur

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 26 Nov 2013 22:22

Ingvar, þú ert nú mjög fróður um margt í þessum calibera heimi, hvað er það sem ræður mestu um hlaupendinguna? í þessu tilfelli getum við strikað út yfirborðsflatamálið þar sem við erum bara að tala um 6,5 mm kúlur...
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Sveinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Hraðfleygar sexkommafimmur

Ólesinn póstur af Sveinn » 26 Nov 2013 23:22

Það er rétt að hér er enginn heilagur sannleikur, frekar mynd af mögulegum hraða eins og ég tók fram. 6,5-284 setti ég í hærri hraðaflokk en 260 Rem, 6.5 Creedmoor og 6,5x55. Og verið bent á að líklega megi flokka 6,5x47 með þessum þremur síðasttöldu. Ég benti líka á að munurinn væri meiri hjá 6,5-284 í öðrum kúlum t.d. 100 BTip eða eins og þú nefnir, 108 Scenar. En það kom mér á óvart að ég skyldi ekki finna hærri hraða í 6,5-284 fyrir 120 BTip. Þess vegna auglýsti ég eftir fleiri hleðslum fyrir þá kúlu með hraðamælingum :)

Ekki það að muni miklu en ég nota 6,5x55 SKAN töflurnar (ekki bara Swedish Mauser) því nútíma lásar þola mun meiri þrýsting en gömlu herrifflarnir og því óhætt að nota SKAN gildi þar sem þau er að finna - svona með viðeigandi varúð. Samkvæmt lapua.com er hraðinn þá í 6,5x55 SKAN fyrir 108 gr um 3114 fps fyrir 26,4" hlaup (670 mm), ekki 3079 fps. Eins og ég segi, munar ekki stóru.
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 1
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Hraðfleygar sexkommafimmur

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 27 Nov 2013 00:03

Það væri gaman að vita hver hraðinn á 6,5-284 er með RL 22 því samkvæmt töflunni þá munar 179 fps á hraða miða við 6.5-06 en bara 1 gr í þyngd á púðri og ef maður skoðar 264 WinMag þá munar bara 13 fps miða við 6.5-06 þó það séu 8,5 gr meira af púðri þegar búið er að leiðrétta fyrir 24" hlaup.
Ég myndi halda að 6.5-284 væri mun nær 6.5-06 með sama púðri þar sem rúmtak hylkjana er mjög svipað.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hraðfleygar sexkommafimmur

Ólesinn póstur af gylfisig » 27 Nov 2013 00:14

Varðandi 6,5-284 þá er hann kannski ekki alveg að njóta sannmælis, ef við berum það saman við hin hylkin. 6,5-284 er mun duglegri þegar farið er að nota þyngri kúlur. Tökum sem dæmi 140 grs kúlur, sem það hylki keyrir mun hraðar en 260 Rem og 6,5x47 ásamt 6,5x 55 SE.
Þar er 6,5-284 að ná mesta hraða um 3000 ft. á móti 2500-2600 ft hjá hinum. Það segir sitt um vinsældir 284 í long range keppnum.
Varðandi hlaupendingu milli þessara hylkja, þá getum við sagt að 6,5-284 sé að brenna 53,5 grs á meðan 6,5x47 er með tæplega 40 grs af púðri við sömu kúluþyngd. Þarna munar umtalsverðu magni í bruna sem segir sína sögu, um mun á hlaupendingu. Meiri bruni, meira slit.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hraðfleygar sexkommafimmur

Ólesinn póstur af maggragg » 27 Nov 2013 00:35

Þar sem 6.5x55 er stærra hylki en bæði .260 og 6.5x47 þá er hægt að kreista örlítið meira úr því í nútíma lásum ef viljin er fyrir hendi. Ég hef ég verið að ná 140 gr. á rúmlega 2800 fps (27" hlaup), en sennilega er líka hægt að kreista aðeins meira úr 6.5x284 með réttu púðri og eintaki af riffli, 6.5x55 er þá kannski að brenna 47 - 48 grs og því einhversstaðar á milli þess sem þú telur upp Gylfi. En varðandi hlaupendingu þá fer það eftir þrysting og hita við bruna púðursins, sem fer eftir tegund púðurs og eiginleikum þess, 6.5x55 sem er að kreista 140 grs kúlu á 2800 fps er ekki að fara vel með hlaupið, samanborið við standard verksmiðjuhleðslu. N500 púðrin eru að brenna heitar en N100 púðrin t.d.

Réttasta nálgunin að mínu mati að þessum hlutum er að ákveða hvaða kúlu maður ætlar að nota og hvað maður vill fá hana hratt, og finna svo hvaða mótórar (hylki) henta fyrir það sem maður ætlar sér. Það er jú ekki kaliberið sem slíkt sem ákvarðar ferill eða fall heldur flugeiginleiki kúlunnar og hraðinn á henni.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
GBF
Póstar í umræðu: 1
Póstar:31
Skráður:25 Apr 2012 19:57

Re: Hraðfleygar sexkommafimmur

Ólesinn póstur af GBF » 27 Nov 2013 04:35

Þessi ágæta tafla er ágæt svo langt sem hún nær. Quickload er til dæmis ekki beint sammála öllu þarna og reyndar fæstu :).
Ef einungis upphaflegt efni þráðarins (hraði) væri látinn ráða, með sömu kúlu fyrir öll hylki og sömu hlauplengd ásamt afkastamesta púðri í hverju tilfelli, þá liti þetta eilítið öðruvísi út.

Dæmi: 6.5x65RWS og maxhleðsla með Rl-25 - 2962fps (Taflan segir 3480). Norma MRP mundi koma þessarri kúlu út á 3070fps með maxhleðslu.
Dæmi: 264WM og uppgefin hleðsla með Rl-19 - 2374fps ! (Taflan segir 3309...munar ekki nema 1000fps). N-570 mundi á hinn bóginn mundi koma þessarri kúlu út á 3320fps með maxhleðslu.
Dæmi: 6.5RM: Rl-19 og 60.5gr - 3501fps (að vísu með 20.000psi yfir maxþrýsting). Maxhleðsla með MRP mundi koma þessarri kúlu út á 3020fps.

Hvað 6.5x55 varðar þá er MRP það sem QL reiknar best út fyrir hraða einungis, 3020fps með maxhleðslu.

Það sem eftir situr er vissulega það sem fram kom í upphafi, munurinn á því hraðasta og 6.5x55 eru skitin 9% í hraða og ferillinn glettilega líkur.
Georg B. Friðriksson

konnari
Póstar í umræðu: 4
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Hraðfleygar sexkommafimmur

Ólesinn póstur af konnari » 27 Nov 2013 08:49

Munurinn á 6.5-284 með 140 gr. og 260rem / 6.5x55 er ekki eins mikill og félagi minn Gylfi sagði hér að ofan, það er rétt að 6.5-284 er á um 3000 fetum en fyrir 260rem er það ekkert mál að fara yfir 2800 fet með 24“ hlaupi og 6.5x55 fylgir það fast á eftir þannig að munurinn er bara 7% í besta falli !! En það sem upp úr stendur burt séð frá einu eða tveimur prósentum til eða frá er það að þegar farið er yfir einhvern X hraða þá fer hlaupendingin að dala verulega og það á við um öll kaliber ekki bara 6.5mm.

Svo vildi ég bæta einu við en ástæðan fyrir því að 6.5x47 nær að halda í við hin með léttari kúlum (100-125) í þessu litla hylki er einfaldlega sú að það keyrir á mun hærri þrýstingi en t.d. 6.5x55 eða 260rem. En þegar það er síðan borið saman við hin með þyngri kúlum þá fer eðlilega að halla undan fæti hjá 6.5x47.

En eins og Magnús sagði hér að ofan „Réttasta nálgunin að mínu mati í þessum hlutum er að ákveða hvaða kúlu maður ætlar að nota og hvað maður vill fá hana hratt, og finna svo hvaða mótórar (hylki) henta fyrir það sem maður ætlar sér.“

Flottur þráður !!!
Síðast breytt af konnari þann 27 Nov 2013 10:35, breytt 2 sinnum samtals.
Kv. Ingvar Kristjánsson

konnari
Póstar í umræðu: 4
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Hraðfleygar sexkommafimmur

Ólesinn póstur af konnari » 27 Nov 2013 09:45

Til að setja þetta aðeins í samhengi þá má í grófum dráttum segja eftirfarandi:
Gefum okkur að 6.5-284 sé sirka 8% hraðara en 6.5x55.

Hlaupending 6.5-284 er sirka 1000 skot en 6.5x55 er það sirka 3000.
Þannig að fyrir þessi auka 8% kostar það -2000 skot í hlaupendingu.

Bara svona smá pæling :mrgreen:
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hraðfleygar sexkommafimmur

Ólesinn póstur af Gisminn » 27 Nov 2013 11:47

En til að fara með þessa umræðu aðeins lengra þá sagði mér góður maður að þar sem ég hægði á minni 120 Nosler kúlu í 6,5x55 og er með mjög góðan og hreinan bruna þá gæti mitt hlaup eins og ég er að skjóta og nota það í endast með góðri nákvæmni í +10.000 skot
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hraðfleygar sexkommafimmur

Ólesinn póstur af E.Har » 27 Nov 2013 21:49

Ok verð að kikja yfir tölurnar minar, en finnst að éghafi verið að ná mun meiri hraða úr 6,5-284
Hloð í hann bi með MRP og var þá nær þessu. Komst mun hraðar með 560 púðrinu en gruppan fór að opnast upp, en án þrýstmerkja.

Á altaf eftir að klára það mál almennilega. En finnst vanta þarna liðlega 150 fet!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Svara