Hvaða púður ??

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
karlguðna
Póstar í umræðu: 6
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason
Hvaða púður ??

Ólesinn póstur af karlguðna » 29 Jan 2014 14:34

Jæja þá lét ég verða af því að versla mér hleðslugræjur og þá kemur upp fyrsta vandamálið ,, hvaða púður á maður að nota ??? Hlað á ekki púður sem hentar fyrir 270 Win. en veiðihornið er með nokkrar teg. af púðri (Hodgdon) var að hugsa um að hlaða 110 gr. kúlur... nú væri vel þegið að fá smá hjálp ... :roll: það væri kannski gott að fá upp hvaða kúlu maður ætti að nota ,,,er einhver ein betri en önnur í þetta cal, þ.e.a.s. þyngd. ?????
Síðast breytt af karlguðna þann 29 Jan 2014 14:50, breytt í 1 skipti samtals.
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hvaða púður ??

Ólesinn póstur af maggragg » 29 Jan 2014 14:49

Sæll

Hérna er eitthvað til að byrja á. Verður að hafa hleðslubækur til að notast við þegar þú ætlar að finna púður.

http://www.lapua.com/en/products/reload ... odata/5/59

http://data.hodgdon.com/cartridge_load.asp
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

konnari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Hvaða púður ??

Ólesinn póstur af konnari » 29 Jan 2014 14:53

Það er til fullt af Norma púðri í Hlað sem hentar mjög vel í 270win !!
Kv. Ingvar Kristjánsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 6
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Hvaða púður ??

Ólesinn póstur af karlguðna » 29 Jan 2014 14:56

Takk Ingvar,,, Norma segir þú,,,,, hvað væri þá hentugast ?
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hvaða púður ??

Ólesinn póstur af Gisminn » 29 Jan 2014 14:58

Síðasta svar hjá hlað var að það kæmi 11 eða 17 feb eftir skipi en miðað við mína reynslu þá notaði ég VV N-160 bæði í 130 og 150gr Nosler fyrir 270 Win en ef þú ert að flýta þér og vantar púður er R-19 og svo eins og þú segir að þú ætlir aðalega að hlaðafyrir 110 þá er IMR 4064 eins og ég var að selja meirihlutann af birgðunum mínum um daginn góður kostur eins dugar R-15 og H 4895
http://www.nosler.com/270-winchester
En ef það væri norma púðrið myndi ég veðja á 204
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

konnari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Hvaða púður ??

Ólesinn póstur af konnari » 29 Jan 2014 15:21

karlguðna skrifaði:Takk Ingvar,,, Norma segir þú,,,,, hvað væri þá hentugast ?
Fyrir léttar kúlur (110gr.) myndi ég segja Norma 203B og fyrir venjulegar 130-150 gr. kúlur þá hentar 204 og MRP fínnt.
Kv. Ingvar Kristjánsson

BrynjarM
Póstar í umræðu: 1
Póstar:70
Skráður:12 Jun 2012 13:16

Re: Hvaða púður ??

Ólesinn póstur af BrynjarM » 29 Jan 2014 19:04

Þar sem ég er í sömu hugleiðingum stelst ég inn á þráðinn. Hvað er til af góðum veiðikúlum í þetta kalíber? Sá Hornady SST í 130 gr í Ellingsen og Barnes Tsx. Eitthvað annað sem ég ætti að skoða? Sýnist á heimasíðu Hlaðs flestar veiðikúlur uppseldar.
Brynjar Magnússon

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Hvaða púður ??

Ólesinn póstur af iceboy » 29 Jan 2014 19:53

Ég er allavega mjög hrifinn af tsx kúlunum, þær fara mjög vel með bráð, steindrepa en skemma lítið.

ég ætla að halda mig við þessar kulur a meðan þær eru til
Árnmar J Guðmundsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 6
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Hvaða púður ??

Ólesinn póstur af karlguðna » 29 Jan 2014 20:27

jú endilega koma með kúlu spekúlasjónir líka ,,,
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hvaða púður ??

Ólesinn póstur af Gisminn » 30 Jan 2014 00:43

Er búinn mikið að grúska fyrir þetta cal og 130gr Nosler BT kemur rosalega oft upp og ég fann hleðslu fyrir einn með þessa kúlu og svo lenti ég öðrum með 150 Nosler BT Mjög ólíkir rifflar og gaman að finna þá :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 6
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Hvaða púður ??

Ólesinn póstur af karlguðna » 30 Jan 2014 08:04

Takk fyrir þetta þorsteinn, hef einmitt verið að grúska og held ég byrji á nosler BT 130 gr. hefur þú einhverjar "góðar" hleðslutölur fyrir þær ?? svo kom upp smá vandamál er ég var að "fullstækka" hylkin , þá sá ég að það kom smá dæld við axlirnar á tveimur hylkjum ,,, er hægt að nota þau þrátt fyrir það ???
ætlaði að henda þeim en skemmtilegra að spyrja spekingana fyrst,,, :P grunar að ég hafi ekki smurt hylkin nægilega vel !!! :oops:
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hvaða púður ??

Ólesinn póstur af Gisminn » 30 Jan 2014 11:21

Ég sendi þér skilaboð en ég þekki ekki þetta með dældina en það fyrsta sem mér datt í hug væri að þú værir að pressa hylkin = fara of langt niður en þekki það ekki.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvaða púður ??

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 30 Jan 2014 13:15

Karl, þessar dældir koma vegna þess að þú smyrð hylkin of mikið, þatta er samt allt í lagi, bara setja í þau og þau eru alveg slétt aftur þegar þú ert búinn að skjóta úr þeim.
Þetta hefur komið fyrir hjá mér og ég er ekkert að stressa mikið yfir þessu.
Mín reynsla og margra annarra er að lang best sá að nota 130 gr. kúlur í 270.
Guðni Einarsson sem er hérna inni á spjallinu er sérfræðingur í 270, hefur átt svoleiðis caliber í mörg, mörg ár og hefur prufað alla mögulega og ómögulega hluti með hleðslur í þetta caliber.
Viðhengi
IMG_9843.JPG
Lang, lang bezti leiðsögumaðurinn, og Guðni Einarsson með Winchester cal. 270 við fallegan tarf með gríðarlega flott trophy, sem var skotinn austan á Haugnum á svæði 1 síðasta haust.
IMG_9843.JPG (159.78KiB)Skoðað 2333 sinnum
IMG_9843.JPG
Lang, lang bezti leiðsögumaðurinn, og Guðni Einarsson með Winchester cal. 270 við fallegan tarf með gríðarlega flott trophy, sem var skotinn austan á Haugnum á svæði 1 síðasta haust.
IMG_9843.JPG (159.78KiB)Skoðað 2333 sinnum
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

karlguðna
Póstar í umræðu: 6
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Hvaða púður ??

Ólesinn póstur af karlguðna » 30 Jan 2014 14:24

takk fyrir þetta veiðimeistari,,, tek þá sénsinn á hylkjunum enda annar góður maður búinn að segja það sama,,, já Guðni er hokinn af reynslu, það er ljóst :mrgreen:

kærar þakkir allir hér,, gott að gétað leitað til ykkar.
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Hvaða púður ??

Ólesinn póstur af skepnan » 31 Jan 2014 00:16

Sæll Karl, eins og fram hefur komið er algengasta kúluþyngdin í þessa hávaðabelgi okkar 130 grain. Ég ákvað að notast við Nosler kúluna vegna þess að ég las einhverntíman grein eftir dýralækna sem fjallaði um það afhverju sum lungnaskotin dýr dyttu niður eins og "skotin" en önnur ekki. Niðurstaða þeirra var að þegar kúlur rofna inn í dýrinu þá skella stundum kúlubrot í taugaknippunum sem að eru þarna í búkholinu og þegar það gerist lamast dýrið snögglega og missir meðvitund og nær henni aldrei aftur, þar sem því hefur blætt út áður. Þetta hefur þá gerst hjá mér síðastliðið sumar þar sem Veiðimeistarinn spurði mig hvort ég hefði skotið beljuna í hausinn þar sem hún féll um leið. Svo eru aðrir sem þola þessa kúlu ekki og finnst hún skemma kjöt ofl. Hver hefur sína sérvisku í öllu því sem að þetta sport okkar kemur nálægt.
Þegar maður Googlar 270 reloading, þá poppar upp þessi þráður frá Chuck Hawks sem að helt því fram til langs tíma að #Hver sem spurningin er, þá er svarið alltaf 270 Win# :lol: :lol:
http://www.chuckhawks.com/270win.htm

Svo af því að menn eru alltaf að velta því fyrir sér hvaða púður á að nota og flestar af þeim hleðslutölum sem að gefnar eru upp á netinu eru með amerísku púðri, í þetta kalíber, þá er gaman að bera saman brunahraða púðurtegunda og sjá hvaða annað púður er líkast því sem talað er um í þræðinum og er hægt að kaupa hér á klakanum. En að því sögðu á maður auðvitað að fara eftir hleðslubók en ekki taka tölu af netinu trúanlega. Ein innsláttarvilla á netinu getur haft ansi alvarlegar afleiðingar.
Í greininni hans Chucks er talað um H4831(Hodgdon) og á þessum lista er VihtaVuori N160 næsta púður við, en það er einmitt púðrið sem að notað er í minn.
http://www.hodgdon.com/burn-rate.html
En þetta er nú bara svona til að hafa gaman af þessu, pæla smá og spá og spekúlera. Það er alltaf gaman að læra nýja hluti.

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

karlguðna
Póstar í umræðu: 6
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Hvaða púður ??

Ólesinn póstur af karlguðna » 31 Jan 2014 10:07

Kærar þakkir fyrir þetta Þorkell ,,, Chuck er alveg með þetta 270 rúlar :D :D :D H4831 púðrið var einmitt óskapúðrið á eftir vv160 en hvorugt fékkst,,, takk fyrir linkana,,
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

ísmaðurinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:101
Skráður:18 Feb 2012 17:10

Re: Hvaða púður ??

Ólesinn póstur af ísmaðurinn » 12 Feb 2014 21:52

fann þessa síðu og fannst hún nokkuð fræðandi :-)

http://www.frfrogspad.com/burnrate.htm
Lifa til að veiða, veiða til að lifa, það er lífið..

Sako 85 varmint laminated stainless 260rem með Vortex Viper 6-25X50 PST FFP mrad
Bergþór jóh...

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hvaða púður ??

Ólesinn póstur af gylfisig » 12 Feb 2014 23:50

Þessi 270 umræða er býsna lífseig.
Re 19 og Re 22 eru nothæf fyrir 130 grs kúlu. Einnig þessi Norma púður sem nefnd eru. Þetta stóra hylki þarf hægbrennd púður, eins og áðurnefnd. Myndi taka það púður sem fyllir hvað mest í hylkið. Re 19, Re 22, Norma 204, og Norma MRP, ásamt N 160 og N 165. Norma
MRP er gott púður, og myndi örugglega henta vel, en allt Norma púður er dýrt. Reyndar á pari við Re púðrin, sem eru góð lika. Mitt val yrði Re 22 eða Norma MRP. Ég myndi alls ekki reyna við 110 grs kúlu. Erfiðara að fá riffilinn til að skjóta henni vel, amk samkv. minni reynslu. Varðandi dældir í hylkjumnum.. þá áttu einungis að smyrja bol hylkisins létt. Ekki hálsinn eða axlirnar. Nóg að setja feiti á 3ja hvert hylki eða svo. Ath. ekki smyrja axlir eða háls.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Svara