Léttar vargkúlur í 6.5 með hröðu twisti

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Léttar vargkúlur í 6.5 með hröðu twisti

Ólesinn póstur af maggragg » 10 Feb 2014 16:59

Jæja

Ætla að henda inn einni spurningu til ykkar sem eruð í varginum. Ég hef nú alltaf verið í þungu kúlunum og því aldrei spáð í þeim léttu en ég er að spá í hleðslu fyrir 6.5x55 sem eingöngu er ætluð í varg, ref þá aðalega.

Þetta er mauser með twisti 1/8.5"

Hvað getur maður leyft sér að fara niður í léttar kúlur og hvað má þvinga þær hratt? Og hvað er að virka best?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Léttar vargkúlur í 6.5 með hröðu twisti

Ólesinn póstur af Gisminn » 10 Feb 2014 18:02

Sæll Magnús ég get bara lagt inn smá reynslu af mínum 6,5x55 en hann er með 8 í twist og ég var að ná svaka góðum árangri með 100gr nosler Bt
100 graina Nosler BT Norma hylki 49gr N160 COL Með Hólk 62,2mm þú kannski sérð hraðan í QL er með 22" hlaup
Þetta var sérstaklega hannað með rebba í huga ;)
Síðast breytt af Gisminn þann 10 Feb 2014 19:32, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Léttar vargkúlur í 6.5 með hröðu twisti

Ólesinn póstur af gylfisig » 10 Feb 2014 18:28

9 twist hjá mér. Nota 120-123 grs kúlur í 6,5x47 og finnst það hentug þyngd fyrir bæði 6,5x55 og 6,5x47.
Ég reyndi léttari kúlur en mér fannst nákvæmnin alls ekki eins góð.
Í 6,5x55 hef ég verið að hlaða 47-49 grs af N-160 með 120 nosler bt.
Vargfugl fer alveg í döðlur með 120 grs nosler bt og 123 grs A max úr þessum kaliberum.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Léttar vargkúlur í 6.5 með hröðu twisti

Ólesinn póstur af maggragg » 10 Feb 2014 19:03

Af því sem er í boði í verslunum í dag, á lager er nú ekki mikið en ég var að spá hvort að 95gr v-max væri of létt til að virka. Myndi hún þola hraðan ef 6.5x55 er hlaðið við fulla getu? Og mætti búast við ásættanlegri nákvæmni?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Léttar vargkúlur í 6.5 með hröðu twisti

Ólesinn póstur af Gisminn » 10 Feb 2014 19:38

Ja ef ég næ góðum árangri með 8 twisti og 100gr get ég ómöglega séð annað en þú eigir að ná fínum með 95gr og 8,5 Twisti
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Pálmi
Póstar í umræðu: 1
Póstar:119
Skráður:13 Mar 2012 19:40

Re: Léttar vargkúlur í 6.5 með hröðu twisti

Ólesinn póstur af Pálmi » 10 Feb 2014 22:20

Er með 6,5x47 með 8,5 tvist og er að nota 100 scenar á 3100 fps með góðri nákvæmni.
En svo er það spurning hvað er ásættanleg nákvæmni, fyrir mig í tófu þarf þetta að vera hálftommu (á 100m) riffill til að vera í lagi.Prófaðu 160 eða 560 púður, og kúlnasetning er nr 1-2-3 og þessir gömlu Mauserar eru með mjög langt þrót þannig að ekki vera stífur á bókina í þeim efnum.
Kv. Pálmi S. Skúlason

When discussing caliber, Dead is dead and it’s not worth arguing about.

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Léttar vargkúlur í 6.5 með hröðu twisti

Ólesinn póstur af maggragg » 10 Feb 2014 22:29

Takk fyrir þetta. Mauserinn hefur verið að skila um 1/2 MOA hingað til og það er það sem ég miða við. Ég þekki hvað hálsinn er langur á mauser svo að þegar maður er kominn með púðrið, þá er það setningin sem þarf að fiffa :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Sveinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Léttar vargkúlur í 6.5 með hröðu twisti

Ólesinn póstur af Sveinn » 10 Feb 2014 22:43

Hér er ágæt yfirferð um snúningshraða á kúlu, sem þú hefur kannski kíkt á:
http://bulletin.accurateshooter.com/200 ... stability/

"Ríkis"twistið í 6.5x55 (1:8) getur verið of hratt fyrir 100 gr kúlur í heitum hleðslum upp á nákvæmni að gera, ein af ástæðunum fyrir því að hægari hleðslur í léttum kúlum eru nákvæmari í þessu hylki, allavega miðað við þetta twist. Hér er annar linkur sem útskýrir Twist Rate Stability Calculator á Berger síðunni:

http://bulletin.accurateshooter.com/201 ... alculator/

Talað um Stability Gyroscopic Factor (SG) eigi að vera a.m.k. 1,5 en hann er yfir 2,5 m.v. 100 gr Nosler BallTip og 3100 fps, lækkar í 2,2 við 8,5 twist. Hef ekki séð neitt max gildi fyrir SG, bara lágmarks (1,5).

120 gr er allavega nákvæmari (og vindþolnari) í mínum 6.5x55 (1:8) en 100 gr en sú seinni er auðvitað flatari. Berger mælir með 1:9 fyrir sína 120 gr kúlu í 6,5 mm.

Þú ert allavega betur settur en við hinir sem búum við 1:8 twist...
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Léttar vargkúlur í 6.5 með hröðu twisti

Ólesinn póstur af E.Har » 12 Feb 2014 13:16

v-max 95 gr
Hornadey 100 gr

Mér hefur samt ekki gengið neitt sérlega vel að stbilera þær er með 6,-284 Blaser og sendi þær út 3300-3400 fetum!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Svara