Prófanir og hleðsla haglaskota

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
Freysgodi
Póstar í umræðu: 4
Póstar:58
Skráður:20 Sep 2013 22:46
Fullt nafn:Jón Valgeirsson
Prófanir og hleðsla haglaskota

Ólesinn póstur af Freysgodi » 15 Mar 2014 23:03

Sælir,

Langar að deila með ykkur smá yfirliti yfir "dýptarmælingar" mínar á ýmsum haglaskotum. Mælingarnar fóru þannig fram að skotið var á símaskrá (höfð í sérstakri "hillu" með góðum bakstuðningi) af 40 yarda færi með improved modified þrengingu. Hverri tilraun var framkvæmd a.m.k. tvisvar. Talningar fóru þannig fram að höglum sem voru innan við eina tommu frá brún skrárinnar var sleppt en öll önnur högl voru talin (oftast á bilinu 15-25 högl per símaskrá, eftir haglastærð). Reiknað var meðaltal dýptar (í blaðsíðum) og reiknað staðalfrávik og hlutfallslegt staðalfrávik (RSD). RSD var yfirleitt einungis í kringum 10% og mun minni breytileiki var á milli tilrauna (þ.e.a.s. þegar samskonar skot var endurtekið) en ég bjóst við. Ég prófaði einnig að skjóta samtímis á tvær símaskrár þar sem ein skrá var í miðju mynstrinu en ein utarlega. Enginn munur var í meðaldýpt hagla við þær prófanir (ég hélt e.t.v. að höglin við jaðrana færu grynnra en svo var ekki).

Eins og búast mátti við þá er haglastærð sá þáttur sem mestu skiptir varðandi dýptina - stærri höglin fara dýpst. Líklega fara léttari hleðslur líka dýpra en þyngri - en ekki er jafn augljóst að sýna fram á þann mun, enda var ég f.o.f. að kanna skot frá mismunandi framleiðendum.

Skemmtilegast er svo að heimahleðslurnar mínar fóru dýpst af öllum skotunum - en nota bene þá eru þetta einu skotin í haglastærð 2 sem voru undir 50g hleðslu sem voru prófuð.



Gerð Haglastærð Þyngd Hylki Dýpt RSD
Hlaðið 3,8 mm 42 g 76 mm 492 bls 9%
Hlaðið 3,8 mm 46 g 76 mm 485 bls 12%
Keypt 3,8 mm 53 g 76 mm 415 bls 9%
Keypt 3,8 mm 50 g 76 mm 397 bls 12%
Keypt 3,6 mm 50 g 76 mm 395 bls 11%
Keypt 3,3 mm 36 g 70 mm 363 bls 11%
Keypt 3,3 mm 42 g 70 mm 355 bls 9%
Keypt 3,9 mm 55 g 76 mm 348 bls 9%
Keypt 3,5 mm 50 g 76 mm 348 bls 11%
Keypt 3,5 mm 42 g 70 mm 347 bls 11%
Keypt 3,3 mm 42 g 70 mm 346 bls 13%
Keypt 3,3 mm 42 g 70 mm 343 bls 11%
Keypt 3,1 mm 36 g 70 mm 338 bls 9%
Keypt 3,3 mm 42 g 70 mm 335 bls 8%
Keypt 3,3 mm 50 g 76 mm 317 bls 7%
Keypt 3,3 mm 42 g 70 mm 316 bls 11%
Keypt 3,5 mm 52 g 76 mm 312 bls 15%
Keypt 3,3 mm 50 g 76 mm 308 bls 16%
Keypt 3,3 mm 42 g 70 mm 291 bls 11%
Keypt 2,8 mm 36 g 70 mm 250 bls 13%

kveðja,

J ó n V

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Prófanir og hleðsla haglaskota

Ólesinn póstur af Gisminn » 16 Mar 2014 10:52

Gaman að sjá að menn eru að skoða þetta en ég er að spá í þessu RSD staðalfrávik skil ég það rétt? Eru það þá frávik í dýpt og gaman að sjá að þessi 50+ eru sennilega farin að aflaga höglin eða hraðinn verður ekki nægur fyrir þennan þunga af höglum
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Freysgodi
Póstar í umræðu: 4
Póstar:58
Skráður:20 Sep 2013 22:46
Fullt nafn:Jón Valgeirsson

Re: Prófanir og hleðsla haglaskota

Ólesinn póstur af Freysgodi » 16 Mar 2014 12:56

Sæll

RSD stendur fyrir relative standard deviation, eða hlutfallslegt staðalfrávik, og er einfaldlega staðalfrávikið deilt með meðaltalinu (RSD = St.dev / Mean) og gefið upp sem prósentutala.

Segja má (ef við gefum okkur að þetta sé normaldreift) að um 70% haglanna séu innan við eitt staðalfrávik frá meðaltali og 95% haglanna séu innan við tvö staðalfrávik. Ef við tökum fyrstu línuna sam dæmi, þá er meðaltalið 492, hlutfallslegt staðalfrávik er 9%, sem þýðir 44 (9% x 492 = 44) - svo að í þeirri tilraun voru 70% haglanna á milli blaðsíðina 448 (492 - 44) og 536 (492 + 44). 95% haglanna í sömu tilraun eru svo +/- tvö staðalfrávik, eða á milli blaðsíða 404 og 580.

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Prófanir og hleðsla haglaskota

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 16 Mar 2014 15:14

Af hverju kemur þú þessu ekki frá þér á manna máli og segir okkur hvaða skot eru best, næstbest og lélegust og allt þar á milli.

það heitir fyrsta, annað og þriðja sæti á íþrótta máli
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

Freysgodi
Póstar í umræðu: 4
Póstar:58
Skráður:20 Sep 2013 22:46
Fullt nafn:Jón Valgeirsson

Re: Prófanir og hleðsla haglaskota

Ólesinn póstur af Freysgodi » 16 Mar 2014 18:17

Góðu skotin mín voru best, lélegri skotin mín næst best, en ég vil ekki "nafngreina " önnur skot.

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 1
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Prófanir og hleðsla haglaskota

Ólesinn póstur af 257wby » 16 Mar 2014 18:36

Sæll Jón "Freysgoði"
Þetta minnir mig að prófun sem Indriði "bowtech" Grétarsson gerði fyrir 2-3 árum síðan.
Gæti verið gaman fyrir ykkur að bera saman bækur ykkar við tækifæri :)

kv.

Guðmann

Es. Og svo að ég taki nú að mér verk veiðimeistarans, endilega kláraðu skráninguna þína hér inni svo að menn viti betur deili á þér ;)
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

Freysgodi
Póstar í umræðu: 4
Póstar:58
Skráður:20 Sep 2013 22:46
Fullt nafn:Jón Valgeirsson

Re: Prófanir og hleðsla haglaskota

Ólesinn póstur af Freysgodi » 16 Mar 2014 20:31

Sæll

Já þetta er sama prinsip og menn hafa notað áður. Þó er ég ekki viss um að menn hafi nennt að telja öll höglin í hverri skrá - enda leiðinlegt verk.

kveðja,

J ó n V a l g e i r s s o n

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Prófanir og hleðsla haglaskota

Ólesinn póstur af E.Har » 17 Mar 2014 09:00

Frábært.
Ég gerði svipaðar prófanir fyrir yfir 20 árum :-)
Tók einnig dreyfinguna fyrir. það er að segja patterns skaut, og taldi út og notaði mökk af bylgjupappír í það :-)
Tók að vísu færri skot fyrir en þú. Skrifaði einhvað um það í fréttabréf Skotvís en birti ekki frekar :roll:

Sveinbjörn það er eginlega ekki hægt að segja hvaða skot eru best út frá svona það er fleirra sem spilar inní. Það er hægt að segja hvaða skot hafa mestan slagkraft og vantar orð yfir penetraciun. Sem er allt allt annað. :mrgreen: TD dugar hal no 6 til að brjóta vængbein á grágæs á 30 metrum!

En þetta er flott pæling. :D
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Svara