Hylki sem festist í dæja

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
iceboy
Póstar í umræðu: 4
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:
Hylki sem festist í dæja

Ólesinn póstur af iceboy » 18 Mar 2014 20:45

Sælir.

Ég er í smá vandræðum, þannig er mál með vexti að ég ætlaði að hlaða nokkur skot.
Þegar ég fór að pressa hylkið í dæjann þá fannst mér það mjög stift í.
Svo ég tók hylkið úr og prófaði 2 önnur hylki.
Ég fór aðeins lengra með 3 hylkið og þá sat allt fast, svo fast að þegar ég ætlaði að ná hylkinu út aftur þá slitnaði brúnin af hylkinu og hylkið fast í dæjanum.

Hylkin eru ekki stíf í rifflinum svo ég er að spá i hvort að skothúsið sé bara svona stórt í rifflinum? Að málið sé bara að nekka hylkin?

Eða er eitthvað annað að hjá mér?

Ég hlóð nokkur skot í annað cal og þar virkaði allt eins og það á að gera, og ég gerði allt nákvæmlega eins með bæði cal svo ég held að það sé ekki endilega eitthvað sem ég er að gera vitlaust, en maður veit svosem aldrei

Allar hugmyndir vel þegnar
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Hylki sem festist í dæja

Ólesinn póstur af sindrisig » 18 Mar 2014 22:10

Sæll.

Gætir verið að ýta hylkinu of langt upp í dæjan, nær shell holderinn alveg upp í dæjan eða bara næstum því?

Smurning er góð, sama í hvaða form er farið.

Nú ef allt er stóra stopp þá eru nokkrir möguleikar í stöðunni

Ná sér í pinna sem kemst niður um hálsinn á hylkinu og berja það úr (gætir þurft að hita dæjann til að hjálpa hamrinum við að berja það úr).

Snitta hvellhettugatið og skrúfa það úr (það er til t.d. hjá Hornady hentugt kit)

Nota hugmyndaflugið og þau verkfæri sem þú ert með, ath að það er ekki neitt gáfulegt að reka skrúfjárn meðfram hylkinu og veggnum á dæjanum, skemmir bara dæjan.

Fara með dæjan með hylkinu í til byssusmiðs eða rennismiðs sem veit hvað hann er að gera og fá hann til að ná hylkinu úr.

Ekki ertu að hlaða bandað hylki, eins og rem mag., er það, skiptir s.s. engu máli bara forvitni
Sindri Karl Sigurðsson

iceboy
Póstar í umræðu: 4
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Hylki sem festist í dæja

Ólesinn póstur af iceboy » 18 Mar 2014 22:17

Ég er búinn að fá ágætar ráðleggingar sem ég ætla að prófa á morgun.

Ég er nu bara að hlaða í 243 en hylkið festist þegar um fjorðungur var eftir úti, ja allavega góður cm.

Ég snittaði hvellettu stæðið og setti bolta i það til að ná þessu úr.
Þetta drasl sat sko fast í ;)

En skelli hérna inn ef þetta virkar á morgun
Árnmar J Guðmundsson

joivill
Póstar í umræðu: 1
Póstar:46
Skráður:26 Jun 2012 20:01

Re: Hylki sem festist í dæja

Ólesinn póstur af joivill » 18 Mar 2014 23:24

Árnmar það er senni lega of heit hleðsla , þá fer málmurin í hylkinu ekki til baka fer yfir þenslumörkin, þeir geta verið varasamir í hleðslu 243, og smirja vel, komdu með dian ef þú ert í vandræðum
Kv Jói byssusmiður
Jóhann Vilhjálmsson byssusmiður
www.icelandicknives.com
j.vilhjalmsson@simnet.is

iceboy
Póstar í umræðu: 4
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Hylki sem festist í dæja

Ólesinn póstur af iceboy » 19 Mar 2014 10:13

Jæja þetta virkaði eins og það á að gera og þakka ég Gylfa fyrir ráðleggingarnar.

Málið er það að ég var að nota one shot case lube sprey og það virðist ekki loða nógu vel við hylkin, allavega þá virðast þau ekki vera nógu vel smurð og þessvegna sat allt fast.

Ég notaði í dag hornady feiti sem ég á, svona þykka feiti.

Þá virkaði þetta allt mjög vel og eins og það á að gera, svo ég mun bara nota feitina héreftir
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Hylki sem festist í dæja

Ólesinn póstur af sindrisig » 19 Mar 2014 21:15

Býst við að þú eigir við Unique case lube. Gaman að segja frá því að þetta stuff er lítið mál að framleiða hér heima úr minkafitu + smá hjálparefnum http://www.hornady.com/assets/files/msd ... e_MSDS.pdf

Kv.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hylki sem festist í dæja

Ólesinn póstur af gylfisig » 19 Mar 2014 21:33

Það var nokkuð auðvelt að gera sér grein fyrir hvað var að þarna.
Hvet þá sem eru að byrja að hlaða, að hika ekki við að spyrja þá sem eru lengra komnir.
Það margborgar sig, i stað þess að standa í einhverjum vafasömum tilraunum, sem skila kannski ekki tilætluðum árangri, og gætu að auki hugsanlega verið hættulegar.
Ég teldi best að þeir sem þurfa á upplýsingum/hjálp varðandi hleðslur og hleðsluvandamál,myndu alls ekki hika við að koma með spurningar sínar hér.
Síðast breytt af gylfisig þann 19 Mar 2014 23:11, breytt í 1 skipti samtals.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

iceboy
Póstar í umræðu: 4
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Hylki sem festist í dæja

Ólesinn póstur af iceboy » 19 Mar 2014 22:01

Já ég er sammála þér Gylfi með að menn eiga að spurja.
Mér var seld þessi olía og átti að virka vel, mér finnst hún bara ekki loða við hylkin, en feitin gerir það hinsvegar.

Mér finnst það ómetanlegt að geta leitað til ykkar hérna sem eru reynslumeiri.

Kosturinn hérna líka með þvi að skrifa undir nafni, frekar en bara með nikki sem menn kannski breyta reglulega, er að það er auðvelt að sjá með þvi að fylgjast aðeins með því sem fólk er að skrifa, hverjum hægt er að taka mark á.

Hérna hafa menn verið allir af vilja gerðir með að svara þeim spurningum sem ég hef haft og það finnst mér frábært.

Og maður fær aldrei á tilfinninguna að maður sé algjör sauður að spyrja asnalegra spuninga, menn halda þá allavega því aliti bara fyrir sjálfan sig :lol:

en ég skipti allavega yfir í feitina og er buinn að dunda mér við að hlaða í nokkur cal í dag með mjög góðum árangri :-)
Árnmar J Guðmundsson

Svara