Síða 1 af 1

"Hitarákir" á kúlum?

Posted: 21 Mar 2014 17:31
af Árni
Titillinn kannski rangur en ég kann ekki íslenska orðið yfir svona.
Langaði að spyrja fróðari menn hvort þetta skipti einhverju máli?
Hvort þær eru stamari svona eða eitthvað þessháttar

Hef aldrei lent í þessu áður. Þeas að fá svona kúlur uppúr pakkanum.

Re: "Hitarákir" á kúlum?

Posted: 21 Mar 2014 18:27
af Gisminn
Sæll hvað sögðu þeir í Hlað ég hef ekki séð svona áður.

Re: "Hitarákir" á kúlum?

Posted: 21 Mar 2014 18:56
af gylfisig
Varstu að kaupa þetta nýlega, eða ertu búinn að eiga þessar kúlur einhver ár?
Hef séð svona í pökkum hjá mér, sem ég er búinn að eiga talsvert lengi, og hef opnað, og handleikið kúlurnar í þeim. Þá virðist eins og "falli á þær" með tímanum.

Re: "Hitarákir" á kúlum?

Posted: 21 Mar 2014 19:04
af maggragg
Ég keypti pakka af 120 gr. Nosler BT í 6.5 um daginn og veitti því athygli að kúlurnar voru einmitt svona, óvenjulegt og hef ég ekki séð svona áður á kúlum beint úr pakkanum. En efast um að það hafi einhver áhrift á gæði þeirra.

Annars ef einhver vill kaupa 50 stk af þessum kúlum þá eru þær falar hjá mér. Ætla að nota aðra gerð...

Re: "Hitarákir" á kúlum?

Posted: 21 Mar 2014 19:24
af sindrisig
Það er nú alveg eins og þær hafi orðið fyrir of miklum hita, það lítur út fyrir það. Ekki hef ég hugmynd um hvort það breytir eitthvað nákvæmni kúlunnar eða slíkt.

Það væri kannski réttast að þú héldir nokkrum eftir og gerðir samanburð á blámuðum og venjulegum kúlum, svona fyrir okkur hina sem eiga kannski eftir að lenda í svipuðu.

kv.

Re: "Hitarákir" á kúlum?

Posted: 21 Mar 2014 20:37
af Árni
Já þetta er nákvæmlega 120 gr. Nosler BT sem ég keypti fyrir ca 2 vikum.

Ælta að heyra í hlað fyrst með þetta eftir helgi, sjá hvað þeir segja.

Re: "Hitarákir" á kúlum?

Posted: 21 Mar 2014 20:52
af Gisminn
Maður verður sem sagt að fá að kíkja í pakkann áður en maður kaupir :twisted:

Re: "Hitarákir" á kúlum?

Posted: 21 Mar 2014 21:08
af Jenni Jóns
Er þetta ekki efnahvarf sennilega hafa kúlurnar ekki verið alveg þurrar þegar þær fóru í pakkann

Re: "Hitarákir" á kúlum?

Posted: 21 Mar 2014 23:14
af sindrisig
Tja. Þurrar hafa þær örugglega verið miðað við myndina en mynd segir ekki allt er það?

Það er ekkert sem heitir spangsræna á þessu, í fjarskafallegum myndum, þarna virðist vera blámi og slíkt í gangi og það gerist ekki nema með hitun og ofgnótt er notuð.

Re: "Hitarákir" á kúlum?

Posted: 22 Mar 2014 07:03
af karlguðna
Sælir ,,, hef séð það sama hjá mér en bara eftir að ég hef handleikið kúlurnar með olíu á fingrunum .
:geek:

Re: "Hitarákir" á kúlum?

Posted: 22 Mar 2014 08:38
af Jenni Jóns
Ég á mjög erfit með að sjá fyrir mér að kúlurnar hefðu getað orðið svona útaf hita án þess að breyta um lögun, tel mun líklegra að þær hafi einhver mistök varðandi þrif og eða þurrkun á þeim eftir framleiðslu.
ég er nokkuð vissum að koparinn í þessum kúlum á mjög erfit með að mynda spansgrænu, en kopar verður fyrst dökkur þegar hann oxast áður en spansgræna myndast.
Ég held að þú ættir að ath hvort þú fær ekki að skila þessum kúlum, miða við standardinn sem Nosler gerir til starfsmanna þá hljóta þeir að gera sömu kröfur til framleiðslunar hjá sér.

"Nosler, Inc. has a ”Standard of Excellence” code. The Company expects all its personnel to maintain a neat and clean appearance. As part of this commitment, we reserve the right to expect all male personnel to follow the company guidelines regarding hair length, which is not to exceed below the collar. Pony tails or longer hair is not allowed. Mustaches and beards are allowed but must be kept neatly trimmed. In addition, visible body piercing on male or female employees is not allowed (this includes tongue rings, nose studs, eyebrow piercings, etc.). " tekið af heimasíðu Nosler.

Re: "Hitarákir" á kúlum?

Posted: 25 Mar 2014 23:19
af Árni
Hérna er svarið sem ég fékk frá Nosler.
Ég prufaði að reyna að nudda þetta af með þurri tusku en það gekk illa.
Eftir að ég vætti aðeins í henni gat ég náð þessu af með illu móti þó, er satt að segja bölvað puð!

Hello Arni,

What you see is the copper jacket reacting to a chemical used during the recycling of cardboard. Those boxes where made from recycled cardboard which has trace elements of that particular chemical, the tarnish or coloring will rub off in your hand or a cloth. I has no effect on the bullets performance it’s just a visual thing. We have sense changed the cardboard used in the production of our boxes, so this is only found in a small amount of the production in past use.

Thank You

Michael Seay
Customer Service
800.285.3701. ext:1046
mikes@nosler.com
Excellence...Integrity...Service