Hleðslubækur

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 28
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós
Hleðslubækur

Ólesinn póstur af Gisminn » 16 Feb 2012 13:05

Sælir ég er að velta fyrir mér hvort maður þurfi að eiga helst bók frá hverjum framleiðanda sem er að framleiða kúlur.
Td hornardt hleðslubókina ef mig langar að nota þær kúlur.
Vihtavuori bókina ef ég ætla að nota kúlur frá lapua .
Og svo Norma bókina og svo framvegis.
Hversvegna spyr ég jú vegna þess að ég er að leita að hleðslu upplýsingum fyrir 87-95gr veiðikúlu í 243 riffil með 9,25 tvist sem sagt ekki með hefðbundið 10. Hann vill ekki sjá 70gr nosler td er mög góður með 75gr V-Max Gaf góða svörun með 95 Nosler en vill ekki sjá 95 Berger.
Og svo er ég með 6,5x55 með 8 í tvist góður með 120 nosler en mig langar að prufa eitthvað nýtt eins og Berger 140gr Match Hunting VLD eða flotta veiðikúlu frá öðrum framleiðanda.
Hef verið að nota N140 og 160 fyrir 243 og 160 fyrir 6,5x55 en grunar að ég þurfi N550í viðbót og Ameríst fyrir 243.
kveðja ÞH
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

gylfisig

Re: Hleðslubækur

Ólesinn póstur af gylfisig » 16 Feb 2012 22:27

Sælir.
Er að spá í það hvort það er pláss hér á þessu spjalli fyrir vitleysing eins og mig? :D

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 22
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hleðslubækur

Ólesinn póstur af maggragg » 17 Feb 2012 09:50

Sæll Gisminn.

Það er aldrei slæmt að eiga margar hleðslubækur. Ég nota mest VW bæklinginn og svo QuickLoad. Sem er n.b. algjör snilld. Maður sleppir þó aldrei að eiga hleðslubækur með til að stemma af það sem QL gefur manni. Ég er sjálfur að spá í að eiga fleirri hleðslubækur, en ég held að maður þurfi ekki að eiga frá öllum framleiðendum endilega.

Varðandi 140 gr. berger þá virkar N560 mjög vel með löngum hlaupum en brennur frekar heitt, N165 er líka fínt og er eitt "kaldasta" púðrið ef þér er mjög umhugað um hlaupendingu :) Þyngri kúlurnar vilja hægari púður, eða þannig nær maður hámarkshraða m.v þrýsting. Í þessu hef ég mikið notað QL og látið það reikna út fyir mig hvaða púður hentar best fyrir ákveðna hlauplengd og kúlu (þá er kúlusetning með í því). Þá fæ ég lista yfir þau púður sem skila mestum hraða án þess að fara yfir hámarksþrýsting.

Þetta er svona týpical útprentun úr QL þegar ég læt hana finna út optimal púður fyrir samsetningu:
Cartridge : 6.5 x 55 Swedish
Bullet : .264, 140, Berger VLD
Cartridge O.A.L. L6: 3.150 inch or 80.01 mm
Barrel Length : 27.0 inch or 685.8 mm

Predicted Data for Indicated Charges of the Following Powders.

Matching Maximum Pressure: 48225 psi, or 332 MPa

or a maximum loading ratio or filling of 102 %

These calculations refer to your specified settings in QuickLOAD 'Cartridge Dimensions' window.
C A U T I O N : any load listed can result in a powder charge that falls below minimum suggested
loads or exceeds maximum suggested loads as presented in current handloading manuals. Understand
that all of the listed powders can be unsuitable for the given combination of cartridge, bullet
and gun. Actual load order can vary, depending upon lot-to-lot powder and component variations.
USE ONLY FOR COMPARISON !

19 loads produced a Loading Ratio below user-defined minimum of 90%. These powders have been skipped.

Powder type Filling/Loading Ratio Charge Charge Vel. Prop.Burnt P max P muzz B_Time
% Grains Gramm fps % psi psi ms
--------------------------------- -----------------------------------------------------------------
ADI AR 2209 92.7 44.8 2.90 2759 98.1 48225 10879 1.409
ADI AR 2213 96.1 47.1 3.06 2793 96.9 48225 11549 1.402
ADI AP 2214 100.5 50.6 3.28 2788 97.1 48225 11634 1.399
Hodgdon H4831 SC 95.6 46.9 3.04 2734 95.7 48225 10890 1.415
Accurate 4350 91.8 42.6 2.76 2734 100.0 48225 10129 1.457
Vihtavuori N165 98.7 47.4 3.07 2714 98.5 48225 10369 1.431
Accurate MAGPRO 97.3 50.2 3.25 2817 95.2 48225 12239 1.417
Vihtavuori N560 96.6 47.9 3.10 2824 96.6 48225 12075 1.410
Ramshot Magnum (Big Boy) 100.4 51.9 3.36 2830 97.6 48225 12222 1.401
Alliant Reloder-19 93.1 45.2 2.93 2757 98.1 48225 10939 1.419
Alliant Reloder-22 96.8 47.5 3.08 2806 98.3 48225 11667 1.417
Bofors RP4 ~approximation 91.1 44.2 2.87 2732 97.9 48225 10608 1.422
Bofors RP14 ~approximation 93.8 45.5 2.95 2751 98.1 48225 10880 1.419
Bofors RP5/NP ~approximation 96.8 47.5 3.08 2806 98.3 48225 11667 1.417
Somchem S385 92.9 45.8 2.97 2725 98.8 48225 10536 1.444
Norma MRP 95.2 48.2 3.12 2841 99.3 48225 11971 1.412
Hodgdon H4831 99.5 46.9 3.04 2734 95.7 48225 10890 1.415
PB Clermont PCL 517 100.3 51.9 3.37 2829 97.6 48225 12213 1.401
Vihtavuori N160 98.2 45.7 2.96 2688 96.8 48225 10185 1.428
Lovex S070 91.6 43.7 2.83 2723 99.9 48225 10181 1.454
Raufoss RA4 91.1 44.2 2.87 2732 97.9 48225 10608 1.422
IMR 4831 96.0 44.6 2.89 2737 99.8 48225 10379 1.442
IMR 4350 92.5 43.0 2.78 2714 97.2 48225 10396 1.427
IMR 7828 100.8 47.5 3.08 2808 97.1 48225 11695 1.402
IMR 7828 SSC 95.4 47.5 3.08 2808 97.1 48225 11695 1.402
Rottweil R904 91.7 43.9 2.84 2701 96.9 48225 10287 1.426
Rottweil R905 97.9 47.1 3.05 2768 96.5 48225 11286 1.420
Raufoss RA15 96.8 47.5 3.08 2806 98.3 48225 11667 1.417
Winchester WXR 99.4 47.7 3.09 2805 98.2 48225 11684 1.417
Somchem S365 90.6 43.7 2.83 2756 100.0 48225 9873 1.434
Accurate 3100 102.0 46.8 3.03 2707 99.6 47340 10358 1.472
Alliant Reloder-25 102.0 49.2 3.19 2824 100.0 47092 11617 1.418
Norma MRP 2 102.0 49.5 3.21 2740 96.4 42851 11968 1.492
Hodgdon H1000 102.0 49.0 3.17 2676 95.5 42767 11157 1.481
Vihtavuori N170 102.0 49.0 3.17 2533 87.4 39231 10359 1.585
Vihtavuori 24N41 102.0 52.7 3.42 2541 80.9 39127 10781 1.557
Hodgdon Retumbo 102.0 49.8 3.22 2616 97.1 37005 11652 1.584
ADI AR 2218 102.0 52.7 3.42 2560 84.6 36857 12055 1.589
Hodgdon US 869 102.0 52.7 3.42 2464 84.1 33497 11013 1.659
Hodgdon H870 102.0 51.1 3.31 2503 87.5 33079 11473 1.664
Hodgdon 50BMG 102.0 50.2 3.26 2368 72.5 32278 9822 1.702
PB Clermont PCL 513/520/9520 102.0 50.6 3.28 2262 77.8 27610 9466 1.802
Vihtavuori 20N29 102.0 53.3 3.45 2258 75.6 27400 9730 1.826
Accurate 8700 102.0 50.7 3.28 2229 77.4 27021 9325 1.815
NC A3502 ,test only 102.0 48.4 3.14 2088 53.8 26619 7008 1.865
TLP A 502(RH) ,test only 102.0 48.4 3.14 2067 58.3 24891 7483 1.915
V1734 7-multiperf ,test only 102.0 48.4 3.14 1491 26.7 14182 3450 2.467
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 22
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hleðslubækur

Ólesinn póstur af maggragg » 17 Feb 2012 09:55

gylfisig skrifaði:Sælir.
Er að spá í það hvort það er pláss hér á þessu spjalli fyrir vitleysing eins og mig? :D
Já Gylfi. Það held ég, væri bara gaman að hafa þig hér líka :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 28
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hleðslubækur

Ólesinn póstur af Gisminn » 17 Feb 2012 14:29

Vá takk maggragg og velkomin Gylfi minn.
Það er ekki ónýtt að hafa tvo snillinga hér til að leita í.
Mér er pínu umhugað um hlaupið en mig dauðlangar að prófa eitthvað annað en noslerinn og nota á gæs og þar sem Maggragg sýndi þarna flottar grúbbur með Berger 140 þá varð ég dálítið spentur fyrir henni :-)
Reyndi að panta quick load en það vill engin bekenna þorsteinn þarna úti og ef ég nota th þá kemur ekki sama nafn og á korti :-/
Kveðja ÞH
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 22
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hleðslubækur

Ólesinn póstur af maggragg » 17 Feb 2012 15:16

Hvar reyndirðu að panta QL, hjá Neconos eða í Evrópu?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 28
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hleðslubækur

Ólesinn póstur af Gisminn » 17 Feb 2012 16:27

Hjá Neconos fór í verslanirnar sem var vísað í hjá þeim og þar stóð hnífurinn í kúnni þegar ég reyndi að panta.
Er ekki sá besti þegar kemur að því að að reyna að skrifa á ensku svo ég sleppti því að senda þeim tölvupóst og ath þannig hvort ég næði að panta.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 22
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hleðslubækur

Ólesinn póstur af maggragg » 17 Feb 2012 17:26

Það er verra ef þú getur ekki keypt þetta hjá þeim úti vegna íslenskra sérstafa. Verður sennilega að senda þeim póst. Ég ælta að kaupa nýjustu útgáfuna af þeim fljótlega. Þetta er fyrir mig algjört þarfaþing í endurhleðslu og getur sparað manni gríðarlega mikla vinnu og pening.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 28
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hleðslubækur

Ólesinn póstur af Gisminn » 17 Feb 2012 17:39

Viltu láta mig vita ég gæti kannski bara verið með í pöntunini og dreift sendingarkostaðinum 8614449 eða eddaogsteini@simnet.is
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

gylfisig

Re: Hleðslubækur

Ólesinn póstur af gylfisig » 18 Feb 2012 11:59

Það vill nú svo til, að ég á QL á diskum (stolið) en ég lenti í vandræðum með að koma því inn í nýja tölvu hjá mér.
Ekkert mál í þeirri gömlu, en windows 7 var ekki að höndla það.
Fékk tölvugaur til að setja upp sýndardrif sem plataði quickloadið og nú get ég notað það þokkalega, en samt, einhverjir annmarkar,, ég get td ekki prenta út af forritinu.
Varðandi kúluumræðuna, þá er Nosler og Berger í nokkru uppáhaldi hjá mér. Nota td 120 Berger í 6,5 x 47 með afar góðum árangri. Einnig hefur 123 grs A max verið að koma sterk inn.

Ég er enn að átta mig á útliti síðunnar ykkar, og er að læra á hana. Finnst helst til of mikið af valmöguleikum í umræðunni.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 28
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hleðslubækur

Ólesinn póstur af Gisminn » 18 Feb 2012 14:30

Maggragg eða Gylfi væruð þið til í að skella fyrir mig í QL 120 noslerBT er með N160 49 gr á bak við og heildar lengdin er 75,09-75,15 mælt ofan á plastoddin
Ástæða fór að skjóta núna í nánast logni og frost -4 en kúlurnar voru úti um allt eða með öðrum orðum það hefur eitthvað breyst búin að vera að nota þessa formúlu og grúbban á 160 metrum verið í kringum 4cm en nú var hún 4,8cm-5,3cm á 100 metrunum eftir að fyrstu skotin á 169-0 sögðu mér að það væri eitthvað að 11cm milli þeirra.
Hef heyrt að riffill geti gert þetta eftir að hann er búin að skjóta sig til.Er búin að skjóta 320 skotum núna úr honum alltaf með 120gr Nosler.
Með von um góð viðbrögð.
Kveðja ÞH
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 22
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hleðslubækur

Ólesinn póstur af maggragg » 18 Feb 2012 15:33

Gylfi, þú getur smellt á yfirflokkin yfir þráðunum og þá geturðu séð alla virka þræði innan hans. T.d. ef þú smellir á skotvopn og græjur færðu lista yfir undirflokkana og svo alla þræði sem hafa verið stofnaðir þar nýlega, og sá sem svarað var síðast er alltaf efstur.

Neðst á forsíðunni sér maður nýjustu póstanna og jafnframt ef hægt að smella á tengla efst á forsíðunni "Sýna pósta sem ekki hefur verið svarað • Skoða ólesna pósta • Sýna nýja pósta • Sýna virkar umræður" og fá þannig yfirlit.

Ég sett þetta í flokka og svo undirflokka þannig að menn gætu rætt um það sem menn hafa áhuga á en þurfa ekki að vera í umræðum um annað. Þannig er efsti flokkurinn "Skotfélagið" ætlað öllu sem viðkemur skotfélaginu sjálfu og starfssemi þess. Svo er sér flokkur fyrir veiði og hún flokkuð niður, sér um græjur og skotvopn, sér um skotíþróttir og svo auglýsingar. Þetta er ákveðin tilraun sem byggir á því að menn séu í þeim flokkum sem menn hafa áhugasviðið en það sé ekki allt í einum hrærigraut. Þannig er hægt að vista t.d. skotvopn-graejur/ í favorits og fá þannig upp það spjall ef maður hefur mestan áhuga á endurhleðslu og græjum.

En Gylfi, endilega nýskráðu þig inn, það er mun þægilegra að pósta þannig. Þeir sem ekki eru skráðir geta skrifað pósta en þurfa samþykki vefstjóra til að verða birtir.

Vona að þetta útskýri betur vefin :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 22
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hleðslubækur

Ólesinn póstur af maggragg » 20 Feb 2012 22:21

Gisminn skrifaði:Maggragg eða Gylfi væruð þið til í að skella fyrir mig í QL 120 noslerBT er með N160 49 gr á bak við og heildar lengdin er 75,09-75,15 mælt ofan á plastoddin
Ástæða fór að skjóta núna í nánast logni og frost -4 en kúlurnar voru úti um allt eða með öðrum orðum það hefur eitthvað breyst búin að vera að nota þessa formúlu og grúbban á 160 metrum verið í kringum 4cm en nú var hún 4,8cm-5,3cm á 100 metrunum eftir að fyrstu skotin á 169-0 sögðu mér að það væri eitthvað að 11cm milli þeirra.
Hef heyrt að riffill geti gert þetta eftir að hann er búin að skjóta sig til.Er búin að skjóta 320 skotum núna úr honum alltaf með 120gr Nosler.
Með von um góð viðbrögð.
Kveðja ÞH
Hvað er hlauplengdin hjá þér? Er púðrið ekki þjappað í hylkið?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 28
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hleðslubækur

Ólesinn póstur af Gisminn » 21 Feb 2012 04:57

Sæll nú náðir þú mér í bólinu Ég er með Sako hunter 6,5x55 og bæklingurin segir að hlaupið sé 570mm
Hvað varðar hvort púðrið sé þjappað þá verð ég bara að játa að ég veit það ekki, Ég var með heildarlengdina fyrst 76mm en fannst grúbbam ver of stór svo ég setti kúluna neðar í 75,5 og grúbban þéttist svo ég prófaði 75 og það virtist virka vel.Grúbba á 160 metrum hefur verð þetta 3,2-3,9cm síðustu 5 skipti og fyrsta skot úr hreinum rifflinum 5-6cm hærra en öll skot þar á eftir.En það var sko allt annað uppi á teningnum þennan dag. Grúbban á 100 var 3,6cm nánast meðaltal þess sem ég gerði á 160. Ég tók bara þrjú skot því ég var búin að átta mig á að eitthvað var öðruvísi svo bakkaði ég um 50 metra og þá kom næsta áfall kúlan féll frá 100 metra núllpunkti alltof mikið. Ef ég nota miðkúlnagatið á 100 metrunum svona sem viðmið þá voru tvö göt hlið við hlið 2,9cm neðar og svo næstu 3 sem voru flott engin pappi milli gata en þau voru 5,8cm neðar en þessi miðkúla svo var síðasta kúlan svo ég skaut einu auka skoti og það lenti aðeins til hliðar en í sömu 5,8cm línuni. Sú grúbba var eðlilegri en samt ekki það var skrítið að sjá þessar tvær hæðarlínur.
Ég nánast bencaði þetta. Ég skaut eftir gömlum skeiðvelli liggjandi með tvífót og stóran sandpoka sem afturskeptið var látið sitja á og þannig stillt að kross í kíki og kross á blaði lægu eins.
Fyrstu uppgefnu tölurnar með lengd á milli kúlna í spurninguni áður eu vitlausar ég póstaði bara strax eftir æfinguna í sjokkinu en ferningarnir á blaðinu eru ekki tomma eins og ég hélt þeir reyndust aðeins minni
Kveðja
ÞH
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 22
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hleðslubækur

Ólesinn póstur af maggragg » 22 Feb 2012 11:54

Miðað við uppgefnar hleðsluupplýsingar, 49 gr af N160 á bak við Nosler Ballistic tip 120 graina í 6,5x55 og COL 75mm er hleðslan mjög heit. Það að setja kúluna 5 mm niður í hylkið eykur þrýstinginn mjög mikið en með COL 75mm er þrýstingurinn samkvæmt QL rúmlega 56000 pund, sem er meira en gefið er upp sem max í 6,5x55 orginal hylkinu. Ef þú værir með 80mm COL væri þrýstingurinn um 50000 pund rúmlega.
Jafnframt er samkvæmt QL magnið af púðrinu 108% af rúmmáli, semsagt það er vel þjappað í hylkið. Það verður að vera með mildari hleðslu þegar maður setur kúlun dýpra í þar sem það eitt og sér eykur þrýstinginn á skotinu. Þannig að ef 49 grein er max með 80 mm COL þá fer 49 grain með 75 mm COL langt yfir MAX
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 28
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hleðslubækur

Ólesinn póstur af Gisminn » 22 Feb 2012 15:58

Jahérna hér en er þá sierraHPBT kúlan svona miklu styttr en NoslerBT því Vihtavuori gefur upp COL 76,8mm og min 45,8 max 50,5 og ekki komið F þar fyrir aftan og COL 80 var ég búin að prófa með hörmulegum árangri grúbban var alveg Hella Hvolsvöllur með viðkamu í Fljótshlíð.
En ég ætla að prófa að taka kúlurnar úr og mínka hleðsluna niður í 48gn og byrja aftur með Col 76.6
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 22
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hleðslubækur

Ólesinn póstur af maggragg » 22 Feb 2012 16:16

Já, ég er eiginlega jafnhissa, þar sem kúlurnar eru svipað langar og það er gefið upp max 50grain í bæklingnum en niðurstöður QL segja samt 107% hleðsla, sem ætti að vera vel compressed. Í þessu tilfelli tek ég frekar mark á hleðslutölum bókarinnar, enda QL ekki fullkomið og aðeins notað til hliðsjónar, þótt oftast er það mjög nákvæmt. En held samt að það sé skynsamlegt að fara niður í 48 grain þegar þú minnkar COLið niður í 75 mm.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 28
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hleðslubækur

Ólesinn póstur af Gisminn » 22 Feb 2012 16:38

Já ég ætla að prófa það því ég er búin að læra fullt hér eins og þetta með að kúla hafi tvo töfra staðsetningar í hylki. Þetta skiptir mig svo miklu máli að geta tekið riffilinn og treyst því að á 100-200 metrum að þá eigi kúlan að vera innan þekts radíusar og fallið líka. Ég er mikið að skjóta gæs með rifflinum og þessi kúla má ekki hitta vitlaust þá er allt ónýtt,
En væri þú til í að gefa mér upp símann þinn í númerið 8614449
Ég er stundum alveg hrikalega stafablindur eins og þú hefur kannski orðið var við og ef ég þyrfti að skrifa heila ritgerð vegna spurningar þá er stundum betra að hringja :-)
Kveðja Þorsteinn Hafþórsson
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 22
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hleðslubækur

Ólesinn póstur af maggragg » 22 Feb 2012 21:26

Endurhleðsla og nákvæmnisskotfimi sem maður getur endalaust lært meira í, og eru margir miklu reyndari en ég í því. En miðað við það sem maður hefur kynnt sér þá er oft hægt að finna nokkar "stillingar" sem virka vel, kannski ein sem virkar betur en hinar.

Ég einmitt vill hafa hleðslurnar, og riffiluppsetninguna þannig að þær séu þannig að ég geti gengið að því vísu að ég hitti í fyrsta ef ég geri minn hluta. Þessvegna hef ég verið hrifinn af OCW hleðslutækninni. Ég hef þó bara þróað eina hleðslu með henni ennþá sem ég skrifað um á spjallinu. Hún hefur samt virkað mjög vel fyrir mig. Mig langar að prófa þessi Extreme púður frá Hogdon þar sem þau eiga eftir því sem gefið er upp að vera mjög þolin á hitabreytingar og það ásamt OCW hleðslu ætti að skila ennþá stabílli formúlu :) Riffillinn hjá mér er að ná að setja 1/2 MOA reglulega sem ég er mjög sáttur með, læt það nægja þegar ég er að þróa þessar hleðslur. Seinna fer maður örugglega að fikta við Benchrest, þegar við verðum komnir með alvöru Benchrest völl og maður á orðið efni á svoleiðis.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 28
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hleðslubækur

Ólesinn póstur af Gisminn » 25 Feb 2012 17:23

Heyrðu maggragg ég fór í dag eftir að hafa dregið kúlurnar út um smá þannig að COL var 76.6mm og 49gn af 160 á bakvið 120 NoslerBT
og þetta var árangurinn
Viðhengi
æfing 003.JPG
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Svara