Síða 1 af 1

Hraði á kúlu

Posted: 08 Apr 2014 20:58
af bjarniv
Sælir,

Gæti einhver hérna verið svo elskulegur og reiknað fyrir mig hraðann á þessari kúlu?
Púður N-160, 47grain
Kúla 129gr AB Long range
Kaliber 6,5x55
Hlaup 22 tommur.

Re: Hraði á kúlu

Posted: 08 Apr 2014 21:40
af G.ASG
Sæll

Með 79mm í heildarlengd er þetta að gefa 2684 fps.

Sem er bara fínt með svona stuttu hlaupi.

Kv. Gunnar

Re: Hraði á kúlu

Posted: 08 Apr 2014 22:11
af bjarniv
Takk fyrir þetta Gunnar!

Re: Hraði á kúlu

Posted: 11 Apr 2014 22:08
af karlguðna
en getur einhver reiknað þessa,,, 115 gr. sierra hpbt. cal 270. 52 gr. vv160. 24" hlaup

Re: Hraði á kúlu

Posted: 12 Apr 2014 00:32
af Sveinbjörn V
Ég þekki ekki til 270win.
En ég hef aldrei verið sáttur með útreikninga á N160 púðrinu í forritinu mínu
2683fps. miðað við col 83mm
Einungis 85.91% bruni á púðrinu og bara 35119 psi þrýstingur !
Það er einhver vitleysa í púður upplýsingunum fyrir N160 í QL V3,6

Rétt undir 3000fps. segir hér og er það mun líklegra.
http://www.lapua.com/en/products/reload ... odata/5/59

Hvernig eru þessar hleðslur að koma út í foritinu hjá öðrum ?

Quickload gefur td. upp hraðan 2737 fps. á þessa hleðslu hjá mér, sem mælist 3143 fps. með hraðamælum.
243win.
87grs. V-max
col 67,05 mm
N160
41,5 grs
Hlaup 22"

Re: Hraði á kúlu

Posted: 12 Apr 2014 01:12
af gylfisig
Já... ég fæ svipaða niðurstöðu.

Re: Hraði á kúlu

Posted: 12 Apr 2014 08:53
af karlguðna
já ég reiknaði út 3000 fps. út frá þessum link sem Sveinbjörn setti inn að kúlan væri á 3000 fps. er hægt að nota þá aðferð ef maður veit hraða fyrir lágmarks hleðslu og svo max hleðslu að deila mismuninum og fynna þannig út hraðan ??

Re: Hraði á kúlu

Posted: 12 Apr 2014 09:47
af Sveinbjörn V
Það er ekki algilt. Ég gæti alveg eins trúað að þú sért nær 3100 fps. með þessa hleðslu.
Eina nákvæma aðferðin er hraðamælir ;)

Re: Hraði á kúlu

Posted: 12 Apr 2014 11:34
af karlguðna
takk fyrir þetta ,,, hraðamælir er á stefnuskránni :D :roll: en verður að bíða um sinn.

Re: Hraði á kúlu

Posted: 12 Apr 2014 18:01
af Gisminn
Var í Hveragerði áðan hefði átt að taka létt kaffispjall:-) fer aftur í gegn á morgun örugglega nokkuð groggí;-)

Re: Hraði á kúlu

Posted: 13 Apr 2014 12:58
af karlguðna
já Steini endilega renna við :) :) :)

Re: Hraði á kúlu

Posted: 14 Apr 2014 15:34
af G.ASG
Quickload er ekki alltaf með þetta þegar að það kemur að magnum hylkjum.

Kv. Gunnar

Re: Hraði á kúlu

Posted: 17 Apr 2014 22:38
af Halli Ólafs.
Væri einhver til í að slá þessu inn fyrir mig?

243win.
55grs. nozler
col. "2.673
N-140
43.3grs.
Hlaup "23,5

Takk. kv.Halli

Re: Hraði á kúlu

Posted: 19 Apr 2014 21:01
af hpþ
Sælir félagar, væri einhver ykkar sem hefur aðgang að reikniforriti fáanlegur til að reikna fyrir mig hraða á 120 grain Nosler Ballistic Tip í 260 rem ? ;)

Hleðslan er 42 grain af Vihtavuori N-160, hlauplengdin er 590mm eða 23,2" / Heildarlengd hylkis með kúlu er 71,2mm / Hæð upp í framlinsu sjónauka er 45mm / Hæð yfir sjávarmáli er ca 150m.

Með fyrirfram þökkum,

Kv, Halldór