Hleðsla í Kongsberg línubyssu ?

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
User avatar
Pálmi
Póstar í umræðu: 1
Póstar:119
Skráður:13 Mar 2012 19:40
Hleðsla í Kongsberg línubyssu ?

Ólesinn póstur af Pálmi » 12 Apr 2014 11:42

Er ekki einhver þarna úti sem kann að hlaða í þessi verkfæri ? það er orðið ansi erfitt að fá skot í þetta.
Mig vantar ráðleggingar :?
Kv. Pálmi S. Skúlason

When discussing caliber, Dead is dead and it’s not worth arguing about.

Konni Gylfa
Póstar í umræðu: 1
Póstar:69
Skráður:24 Oct 2012 19:01

Re: Hleðsla í Kongsberg línubyssu ?

Ólesinn póstur af Konni Gylfa » 13 Apr 2014 10:08

Sæll Pálmi. ég er nú ekki með svörin við þessu en ætla að troða því að að mig vantar einnig uppl um þetta sama verkefni. Á ekki nema 5-10 orginal skot í þetta eftir og það er eiginlega bara alls ekki hægt að finna þetta í dag.

Það hlítur einhver þarna úti að hafa einhverja vitneskju um hvernig sé best að hlaða í þetta.
Konráð Gylfason konni.mve(hjá)gmail.com
8494968

User avatar
Birgir stranda
Póstar í umræðu: 3
Póstar:37
Skráður:25 Apr 2012 22:05

Re: Hleðsla í Kongsberg línubyssu ?

Ólesinn póstur af Birgir stranda » 13 Apr 2014 11:22

Er með hleðsluupplýsingar.
Þið getið hringt í síma 8941969
Síðast breytt af Birgir stranda þann 13 Apr 2014 22:50, breytt 2 sinnum samtals.
Birgir Guðmundsson,
Grundarfirði

Kristmundur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:75
Skráður:30 Jul 2012 17:18

Re: Hleðsla í Kongsberg línubyssu ?

Ólesinn póstur af Kristmundur » 13 Apr 2014 11:27

Sælir felagar.
skotin í þetta eru búin til úr 10.15x61R Jarman og hleðslan var frá 1,6 grömm-2.3 grömm (24-35 grs.)af svartpúðri
Hvellhettan er trúlega berdan, ætti ekki að vera mikið mál að hlaða ef menn eiga svartpúður og berdan hvellhettur.
Kv
Kiddi
Kveðja.
Kristmundur Skarpheðinsson

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Hleðsla í Kongsberg línubyssu ?

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 13 Apr 2014 21:19

Sælir.
Var komin í samband við náunga á Hofsósi sem var kominn með nútíma hleðslu í þetta, minnir að Hlað hafi útvegað honum patrónur. Hann ætlaði alltaf að láta mig hafa ein 2-3 hylki og uppskriftina en hef svo aldrei heyrt neitt meira í honum. og búinn að tila nafni og síma hjá honum.
Annars er þessi riffill sem félagi minn er með ekki þessi hefðbundni M98 lás heldur mikið líkari Lee Enfield þe. skeftið í tvennu lagi og svona "band" aftast á lásnum utan um skeftið ef einhver kannast við þetta þá væri gaman að heyra í mönnum. Hef ekkert fundið sem líkist þessum á netinu.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Birgir stranda
Póstar í umræðu: 3
Póstar:37
Skráður:25 Apr 2012 22:05

Re: Hleðsla í Kongsberg línubyssu ?

Ólesinn póstur af Birgir stranda » 15 Apr 2014 18:46

Hef opnað nokkur svona skot. Þau voru hlaðin með cordite eða púðri sem leit alveg eins út og cordite. Hylkin alveg full en erfitt að vikta þar sem púðrið var allt orðið klest inn í hylkin og lokið. Þau hylki sem ég hef notað eru öll með boxer hvellhettu.

Veit nú ekki hvort það er sniðugt að setja fram hleðslutölur á svona dóti en ég hef gert þetta svona. Boraði út blossagatið þar sem það náði ekki alltaf að brenna á milli og nota magnum hvellhettur. Síðan er bara að byrja með örfá grain og vinna sig upp í þá hleðslu sem hentar. Fer náttúrulega eftir því hvað menn eru að skjóta þungu. Ég nota reyklaust púður og batt byssuna við hornstaur þegar fyrstu heimagerðu skotunum var hleypt af.
Ykkur er velkomið að hafa samband ef þið viljið fá nánari lýsingar á þessu sem eru varla prenthæfar.
Birgir Guðmundsson,
Grundarfirði

Kristmundur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:75
Skráður:30 Jul 2012 17:18

Re: Hleðsla í Kongsberg línubyssu ?

Ólesinn póstur af Kristmundur » 15 Apr 2014 21:51

Cordite er það ekki, þau hilki sem eg hef opnað voru með svartpúðri,en það voru gömul koparhilki
greinileg stytt úr Jarman hilkinu. Herna er svo mýnd af cordite púðri.
Viðhengi
Cordite_sticks.jpg
Cordite_sticks.jpg (5.33KiB)Skoðað 1580 sinnum
Cordite_sticks.jpg
Cordite_sticks.jpg (5.33KiB)Skoðað 1580 sinnum
Kveðja.
Kristmundur Skarpheðinsson

User avatar
Birgir stranda
Póstar í umræðu: 3
Póstar:37
Skráður:25 Apr 2012 22:05

Re: Hleðsla í Kongsberg línubyssu ?

Ólesinn póstur af Birgir stranda » 15 Apr 2014 23:06

Greinilega hlaðið með báðum púðurgerðum því skotin mín voru svo sannarlega hlaðin með cordite. Reyndar ekki í svona lengjum einsog tíðskaðist í t.d 303 brit heldur kornað. Þess vegna var ég ekki viss um að það væri cordite. En við nánari athugun stendur hlaðið með cordite á dolluni sem skotin komu í.
Púðrið var mjög svipað púðrinu á þessari mynd nema að það var í teningum.
Viðhengi
cor.jpg
cor.jpg (52.63KiB)Skoðað 1556 sinnum
cor.jpg
cor.jpg (52.63KiB)Skoðað 1556 sinnum
Birgir Guðmundsson,
Grundarfirði

Svara