Um gildi þess að hlaða rétta hleðslu - Létt getraun

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 4
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:
Um gildi þess að hlaða rétta hleðslu - Létt getraun

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 17 Jul 2014 18:22

Sælir

Ég fór með gömlum ref í Hafnir í gær til þess að taka nokkur skot, meðal annars til þess að prófa hleðslur í SAKO A2 riffil sem er bara beint úr Boxinu eins og sagt er... ekki búið að eiga neitt við hann.

Caliberið er nokkuð áhugavert byggt á frægu hylki - 7mm 08 REM. Færið 100 metrar, 2 mismunandi hleðslur þar sem aðeins einum þætti í hleðslu ferlinu er breitt að öðru leiti eru þær nákvæmlega eins.

Grúppan í miðjuni og efsta grúppan eru skotnar með sömu hleðslu og neðsta grúppan er hin hleðslan.

Getraunin er þríþætt

1. Hver á þessar þrjár grúppur
2. Hvað eru mörg skot í neðstu grúppuni vinstra megin
3. Hver er eini munurinn á þessum hleðslum. Þ.e. hvaða þáttur er það sem getur haft svona mikil áhrif á nákvæmni riffilsins.

Þeir sem vita svarið vegna þess að þeir hittu okkur suðurfrá eru vinsamlegast beðnir að leyfa öðrum að spreyta sig.
7mm 08 REM.jpg
Tvær mismunandi hleðslur
7mm 08 REM.jpg (153.87KiB)Skoðað 2397 sinnum
7mm 08 REM.jpg
Tvær mismunandi hleðslur
7mm 08 REM.jpg (153.87KiB)Skoðað 2397 sinnum
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Um gildi þess að hlaða rétta hleðslu - Létt getraun

Ólesinn póstur af Gisminn » 17 Jul 2014 19:45

Fatta ekki alveg hver á þessar grubbur en ef þú spyrð um skyttu þá á gamli refurinn efri grubbuna en þú í miðjuni og svo kláraru dæmið neðst. en ég sé 4 skot og ætla að gefa mér að þau séu 5 og munurinn er kúlusetningin.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 4
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Um gildi þess að hlaða rétta hleðslu - Létt getraun

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 17 Jul 2014 19:55

Gamli refurinn á þær allar... hver gæti hann verið... set restina af svörunum inn í kvöld eða fyrramálið ef fleiri treysta sér í að giska... ;-)

Augljóslega og af nokkrum ástæðum getur þetta ekki verið Siggi Aðalsteins....
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

iceboy
Póstar í umræðu: 2
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Um gildi þess að hlaða rétta hleðslu - Létt getraun

Ólesinn póstur af iceboy » 17 Jul 2014 20:29

Arnfinnur, 5 skot og kúlusetningin alveg fram í rílur
Árnmar J Guðmundsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 2
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Um gildi þess að hlaða rétta hleðslu - Létt getraun

Ólesinn póstur af karlguðna » 17 Jul 2014 21:30

mismunandi kúlur , neðsta grúban er 10 skot með sierra kúlum efsta er nosler eða hornady. en hver skaut ?????' ekki grænann :mrgreen: :mrgreen:
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Um gildi þess að hlaða rétta hleðslu - Létt getraun

Ólesinn póstur af Gisminn » 17 Jul 2014 22:22

Ég giska á að refurinn sé JAK :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 2
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Um gildi þess að hlaða rétta hleðslu - Létt getraun

Ólesinn póstur af karlguðna » 17 Jul 2014 22:59

já ég giska á sama og Gisminn og hlýt þá að vera með fullt hús,,, hver eru verðlaunin ???? :P :P
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

Sveinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Um gildi þess að hlaða rétta hleðslu - Létt getraun

Ólesinn póstur af Sveinn » 17 Jul 2014 23:20

Giska á prófdómarann þinn, JAK, 5 skot, og sú neðsta er aðeins mildari (minna púður) en hinar :)
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Um gildi þess að hlaða rétta hleðslu - Létt getraun

Ólesinn póstur af skepnan » 17 Jul 2014 23:30

Það er væntanlega kúlusetningin sem að er breytan í dæminu, JAK er skyttan og kúlurnar eru 6 svona til þess að vera öðruvísi :D

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 4
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Um gildi þess að hlaða rétta hleðslu - Létt getraun

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 18 Jul 2014 01:24

Árnmar var nálægt því að negla þetta, en það vantar enn kúlufjöldan...

1. Skyttan er Arnfinnur
2. Kúlusetningin er eini munurinn, sú sem gatneglir er alveg fram í rílum... en hefur þó þann ókost að hún kemst ekki í magasínið. Munurinn er heilir 5 mm á kúlusetninguni.
3 Skotin eru 7 og gamli refurinn hefði sjálfsagt getað haldið áfarm í allt gærkvöld að setja í sama gatið ef hann hefði verið með fleiri skot!

Nokkuð gott hjá gömlum SAKO með orginal hlaupi beint úr boxinu.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

iceboy
Póstar í umræðu: 2
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Um gildi þess að hlaða rétta hleðslu - Létt getraun

Ólesinn póstur af iceboy » 18 Jul 2014 01:36

8-) :D 8-)

Bara gamað að þessu.

Ég hlakka svo til hreindýraveiðanna, ég lofaði veiðisögu síðast, en ákvað að setja hana ekki inn þar sem það kom upp ákveðið atriði sem ég vildi ekki setja á netið, kom hvorki mér né minum eftirlitsmanni við en þar sem ég er kurteis þá sleppti ég sögunni þar sem aðeins hálf sagan hefði verið sögð ef þessu hefði verið sleppt.

Vonandi gengur þannig að ég geti skellt inn sögu í haust.
Dýrið verður allavega skotið í ágúst :D

Ég hef verið 5 af síðustu 7 jólum erlendis í vinnu, en það skiptir mig engu máli, jólin koma í ágúst, þegar veiðitímabil byrja ;) ( er ekki með tarf) hehe

Ég fer í vinnu á sunnudaginn, þá hef ég verið heima í 4 vikur, sólin hefur ekki sýnt sig hérna á suðvesturhorninu allan þann tíma, en mér er svosem sama, sumarið er hvort eð er bara biðtími á milli veiðitímabila 8-)

Stebbi er nokkuð hægt að fá kennslu hjá þér og Arnfinni í skotfimi? ég þarf klárlega að bæta mig!!
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
heimirsh
Póstar í umræðu: 1
Póstar:36
Skráður:30 May 2012 19:20

Re: Um gildi þess að hlaða rétta hleðslu - Létt getraun

Ólesinn póstur af heimirsh » 10 Ágú 2014 21:03

Skiptir greinilega máli kúlusetningin, ég hef ekki sett mig inn í þau fræði ennþá.

Var þetta besta grúppa úr rifflinum fyrir breytingar á kúlusetningu?

Væri líka til í smá kennslu frá ykkur félugunum við tækifæri :)
Heimir S Haraldsson

KarlJ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:23
Skráður:15 Feb 2013 09:15
Fullt nafn:Karl Jónsson

Re: Um gildi þess að hlaða rétta hleðslu - Létt getraun

Ólesinn póstur af KarlJ » 10 Ágú 2014 23:54

Flott negla þessi neðsta. Hvaða hleðslu varstu að nota? Ef ég mætti spyrja. Er með Tikka Varmint í þessu caliberi sem er enn í umbúðunum.
Karl Jónsson. Akureyri.

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 4
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Um gildi þess að hlaða rétta hleðslu - Létt getraun

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 11 Ágú 2014 16:02

Árnmar

Ég gleymdi nú að svara þér á sínum tíma, því þó ég lesi nú stundum spjallið á símanum þá nenni ég yfirleitt ekki að svara þar, þannig að það gleymdist einfaldlega.

Ég er ekki viss um að ég sé þess umkominn að leiðbeina lengra komnum í skotfimi. Ég get vissulega tekið að mér að leiðbeina þeim sem eru að byrja í sportinu og þeim sem eru komnir aðeins af stað, en þeir sem eru komnir álíka langt og ég leita sér oftast að hjálp á netinu og tíma tæplega að greiða námskeiðsgjald til þess að læra það sem þeir kunna nú þegar.

Þó hefur það vissulega komið til tals að setja á fót námskeið í skotfimi til þess að hjálpa fólki af stað og kenna á græjurnar þannig að fólk sé nokkuð öruggt um að hitta t.d. skotmark á stærð við litla melónu eða appelsínu á 0 - 300 metra færi, sem ætti að duga flestum í veiði.

Ég verð að viðurkenna að mér hefur vaxið aðeins í augum að setja saman námsefni, finna stað fyrir fyrirlesturinn (bóklegt) og svo að fá fólk með mér út í Keflavík, upp á von og óvon að fólk myndi tíma að greiða fyrir slíkt námskeið. Því ég nenni ekki að gera þetta frítt! :D

Ertu farin í hreindýr? hvenær meigum við eiga von á veiðisögu?

Heimir

Kúlusetning getur verið mjög krítísk, þó er það almennt þannig mjög langar VLD boat-tail kúlur eru viðkvæmari fyrir kúlusetningu en stuttar flatbase, vegna þess að það er erfiðara að fá þær löngu til að stabilisera sig vel.

Ég efast um að þetta hafi verið besta grúppan úr rifflinum fyrir breytingu á kúlusetninguni. Arnfinnur á þennan riffil og hefur líklega verið búinn að skjóta eitthvað úr honum áður með betri árangri en þetta. Þessi skífa sýnir einungis fram á það hvað þessi tiltekna kúla gerir þegar hún er kúlusett alveg fram í rílur.

Stór ókostur við þessa löngu kúlusetningu er samt sá að með henni kemst skotið ekki í magasínið á rifflinum, sem gerir hann bara að einskota riffli með þessa kúlusetningu.

Karl

Ég á ekki þessa skífu heldur Arnfinnur, hann getur örugglega leitt þig í allan sannleikan um hleðsluna.

Mig minnir að þetta hafi verið einhver Hornady A-Max kúla og kúlusetningin sem gatneglir hafi verið í kringum 74,5 mm en hin 69,5. Ég man það þó ekki, ég spurði Finna ekki að því hvaða púður og hve mikið hann væri með í hylkinu.

Við vorum í höfnum í öðrum erindagörðum og þessi riffill var bara tekinn með í leiðinni til þess að prófa þetta tiltekna atriði.

Og ég var sjálfur svo hissa á því að kúlusetning gæti haft svona mikil áhrif á nákvæmnina að ég ákvað að pósta þessu hérna inn. Sjálfur set ég kúlur alltaf frekar nær rílum þar sem ég er með einsskota riffil og þarf ekki að hafa áhyggjur af magasínlengd.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Svara