Quickload Hraði á kúlu (6.5 284)

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
Maggi
Póstar í umræðu: 3
Póstar:26
Skráður:22 Feb 2012 20:34
Quickload Hraði á kúlu (6.5 284)

Ólesinn póstur af Maggi » 18 Jul 2014 21:18

Sælir,

Getur einhver rennt fyrir mig gegnum Quickload eftirfarandi upplýsingum of fengið út áætlaðan byrjunarhraða?

6.5x284
A-Max 123gr
MRP 55.0gr
79,5mm
64cm hlaup

kveðja
Maggi
Magnús Blöndahl Kjartansson

Kristmundur
Póstar í umræðu: 5
Póstar:75
Skráður:30 Jul 2012 17:18

Re: Quickload Hraði á kúlu (6.5 284)

Ólesinn póstur af Kristmundur » 18 Jul 2014 21:54

Frekar slöpp hleðsla gefur um 3000 fet/sek
Kveðja.
Kristmundur Skarpheðinsson

Maggi
Póstar í umræðu: 3
Póstar:26
Skráður:22 Feb 2012 20:34

Re: Quickload Hraði á kúlu (6.5 284)

Ólesinn póstur af Maggi » 18 Jul 2014 21:59

Sæll Kristmundur, áttu við að þér þyki 55.0grs af MRP mild hleðsla? og reiknast hún á 3000ft/s?

kv
Maggi
Magnús Blöndahl Kjartansson

Kristmundur
Póstar í umræðu: 5
Póstar:75
Skráður:30 Jul 2012 17:18

Re: Quickload Hraði á kúlu (6.5 284)

Ólesinn póstur af Kristmundur » 19 Jul 2014 07:10

Já hún er frekar hæg,eg er með 140 grs A-Max á svipuðum hraða.
Kveðja.
Kristmundur Skarpheðinsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Quickload Hraði á kúlu (6.5 284)

Ólesinn póstur af gylfisig » 19 Jul 2014 14:48

Hmmmm,,,,,,,,, ég hef sett 55,0 grs af MRP við þessa kúluþyngd, og það verð ég að segja að sú hleðsla var alveg í rauða botni. AMK í Jalonen rifflana. Annars er min ríkishleðsla 53,7 grs af MRP við 120-123 grs kúlur. Tikka riffill sem ég fékk i hendurnar, einhv tíma í cal 6,5x284 var EKKI að höndla þessar hleðslur. Þurfti að fara neðar ..... ca 52,7 grs til að vera ekki í yfirþrýstingi. Hvernig riffil ertu með, og hefurðu verið að hlaða i hann?.

Ef þú hefur ekki verið að hlaða þessa umræddu 55 grs hleðslu, þá skaltu ALLS EKKI byrja á því.
Byrjaðu á 53,5 grs fyrst, hún ætti að vera örugg.
Samkvæmt minni reynsu, þá hefur þetta kaliber verið að skjóta best, um 2,0 grs undir MAX.
Ql segir hraða upp á 3055ft með 55,0 grs af MRP
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Kristmundur
Póstar í umræðu: 5
Póstar:75
Skráður:30 Jul 2012 17:18

Re: Quickload Hraði á kúlu (6.5 284)

Ólesinn póstur af Kristmundur » 19 Jul 2014 15:16

Eg er ekki að nota MRP þannig að hún er hæg miðað við það sem eg er nota.
Kveðja.
Kristmundur Skarpheðinsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Quickload Hraði á kúlu (6.5 284)

Ólesinn póstur af gylfisig » 19 Jul 2014 16:05

Þá er svolitið varhugavert að segja að 55 grs af MRP sé "slöpp" hleðsla !
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Maggi
Póstar í umræðu: 3
Póstar:26
Skráður:22 Feb 2012 20:34

Re: Quickload Hraði á kúlu (6.5 284)

Ólesinn póstur af Maggi » 19 Jul 2014 18:09

Sælir,

Ég hef verið að fikra mig uppávið með ýmsar kúlur og púður í Jalonen, hefur svo sem skilað ásættanlegri niðurstöðu með nánast allt sem ég hef prófað.

53.0grs MRP með 123gr Scenar og 55.0grs MRP bakvið 123gr A-Max eru þær uppskriftir sem hafa reynst góðar endurtekið og það er ástæðan fyrir þessum þræði.

Þakka ykkur báðum fyrir aðstoðina.

kv
Maggi
Magnús Blöndahl Kjartansson

Kristmundur
Póstar í umræðu: 5
Póstar:75
Skráður:30 Jul 2012 17:18

Re: Quickload Hraði á kúlu (6.5 284)

Ólesinn póstur af Kristmundur » 19 Jul 2014 18:25

Eg tala aldrei um að "55.0 grs af MRP" sé slöpp þetta er slöpp hleðsla miðað við mína reynslu
af þessari kúlu með öðru púðri.
Kveðja.
Kristmundur Skarpheðinsson

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 1
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Quickload Hraði á kúlu (6.5 284)

Ólesinn póstur af TotiOla » 19 Jul 2014 19:03

Kristmundur skrifaði:Eg tala aldrei um að "55.0 grs af MRP" sé slöpp þetta er slöpp hleðsla miðað við mína reynslu
af þessari kúlu með öðru púðri.
Ertu þá að reyna að segja að þessi samsetning gefi ekki eins mikinn hraða og mögulegt er? (Sem er auðvitað alls ekki það sem allir eru að leita að og ekki það sem spurt var um.)

Ég tek undir með Gylfa að það megi lesa þetta sem svo að þú teljir þetta vera milda hleðslu hjá Magga, en gott mál að þú leiðréttir það.

Og fyrir mitt leyti: Nákvæmni yfir hraða.
Síðast breytt af TotiOla þann 19 Jul 2014 21:10, breytt í 1 skipti samtals.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Quickload Hraði á kúlu (6.5 284)

Ólesinn póstur af gylfisig » 19 Jul 2014 20:25

Ég vona að mitt innlegg hafi ekki verið tekið sem ávítur, eða eitthvað á þá áttina. Fjarri mér að gera það, og ég er hér alls ekki til þess.
Kristmundur hefur vafalítið marga fjöruna sopið i þessum efnum, og veit sínu viti Ég er hins vegar buinn að sjá yfirþrýsting í rifflum með hleðslum sem eru undir þessum tölum, og teldi varhugavert að hlaða 55,0 grs af MRP af óreyndum, þó svo ekki hafi verið spurt um það.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Kristmundur
Póstar í umræðu: 5
Póstar:75
Skráður:30 Jul 2012 17:18

Re: Quickload Hraði á kúlu (6.5 284)

Ólesinn póstur af Kristmundur » 19 Jul 2014 20:42

Tek því ekki þannig Gylfi,Norma gefur upp 56.0 með 120 grs fmj kúlu sem hámark þannig að það er lítið vit í að byrja í 55.0grs með 123 grs A-Max.
Kveðja.
Kristmundur Skarpheðinsson

Svara