Vitlaus kúla í boxi

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
Sigurður Páll
Póstar í umræðu: 2
Póstar:16
Skráður:14 Jul 2012 03:20
Staðsetning:Dalvík
Vitlaus kúla í boxi

Ólesinn póstur af Sigurður Páll » 27 Jul 2014 22:47

Sælir

Þannig er mál með vexti að ég var að hlaða í fyrradag sem er nú ekki í frásögu færandi
og var að þrýsta 80 gr Sierra 6 mm kúlum í 243 win þegar ég tek eftir því að ein kúlan rennur ofan í hálsin á hylkinu, ég helt að hylkið væri eitthvað skrýtið og prófaði í 2-3 önnur hylki en það var sama sagan, þá skoðaði ég kúluna og sá strax að hún var eitthvað meira en lítið skrítin.
Ég mældi hana og var hún fyrir .224 og var 55 gr en var alveg eins að öðru leyti þ.e. blýoddskúla
þannig að mig langar að spurja hafa menn verið að lenda í þessu???
kv
Sigurður Páll Gunnarsson
Skógarhólum 14
620 Dalvík

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Vitlaus kúla í boxi

Ólesinn póstur af E.Har » 28 Jul 2014 09:36

Neibb aldrei á þessum 30 árum sem ég hef hlaðið! Husið ykkur ef það hefði verið í hina áttina, fengið 0,3 mm of svera! :twisted:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Vitlaus kúla í boxi

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 28 Jul 2014 21:22

Sælir.
Alltaf heyrir maður eh. nýtt, ekki frétt af þessu áður. En það er ekki óalgengt að það séu 1-2 kúlum of margt í sierra pökkunum sérstaklega minni .cal
Ég mundi láta innflutningsaðila eða helst bara Sierra sjálfan vita af þessu ef um nýan insiglaðan pakka var að ræða.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Vitlaus kúla í boxi

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 28 Jul 2014 22:17

Kúlur og aðrir dauðir hlutir geta ekki orðið vitlausir.

Menn og skepnur verða stundum vittlausir ásamt því að fæðast jafnvell svo illa gerðir að fátt er til bjargar og flokkast því sem vitlausir.

Svo getur sæmilega gerður maður og þó sjaldnar kona gert mistök sem flokkast undir hugsanavillur.
Því eru góðar líkur á því að Ameríkani með hugsanavillu hafi sett ranga kúlu í boxið þitt.

Svo til gaman má segja frá því að er ég var ungur til sjós á Sandgerðingi var kokkur með einhleypu um borð og lítið við það að athuga. Svo kom að því að tveir skipsfélagar gátu opnað einhleypuna og sett í hana skot. Ekki höfðu þeir tök á því að afhlaða einhleypuna og brugðu því á það ráð að rúlla upp dýnum sem voru í kojum.

Létu svo skotið fara með þeim afleiðingum dýnan var ekki brúkleg á eftir. stærra gat kom á skáphurð sem þar var á bakvið og horfa mátti aftur með stefnisröri.

Til að fela sína fávisku lugu þeir því til að byssan hafi verið hlaðin og skot hljóp af þegar þeir voru að færa einhleypuna. Næstu daga andaði köldu til kokksa og fékk hann ekki uppreisn æru fyrr en í næsta helgar fríi.

Tvímenningarnir sem ég vill muna sem vittleysingja urðu nokkuð málglaðir og höfðu gaman af því að segja frá því hvernig þeir komu sér út úr klandrinu á kostnað kokksa.

Vittleysingjar og áfengi er eitthvað sem ekki fer vel saman og því ráðlegt að huga vel að því hvernig við geymum okkar veiðibyssur.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

Sigurður Páll
Póstar í umræðu: 2
Póstar:16
Skráður:14 Jul 2012 03:20
Staðsetning:Dalvík

Re: Vitlaus kúla í boxi

Ólesinn póstur af Sigurður Páll » 29 Jul 2014 09:49

sælir
já mér var hugsað til þess ef ad þetta hefði verið cal 25 kúla hvort maður hefði tekið eftir tví væntanlega hefði verið eitthvað stífara að þrýsta kúlunni í hylkið,
En þetta brýnir fyrir manni að vera vel vakandi yfir þessu hehe
kv
Sigurður Páll Gunnarsson
Skógarhólum 14
620 Dalvík

Svara