Húðun á kúlum?

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
Benni
Póstar í umræðu: 11
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík
Húðun á kúlum?

Ólesinn póstur af Benni » 25 Feb 2012 12:58

Maður heyrir ekki svo mikið um þetta hér á klakanum en erlendis eru margir sem eru að húða kúlur með efnum eins og Moly, HBN eða WS2.
Hef séð tilraunir frá Norma með Moly sem líta rosalega vel út og eru að tvöfalda endingu hlaupsins samkvæmt Norma síðuni
http://www.norma.cc/en/Ammunition-Academy/Barrel-wear/

Margir kúluframleiðendur bjóða uppá húðaðar kúlur og ef þetta getur aukið líftíma hlaupsins töluvert hversvegna eru menn ekki að nota þetta almennt?

Væri gaman að heyra frá einhverjum sem hefur reynslu af þessu

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Húðun á kúlum?

Ólesinn póstur af maggragg » 25 Feb 2012 13:23

Veit að NORZ hefur notað svona með góðum árangri. Ég hef lesið mig töluvert til um þetta og metið kosti og galla út frá því. Moly hefur þann ókost að það getur aukið tæringu ef það kemst raki í hlaupið, þetta á við um WS2 líka, að þau getað bundist vatni og myndað tærandi sýrur. HBN hefur þann kost að vera neutral að því leyti.

Ég hef ekki farið út í þetta enná en ef maður byrjar á þessu þá verður maður bara með þetta. Það tekur nokkra tugi skota að skjóta moly kúlur inn þannig að hlaupið er tilbúið og svo þarf að þrífa það mjög vel áður en gott er að skjóta óhúðuðum kúlum aftur Þessvegna hef ég verið smeykur við moly.

Kostirnir eru betri hlaupending og minna viðnám kúlu, sem krefst þess að maður þarf að breyta hleðslum, þ.e. að bæta í til að vega uppá móti minni upphafsþrýstingi til að halda sama hraða.

En þar sem ég hef ekki prófað þetta sjálfur eru örugglega aðrir sem geta komið með betri upplýsingar.

Hérna er fróðleikur um HBN:
http://bulletin.accurateshooter.com/201 ... s-it-work/

Og almennt um húðun á kúlum:
http://www.6mmbr.com/bulletcoating.html
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Benni
Póstar í umræðu: 11
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Húðun á kúlum?

Ólesinn póstur af Benni » 26 Feb 2012 12:00

Þakka þér fyrir svarið.
Ég er svoldið heitur fyrir að prófa þetta og hef aðgang að Moly en þarf að finna eitthvað efni til að húða yfir Moly.
Sé að þeir nota sérstakt vax erlendis og hef ekki fundið neitt hér heima sem gæti verkað eins.
Finst heldur dýrt að kaupa settið frá NECO fyrir 20þús til að prófa..

Norz
Póstar í umræðu: 5
Póstar:18
Skráður:08 Oct 2010 14:26

Re: Húðun á kúlum?

Ólesinn póstur af Norz » 26 Feb 2012 19:11

Það er hægt að fá Lyman moly hjá hlað sem er gríðarlega fíngert og myndar mjög harða húð á kúlunni, aðeins þarf að velta þeim í handklæði eða ullarsokk til að fá mjög háan gljáa og öll önnur húðun er ónauðsynleg.

Ég veit ekki um hlaupendingu, enda er tilgangurinn með Moly hjá mér tvíþættur... Minnka þrifin til muna (ég þríf hlaupið sjaldan eða aldrei)...einnig til að fá fyrsta skotið alltaf á sama stað og síðasta, sem er erfitt með hreinu óhúðuðu hlaupi.
Kveðja Norz.
Með sjúklegri vinsemd, grunsamlegri virðingu og smá öfund, bara smá.

Benni
Póstar í umræðu: 11
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Húðun á kúlum?

Ólesinn póstur af Benni » 26 Feb 2012 20:04

Takk fyrir þetta Norz, nú verð ég að skella mér í þetta hehe.
Hafði mestar áhyggjur að maður yrði alveg útdataður í þessu efni ef maður húðaði kúlurnar ekki með einhverju yfir moly húðina.

Ertu að setja kúlurnar í dollu í hefðbundinn tumbler með stálhöglum eða einhverja aðra aðferð?

Norz
Póstar í umræðu: 5
Póstar:18
Skráður:08 Oct 2010 14:26

Re: Húðun á kúlum?

Ólesinn póstur af Norz » 26 Feb 2012 20:52

Ég er með kit frá Lyman sem í eru minni skálar en venjulegar tumbler skálar, auk þess hafa þær lok svo Moly duftið fari ekki útum allt og notast er við keramik kúlur. En, þú verður útataður í þessu ef þú notar ekki hanska eða vetlinga þegar þú meðhöndlar kúlurnar.
Kveðja Norz.
Með sjúklegri vinsemd, grunsamlegri virðingu og smá öfund, bara smá.

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Húðun á kúlum?

Ólesinn póstur af maggragg » 01 Mar 2012 11:44

Maður ætti kannski að fara að skoða þetta. Er sérstaklega hrifin af því að fyrsta skotið fer á sama stað. Hvernig eru moly-húðuð hlaup þrifin, þegar þau eru þrifin?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Benni
Póstar í umræðu: 11
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Húðun á kúlum?

Ólesinn póstur af Benni » 02 Mar 2012 10:26

Sælir
Fékk þá Hlaðsmenn til að panta fyrir mig Lyman super moly kit.
Verður gaman að prufa þetta.

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Húðun á kúlum?

Ólesinn póstur af maggragg » 02 Mar 2012 11:33

Sæll.

Hvað er svona kit að kosta hjá þeim í Hlað?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Húðun á kúlum?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 02 Mar 2012 11:42

Ég hef ekki Moly húðað kúlur sjálfur en ég keypti einu sinni 40 gr. Molyhúðaðar V-max kúlur í Ellingsen cal. 22 til að nota í 222 comby byssyna mína sem ég nota aðallega á grenjum.
Þær hafa komið fínt út, á ennþá eitthvað eftir af þeim.
Ekkert mál að hreinsa hlaupið, Jói byss. sagði mér hins vegar að það væri gott að hreinsa hlaupið vel áður en ég skipti úr óhúðuðum kúlum yfir í húðaðar og öfugt.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Benni
Póstar í umræðu: 11
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Húðun á kúlum?

Ólesinn póstur af Benni » 02 Mar 2012 13:37

Sælir.

Þeir eru að fara að panta frá MidwayUSA og bað þá að taka sett fyrir mig, veit ekki hvað það mun kosta frá þeim en það er á 54,99$ á Midway svo ég giska á eitthvað um 10-13 þús án þess að ég viti það!

Hér er linkur á settiðhttp://www.midwayusa.com/product/432100 ... ssory-pack

6 únsur af moly ætti að duga á MJÖG margar kúlur :D

Er með 22-250 Rem og minna viðnám og hiti er bara gott mál í þetta hröðu caliberi

Benni
Póstar í umræðu: 11
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Húðun á kúlum?

Ólesinn póstur af Benni » 16 Mar 2012 16:29

Settið kom í dag og var á ca 12500 kall.
200 kúlur í moly nuddi núna, verður gaman að sjá hvernig þær koma út.

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Húðun á kúlum?

Ólesinn póstur af maggragg » 19 Mar 2012 00:09

Leyfðu okkur að fylgjast með :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Benni
Póstar í umræðu: 11
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Húðun á kúlum?

Ólesinn póstur af Benni » 22 Mar 2012 20:55

Já þær komu bara þrælflottar úr Moly nuddinu, alveg gljáandi fallegar og asnaðist ég til að henda þeim í korn mulninginn í hreinsun eins og stóð í leiðbeiningunum nema hvað að þetta voru Berger hollowpoint kúlur og holan framan í þeim fylltist af korni......

Einn galli á settinu er að það er ómögulegt að sikta 22 cal kúlurnar frá keramik pillunum svo það tekur langan tíma að tína þær allar úr..

Setti svo aðrar kúlur í moly og notaði gamlann sokk til að ná umfram moly af þeim eftirá og kom það vel út og ekker helvítis korn að þvælast fyrir(=

Prufaði að setja kúlur beint úr pakkanum og einnig tók ég kúlur og skolaði þær til að ná allri feiti af þeim og sá engann mun á þeim svo ég sleppi þrifunum næst.

Nú er bara að prufa þær þegar færi gefst.

Kv Benni

Norz
Póstar í umræðu: 5
Póstar:18
Skráður:08 Oct 2010 14:26

Re: Húðun á kúlum?

Ólesinn póstur af Norz » 23 Mar 2012 10:46

Það er samt sem áður góð regla að skola kúlurnar með Acetone, Isopropyl alcohol áður en þær fara í húðun eða sápuvatni en þá þarf að hita þær í ofni til að losna við allan raka.

Komist einhver feiti í Moly skálina er ekki um annað að ræða en að henda því.

Einnig skal geyma Moly skálina lokaða við stofuhita og í nánast rakalausu umhverfi. Komist raki í duftið er það ónýtt.
Kveðja Norz.
Með sjúklegri vinsemd, grunsamlegri virðingu og smá öfund, bara smá.

Benni
Póstar í umræðu: 11
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Húðun á kúlum?

Ólesinn póstur af Benni » 23 Mar 2012 12:49

já ég skolaði þær með heitu vatni og sápu og þurrkaði þær svo í ofninum við 80°c sem var svosem ekkert mál.
Ef maður tekur 5-600 kúlur í einu eru þrifinn lítill tími aukalega.

Er hægt að fá hreint Acentone eða alcohol í apotekinu?

Norz
Póstar í umræðu: 5
Póstar:18
Skráður:08 Oct 2010 14:26

Re: Húðun á kúlum?

Ólesinn póstur af Norz » 23 Mar 2012 12:59

Þú finnur allavega Acetone í Byko, Húsa og N1, Isopropyl ætti að vera þar líka og sennilega er hægt að fá þetta í apótekum.
Kveðja Norz.
Með sjúklegri vinsemd, grunsamlegri virðingu og smá öfund, bara smá.

Benni
Póstar í umræðu: 11
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Húðun á kúlum?

Ólesinn póstur af Benni » 17 Apr 2012 10:41

Jæja þá er kominn smá reynsla á moly og get ekki annað sagt en jákvætt enn sem komið er.
Hef skotið mest 95 skotum milli þrifa og þrifin voru einstaklega auðveld eftir þessi 95 skot.
Annars er mesti munurinn að mér finnst minni hiti, get skotið 20-25 skotum áður en ég stoppa og kæli hlaupið miðað við 10-15 áður.

Niðurstaða: Ég ætla að halda mig við moly!

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Húðun á kúlum?

Ólesinn póstur af maggragg » 17 Apr 2012 12:07

Flott að heyra þetta. Hefurðu einhverja hugmynd um hraðabreytingar, nærðu meiri hraða? Og er munur á nákvæmni?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Benni
Póstar í umræðu: 11
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Húðun á kúlum?

Ólesinn póstur af Benni » 17 Apr 2012 18:13

Ég hef ekki hraðamæli svo ég veit ekki mun fyrir og eftir og þar sem ég skipti um kúlur á sama tíma er nákvæmnin ekki marktæk!
Er að nota Berger 55gr flatbase match og 36gr af N-140 í norma hilkjum og cci 200 hvellhettur
Ég er að giska á að hraðinn sé um 3600-3650fps og enginn þrístimerki en er að lenda í vandræðum með að hvellhettuvasinn er orðinn slappur eftir 3 skot úr hilkinu og er ekki sáttur við þá endingu.

Riffilinn er að grúppa ágætlega með þessu en fæ stundum eitt skot töluvert úr grúppu en held að það sé meira að gera með hversu lélegt plastskeptið er á honum en hleðsluna.

Svara