Veiðikúla/hleðsla í 6,5x47

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
User avatar
Dr.Gæsavængur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:57
Skráður:05 Jun 2012 15:08
Veiðikúla/hleðsla í 6,5x47

Ólesinn póstur af Dr.Gæsavængur » 30 Jul 2014 13:46

Góðan daginn Veiðimenn.

Er með vangaveltur um heppilega veiðikúlu og hleðslu fyrir komandi hreindýraveiði. Ég er með tarf á svæði 7 og legg af stað austur þann 15. ágúst og mun taka mér góða vikuferð ásamt fleirum.

Riffillinn minn er af gerðini Rössler Titan6 í kaliberinu 6,5x47 Lapua.

Ég væri til í að heyra frá mönnum hvaða veiðikúlu þeir mæla með í þessu kaliberi og hvaða hleðslu á bakvið hana.

Í fyrra ætlaði ég mér að nota Lapua 123gr. Scenar en hún var búin og tók ég því 108gr. kúluna í staðinn. Rétt fyrir skotpróf ætlaði ég að hlaða meira en Hlað menn höfðu þá lánað hleðslusettið á þetta caliber norður í land. Ég keypti því tilbúin verksmiðjuframleidd skot, Lapua 100gr. scenar og ætlaði mér bara að taka prófið með þeim. Eftir æfingar með þeim tók ég prófið og gekk svo vel (betur en með 108gr.) að ég ákvað að vera ekkert að hringla meira með þetta og notaði bara þessi skot á veiðunum líka. Dýrið (kusa) féll á staðnum og engar voru kjötskemmdirnar. Færið var samt stutt eða um 70m í miklum mótvindi.

Núna er stefnan þó sett á tarf auk þess sem ég á orðið svo mikið af patrónum sem ég væri til í að endurhlaða. Langar að prufa 123gr. Scenar kúluna og vita hver munurinn væri á henni og 120gr. Scenar L. Væri líka til í að prufa Nosler 120gr. BT. Svo kemur annað hugsanlega til greina líka.

Væri gaman ef einhver sem reynslu hefur af þessu gæfi sér tíma til að svara svo ég geti tekið ákvörðun sem fyrst og haldið áfram að skjóta eftir helgi. :)

Takk fyrir kærlega!
Kv. Atli Freyr Runólfsson
atlifreyrrunolfsson@gmail.com

Árni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: Veiðikúla/hleðsla í 6,5x47

Ólesinn póstur af Árni » 30 Jul 2014 15:03

Hjá mér virkaði Nosler 120BT alveg fáránlega vel.

COL 67,5 - (smá jump sumsé)
36,5grain N140
BR4 primers


annars mæli ég með að finna 6,5mm veiðikúluþráðinn hérna á spjallinu, margt gagnlegt í honum
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

konnari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Veiðikúla/hleðsla í 6,5x47

Ólesinn póstur af konnari » 31 Jul 2014 10:34

Scenar
The first choice for serious target competition. Lapua Scenar hollow point boat tail bullets have given suberb results at long ranges and bench rest shooting.The Scenar bullets have the IBS World Record in 600 yard Heavy Gun 5-shot group (0.404”) and also hold the official world ISSF record of 600 out of 600 possible, an unbeatable score.

Mér finnst það óskyljanlegt að með alla 6.5 kúluflóruna þá skulir þú velja þér markkúlu til hreindýraveiða og enn óskyljanlegra að dómarinn í skotprófinu eða gædinn skuli ekki hafa tekið eftir því :(
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
Dr.Gæsavængur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:57
Skráður:05 Jun 2012 15:08

Re: Veiðikúla/hleðsla í 6,5x47

Ólesinn póstur af Dr.Gæsavængur » 31 Jul 2014 14:22

Takk fyrir það Árni.

Ég sá þennan þráð um daginn en einhverra hlutavegna fann ég hann ekki aftur. Er búinn að finna hann núna og einsog þú segir er margt gagnlegt í honum þó ég sé aðalega að leitast eftir reynslu af kúlum í 6,5x47 hylkjum. Ég væri einmitt helst til í að prufa Nosler 120gr. BT kúluna en sýnist hún, samkvæmt vefnum, vera uppseld í hlað. Á þó eftir að mæta þangað og spyrjast fyrir um það. En sem varakost væri fínt að fá fleiri hugmyndir.

Ingvar: Það sem þú bendir á með Scenar kúluna er vissulega rétt. Hún er hönnuð í markskotfimi og er þrusu góð á því sviði. En mér finnst það þó ekki óskiljanlegt að ég hafi valið hana. Kanski er ég bara svona skilningsríkur. Einsog ég nefndi í upphafspóstinum var ætlunin að nota aðra og stærri kúlu til veiða. Reyndar nefndi ég ekki að árið áður hafði ég lánað riffilinn til veiða, þá nýjan, ásamt 130gr. Sierra GK skotum. Ári seinna (í fyrra) fæ ég reyndar ekki úthlutað dýri en er síðar pikkaður upp af biðlista og fékk að veiða kú. Þegar kom að því að versla skotfæri og hefja æfingar voru þær kúlur að mig minnir ekki til. Ég mæti í verslunina sem ég er vanur að versla við og treysti og er einfaldlega ráðlagt að taka þessa kúlu. 120gr. Scenar var reyndar ekki til svo ég prufa 108.gr. Rétt fyrir skotpróf gátu Hlað menn ekki hlaðið fyrir mig svo að ég keypti 100gr. verksmiðjuframleiddu skotin til að taka með í prófið. Eftir próf og æfingar var ég hæst ánægður með þessi skot (47stig á skotprófi) og þar sem stutt var í veiðina tók ég þá ákvörðun í samráði við sölumenn að nota bara þessi skot í veiðina enda var ég mjög öruggur með þau.

Ég fór ekki í mjög djúpar pælingar með þessi skot ásamt google frænda en ég sá að þau hafa verið notið við ýmsa veiði án teljandi vandræða. Þó kúlan sé hönnuð í markskotfimi ætla ég að skotin séu ekki ólögleg í veiði á hreindýri. Þau opna sig í bráð og kúlan er yfir 100gr með holan odd. Nýlega hef ég heyrt að þau séu samþykkt af Lapua í veiði. Þó ég finni ekkert um það núna þar sem netið í vinnuni lokar á flestar erlendar vefsíður tengdar skotvopnum. Þau væru allavega varla seld í veiði af fagmönnum með reynslu ef þau væru beint ólögleg. Því finnst mér sömuleiðis ekki óskiljanlegt að bæði prófdómari og gæd geri einhverja athugasemd við notkun þessara skota. Það er líka ákveðinn rökstuðningur í mínu máli að þeir hafi einmitt ekki gert athugasemd við það. Það staðreynd að þessi kúla hefur verið notuð á hreindýraveiðar síðustu árin og ekki er reynsla mín af henni að segja mér neitt annað en hún skili því hlutverki bara ágætlega. Ég er samt ekki að halda því fram að Scenar kúlurnar séu bestar eða stórkostlegar. Bara löglegar, vel brúklegar og ég sé ekkert að því að nota þær eftir ráðleggingum og reynslu annara.

EN... Stórt EN... Þó ég hafi notað þessa kúlu með góðum árangri geri ég mér grein fyrir að það eru til fleiri kúlur sem margir telja betri í þessar veiðar. Ég er því eiginlega að setja fram þessar pælingar mínar í leit að heppilegri kúlu í verkefnið. Sérstaklega þar sem ég ætla nú að skjóta minn fyrsta tarf. Ég skil því vel þessar áhyggjur þínar, ég var líka aðeins skeptískur á þetta í byrjun. Finnst þetta þó sett þannig fram hjá þér að þér finnist ég hafa verið að gera eitthvað rangt. Menn eru alltaf með misjafnar skoðanir. En í þessu tilfelli tel ég að þessi kúla líði aðeins fyrir það að hún sé upphaflega hönnuð til markskotfimi, því hafi hún bara ekki verið notuð það mikið í veiði að á hana sé komin einhver útbreydd altöluð reynsla. Ég hef allavega aldrei heyrt neitt slæmt um þær.

Þú ert greinilega annarar skoðunnar en gaman væri samt að heyra frá þér hvort þú hafir prófað þessar scenar kúlur og hver reynsla þín sé af þeim eða þá með hverju þú mælir í staðinn.

Allt í mikilli vinsemd :) Kv Atli
Kv. Atli Freyr Runólfsson
atlifreyrrunolfsson@gmail.com

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiðikúla/hleðsla í 6,5x47

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 31 Jul 2014 21:31

Ég nota eingöngu 100 gr. kúlur í minn riffil 6,5-284, þær eru að koma fanta vel út með N-560 púðri 60 gr. sem ég er að vísu hættur að nota vegna mikillar sót og karbon myndunar og skipti yfir í Norma MRP og nota 60 gr. af því líka.
Fyrst notaði ég Nosler ballistic tip en það var erfitt að fá þær stundum svo ég skipti yfir í Hornady fyrst V-Max en gallinn við þær var að þær voru bara 95 gr. svo ég fór yfir í A-Max en þær eru 100 gr. og koma fantavel út hjá mér, ég veit hins vegar ekki hvernig þær koma út í 47unni þinni.
En kosturinn við Hornady kúlurnar að þær eru nær alltaf til í Ellingsen og þar er ekki verið að segja mér að kúlurnar sem séu til í það og það skiptið séu einmitt, ég endurtek, einmitt, albestu fánlegu kúlurnar til þeirra veiða sem ég er að fara á hverjar sem þær nú eru.
Mér finnst því alltof sjaldan haldið til haga að 100 gr. kúlur eru alveg nóg til að drepa hreindýr, þau eru ekki skotharðar skepnur og mér finnst allt yfir þeirri þyngd hálgert overkill!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

konnari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Veiðikúla/hleðsla í 6,5x47

Ólesinn póstur af konnari » 01 Ágú 2014 13:12

Atli ! Reglugerðin um hreindýraveiði er alveg skýr: En þar segir orðrétt :

11. gr.
Til veiða á hreindýrum má einungis nota riffla með hlaupvídd 6 mm eða meira. Kúluþyngd skal ekki vera minni en 6,5 g (100 grains) og slagkraftur ekki minni en 180 kgm (1300 pundfet) á 200 metra færi. Veiðikúlur skulu vera gerðar til veiða á stærri dýrum, þ.e. þenjast hæfilega út í veiðibráð.

Það er alveg á hreinu að Scenar er markkkúla sem er ekki gerð til veiða á stærri dýrum ! Hef rætt þetta líka við nokkra prófdómara og það er alveg kristal tært að hún er ólögleg.
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
Pálmi
Póstar í umræðu: 1
Póstar:119
Skráður:13 Mar 2012 19:40

Re: Veiðikúla/hleðsla í 6,5x47

Ólesinn póstur af Pálmi » 01 Ágú 2014 19:35

Sæll Ingvar
Nú er ég ósammála þér með þetta, scenar og matchking er hannaðar sem mark kúlur en eru vel brúklegar sem veiðikúlur. Hef sjálfur notað báðar gerðir með góðum árangri í veiði. Svo er það allgengur misskilningur að menn þurfi að nota sömu kúlu í skotprófi og í veiðinni, einu kröfurnar í skotprófi er að kúlan sé ekki FMJ, svo er það eftirlitsmans að ganga í skugga um að veiðimaður sé með
"rétta" kúlu.
Eini munurinn á mark og venjulegum veiði kúlum (ekki bondaðar) er þykkt á jakketi að framan, t.d samhvæmt minni reynslu er ekki mikill munur á nosler bt og matchking , fara í spað í hreindýri og steindrepa það.
Kv. Pálmi S. Skúlason

When discussing caliber, Dead is dead and it’s not worth arguing about.

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Veiðikúla/hleðsla í 6,5x47

Ólesinn póstur af sindrisig » 02 Ágú 2014 11:00

Þetta er að sjálfsögðu bara fyndið.

Berger er "not recommended for hunting" .... Who cares?

Hvað er að þenjast hæfilega út í veiðibráð?


Svar óskast.
Sindri Karl Sigurðsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 1
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Veiðikúla/hleðsla í 6,5x47

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 02 Ágú 2014 20:40

sindrisig skrifaði:Hvað er að þenjast hæfilega út í veiðibráð?
Svar óskast.
Scenar 155grs í 308 þenst hæfilega út í svartbak á 500 metra færi allavega hreyfði hann hvorki legg né lið á eftir.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veiðikúla/hleðsla í 6,5x47

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 03 Ágú 2014 12:36

sindrisig skrifaði:Þetta er að sjálfsögðu bara fyndið.

Berger er "not recommended for hunting" .... Who cares?
Berger framleiðir reyndar helling af veiðikúlum í hinum ýmsu caliberum.

Hér er hægt að sjá lista yfir Veiðikúlur og Varmint kúlur frá Berger.

Veiðikúlur frá Berger
Varmintkúlur frá Berger

Það væri athyglisvert að gera athuganir á því hvernig Máfar færu á því að skjóta þá með þessum kúlum sem að ofan eru nefndar, það ætti að gefa vísbendingar.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Svara