Kúlusetning

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
Haglari
Póstar í umræðu: 3
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:
Kúlusetning

Ólesinn póstur af Haglari » 12 Sep 2014 10:42

Góðan daginn

Ég hef verið að prófa mig áfram í endurhleðslu seinasta árið eða svo. Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt og spjallið hérna er ótrúlega gagnlegt og greynilega fróðir menn hérna. Ég hef hingað til miðað bara við hleðslutöflur þegar ég hef sett kúluna í en eftir því sem ég hef lesið hérna og annarstaðar má hugsanelga ná meiri nákvæmni með því að færa kúluna nær rillunum. Ég ákvað að mæla þetta í gær og aðferðin sem ég notaði var að skera rönd í hálsin á hylki sem var búið að full siza, síðan tillti ég kúlunni mjög framarlega í hylki, setti skotð í, lokaði lásnum og mældi síðan heildarlengdina. Þetta endurtók ég nokkrum sinnum og skrifaði allar mælingarnar niður. Skekkjan var mest +/- 0,15mm á milli mælinga. Ég tók síðan allar mælingarnar (14) og fékk út meðaltalið 78.93mm. (hleðslubókin var með uppgefið 77.00mm sem ég miðaði áður við)

Nú langaði mig að spyrja ykkur snillingana, er þessi aðferð góð? og nú þegar ég veit að í 78.93mm þá er kúlan að kyssa rillurnar ætti ég þá að færa hana aðeins aftar?

Þetta er Sako 75 steinless hunter 6,5x55 og kúlan er Scenar L 120

Kv.
Óskar Andri

prizm
Póstar í umræðu: 1
Póstar:49
Skráður:15 May 2012 10:07

Re: Kúlusetning

Ólesinn póstur af prizm » 12 Sep 2014 11:36

Ég veit reyndar ekki nógu mikið um þetta til að fræða þig nægilega mikið um kúlusetninguna.

Ég hef þó sett kúlu alveg fram í rílur og kom það gífurlega vel út og snertust öll skot á 100m og 200m(með .223) EN vandamálið sem ég lenti í var að þau skot komust ekki í magasínið hjá mér og því varð riffillinn 1-2 skota(eitt í skothúsi og annað í magasíni), ég er með Tikka riffil.
Ég komst alveg að því hvernig ég get bæði skítmixað magasínið mitt sem ég persónulega tími ekki að gera og annars vegar gat ég bæði pantað mér nýtt magasín sem hefði kostað mig um 20-25þús kall sent frá Ástralíu eða hreinlega skipta um bottom plate og magasín(Accuracy International) en það kostar mig ef ég man rétt um 40kallinn frá USA.
Ég er enn að ákveða mig hvaða skref ég á að taka.
NB: Þá skildist mér að bæði magasínið frá Ástralíu og AI magasínið séu aðeins rýmri en ég er ekki enn búinn að fá það staðfest.
Með kveðju
Ragnar Franz

Haglari
Póstar í umræðu: 3
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Kúlusetning

Ólesinn póstur af Haglari » 15 Sep 2014 10:01

Ég hef einmitt heyrt um svona vandamál, en það virðist vera eitthvað pláss eftir í magasíninu hjá mér þótt að ég færi kúluna framar.

Feldur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:20
Skráður:28 Jun 2012 09:14

Re: Kúlusetning

Ólesinn póstur af Feldur » 17 Sep 2014 08:38

Góðan daginn Haglari
Með þessari aðferð sem þú notar, þá ertu að finna hversu langt kúlan fer inn í rillurnar (kallað Jam af Tony Boyer) en ekki hvar rillurnar eru. Það er fínt að byrja þar (eða 10 þúsundustu úr tommu aftar) að vinna upp hleðslu. Ef það gefst ekki vel er bara að bakka kúlunni um 10þús aftur og prófa.

Til að finna hvar rillurnar eru er best að fara með fína stálull á kúluna svo hún glansi. Setja hana framarlega í hylkið og setja í riffilinn (best er að taka skotpinna og gorm úr bolta fyrst). Taka skot úr (auðvitað púðurlaust og án hvellettu) og skoða kúlu. Þú ættir að sjá för eftir rillurnar. Þú pússar kúluna aftur með stálull og setur kúluna aðeins aftar og endurtekur þennan leik uns þú sérð förin hverfa. Sú kúlusetning segir þér hvar rillurnar eru miðað við þessa ákveðnu kúlutegund.

Feldur
Ingvar Ísfeld Kristinsson

Haglari
Póstar í umræðu: 3
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Kúlusetning

Ólesinn póstur af Haglari » 18 Sep 2014 13:34

Takk fyrir þetta... ég hef þá eitthvað til að byrja að prófa mig útfrá!

Svara