Taka delluna á næsta stig

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur
Taka delluna á næsta stig

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 13 Sep 2014 22:42

Sælir.
Nú er svo komið að mig langar til að taka delluna á næsta stig. Steypa mínar eiginn kúlur.
Hafa menn eh. verið að fást við þetta hér á skerinu? hef heyrt af, og veit um einhverja sem eru að steypa kúlur og/eða högl en ekki náð að króa neinn af til að yfirheyra hann um þetta almennilega.
Endilega ausið úr viskubrunnum ykkar ef þið eruð að brasa við þetta, hvaða græjur og efni eruð þið að nota og hvar er best að nálgast slíkt.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Taka delluna á næsta stig

Ólesinn póstur af karlguðna » 14 Sep 2014 01:04

og ég sem hélt að ég væri lasinn,,,,,,,, :lol: :lol:
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 1
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Taka delluna á næsta stig

Ólesinn póstur af petrolhead » 14 Sep 2014 20:40

Nú líst mér vel á þig gamli, þetta er áhugavert verkefni. Veit um einn sem var að prófa þetta síðasa vetur og gekk brösulega í byrjun...reyni að forvitnast hvort hann hafi náð tökum á þessu.

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

prizm
Póstar í umræðu: 1
Póstar:49
Skráður:15 May 2012 10:07

Re: Taka delluna á næsta stig

Ólesinn póstur af prizm » 17 Sep 2014 11:18

Ég veit um tvo sem gætu mögulega aðstoðað þig annarsvegar Halli byssusmiður á Álftarnesi og hinsvegar Þorsteinn McKinstry. Reyndar ef ég man rétt þá var meistinn sem kallaður er Hr. Hurðarbak einnig eitthvað að steypa.

Þó veit ég ekki um neinn sem hefur verið að steypa högl
Ég skal senda þeim linkinn á þessa umræðu.
Með kveðju
Ragnar Franz

McKinstry
Póstar í umræðu: 2
Póstar:4
Skráður:17 Sep 2014 11:31
Fullt nafn:Þorsteinn Svavar McKinstry

Re: Taka delluna á næsta stig

Ólesinn póstur af McKinstry » 17 Sep 2014 12:47

Sæll Aflabrestur

Ragnar Franz benti mér á fyrirspurn (þennan þráð) frá þér varðandi kúlusteypu. Ég hef ásamt nokkrum öðrum sem mér er kunnugt um hér á landi steypt kúlur í nokkur ár. Þetta er skemmtileg framlenging á nú þegar skemmtilegu áhugamáli sem skotfimi / skotveiðar og endurhleðsla skotfæra er. Ég steypi mest skammbyssukúlur en einnig riffilkúlur og högl. Haglasteypan er etv. einföldust af þessu og riffilkúlusteypan erfiðust. Ég steypi allt í handmótum en til eru aðrar aðferðir sem etv. henta frekar til magnframleiðslu.

Verkfærin, tæki og tól eru auðfundin á netinu ásamt miklu magni upplýsinga og jafnvel myndskeiða sem "kenna" steypuvinnu. Grundvallaratriðin eru ekki flóknari en svo að þú myndir læra handtökin á örfáum mínútum ef þú t.d. kíktir til mín þegar ég steypi. Sjálfur steypi ég kúlurnar á verkstæði sem ég er með en ég get tæplega mælt með því að menn geri þetta inni á heimilum nema með sérstökum ráðstöfunum vegna blýmengunarhættu. Þegar menn hafa náð tökum á handbrögðunum og komið sér upp nauðsynlegum búnaði þurfa menn aðeins að hella sér í "málmfræðina" (Metallurgy) til að geta flokkað, blandað og unnið með blýblöndurnar. Þetta er allt mjög einfalt og auðskiljanlegt. Mikið af aðgengilegu áreiðanlegu efni er á netinu og í bókum um kúlusteypu.

Til að draga saman í eina litla málsgrein það sem skiptir máli mætti segja að allt sem þarf er:

Nokkur einföld verkfæri, þ.e. blýpott, blýausu, blýbarramót, kúlumót/-tangir, ílát fyrir kælibað, bakka fyrir umframblý, litla trékylfu til að slá á mótatangir, kúlufeiti og fl. smálegt sem að gagni kann að koma háð aðstöðu og fl. framantalið er það sem þarf til steypuvinnunnar en svo þarf einnig blýhörkumæli, dæja til að setja kúlur í réttar stærðir og smyrja. Að ógleymdri verkkunnáttunni.

Í málsgreininni hér að ofan er allt upp talið sem þarf til að steypa kúlur og vinna með blýið. Gagnlegustu samantekt sem ég hef fundið um þessa vinnu frá a til ö má finna í bókinni Modern Reloading second edition eftir Richard Lee. Ásamt grundvallaratriðum eins og hvernig maður safnar og flokkar blý, bræðir það og vinnur. Má finna lykilinn að "galdrinum" við að steypa rétta kúlu fyrir tiltekið skotvopn og hleðslu. Þ.e. samspil þrýstings og hörku blýblöndunnar.

Að öðrum framleiðendum ólöstuðum myndi ég halda að maður fengi mest fyrir peninginn þegar kemur að tækjum og tólum til kúlugerðar hjá Lee Precision en svo er það auðvitað háð smekk og fjárhag hvers og eins hvað hentar.

Þér er velkomið að hafa samband við mig ef þú hefur áhuga á að sjá hvernig ég stend að þessu. En farðu strax að líta í kringum þig eftir blýi ef þér er einhver alvara með þetta. Þú getur notað allt hreint og ómengað blý (ekki rafgeymablý) eins og t.d. balanseringarlóð af felgum bæði límd og krækt, hreint blý úr gömlum húsum, línu/neta lóðum, prentplý hvers konar, gjarnan Linotype blý sem er ríkt af Antimony sem gerir blýið mjög hart. Töluverð vinna fer í að safna, flokka og hreinsa blýið og er það sóðalegast hluti vinnunnar.

Kveðja

Þorsteinn

Freysgodi
Póstar í umræðu: 2
Póstar:58
Skráður:20 Sep 2013 22:46
Fullt nafn:Jón Valgeirsson

Re: Taka delluna á næsta stig

Ólesinn póstur af Freysgodi » 17 Sep 2014 20:17

Sæll Þorsteinn

Þú minntist á steypingu haglaskota. Hefurðu gert slíkt með mótum eða einhverskonar "dropa" kerfi? Eru afköstin við að steypa haglaskot með mótum ásættanleg?

Kveðja

J o n. V a l g e i r s s o n

McKinstry
Póstar í umræðu: 2
Póstar:4
Skráður:17 Sep 2014 11:31
Fullt nafn:Þorsteinn Svavar McKinstry

Re: Taka delluna á næsta stig

Ólesinn póstur af McKinstry » 17 Sep 2014 21:42

Sæll Jón

Ég nota mót og hef einungis steypt stór högl sen eru .240 og .330 / 6,1 og 8,4mm / #4 og #00 þannig ég er ekki í fjöldaframleiðslu eins og maður væri etv. með minni fuglaskot. Fyrir mikið magn væri líklegast best að notast við "dropakerfi" sem mér sýnist að sé auðvelt að smíða skv. Jútúp og Gúgúl ef eitthvað er að marka þá bræður. Hvort mót hjá mér steypa 18 kúlur þannig að ekki eru afköstin neitt ógurleg en þó 22g og 60g í hverri steypu í þessum stærðum. þannig að þessa aðferð notar maður líklegast ekki í stórtæka fjöldaframleiðslu. 25 - 50 skot etv. ekkert stórmál steypir það með mótum á einum og hálfum tíma í rólegheitunum. En getur tvöfaldað afköstin með auka setti af mótum. Ef málið snýst um nokkra pakka af skotum gæti ég vel trúað að þetta gæti gengið. Hafa þarf í huga að höglin eru steypt frekar hörð þ.e.a.s. með hátt hlutfall af Antimony sem herðir blýið og þurfa menn þá helst að hafa komist yfir "prentarablý" (Linotype) einnig er töluverð harka í kræktum balanseringarlóðum. Mér sýnist ekki sami sparnaðurinn af endurhleðslu haglaskota og t.d. skammbyssuskota enda menn etv. ekki einungis að eltast við einhverjar sparaðar krónur heldur frekar að hlaða sér einhverja draumahleðslu fyrir byssuna sína.

Kveðja

Þorsteinn

Freysgodi
Póstar í umræðu: 2
Póstar:58
Skráður:20 Sep 2013 22:46
Fullt nafn:Jón Valgeirsson

Re: Taka delluna á næsta stig

Ólesinn póstur af Freysgodi » 19 Sep 2014 22:09

Sæll Þorsteinn,

Mig grunaði þetta.

Mér skilst að erfitt sé að framleiða stærri högl en 3 mm (US #5) með "home made" dropakerfum. Auk þess held ég að gæði slíkra kerfa verði tæplega viðunandi.

Ég hef verið í vandræðum með að fá högl í stærðinni 3.5 mm (US #3) sem mér finnast gáfulegasta stærðin til gæsaveiða. Myndi gjarnan vilja hafa hörkuna góða -t.d. 5% antimony -en harðara en það er óþarfi í svona stórum höglum. Hefurðu séð mót fyrir svona lítil högl?

Ég held raunar að högl í þessari stærð séu vanalega einhvernveginn völsuð/stimpluð frekar en "dropped".


kveðja,

J ó n V a l g e i r s s o n

Svara