Smíði á pressu fyrir Wilson

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 7
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri
Smíði á pressu fyrir Wilson

Ólesinn póstur af petrolhead » 13 Oct 2014 22:24

Sælir félagar.

Þar sem ég frétti að litli bróðir væri orðinn sár í lófunum af því að pressa Wilson dieann sinn með honum þá var ekki annað í stöðunni en að smíða fyrir hann eina pressu, á svo eftir að koma í ljós hvort hann getur notað hana en þetta var skemmtilegt project :D
Skelli svo einni mynd af gripnum með.

MBK
Gæi
Viðhengi
10024.JPG
pressan klár
10024.JPG (49.51KiB)Skoðað 2673 sinnum
10024.JPG
pressan klár
10024.JPG (49.51KiB)Skoðað 2673 sinnum
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Smíði á pressu fyrir Wilson

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 13 Oct 2014 22:39

Þetta er nokkuð nett pressa hjá þér og hefur við fyrstu skoðun einn stóran kost fram yfir pressuna sem ég er með... það er ekkert tannhjól í henni sem hefur verið að brotna hjá einhverjum.

En smá spurning, hversu langt gengur stimpillinn niður? Þ.e. hversu langt er travel-ið á honum... vonandi skiluru hvað ég er að spyrja um.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 7
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Smíði á pressu fyrir Wilson

Ólesinn póstur af petrolhead » 14 Oct 2014 06:49

Ég held ég átti mig á spurningunni Stebbi :geek: travel-ið er 20mm.

En hvernig er þín pressa, er það tannhjól sem þú snýrð og dregur til tannstöng ? ég hef neflinlega aldrei séð svona pressu með eigin augum :oops: . Ég var búinn að sjá þessa smíði fyrir mér með svoleiðis búnaði en var ekki búinn að finna hentuga tannstöng og hjól...væri örugglega fínt að ná svoleiðis úr olíudælu af þokkalega stórri díselvél.
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 7
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Smíði á pressu fyrir Wilson

Ólesinn póstur af petrolhead » 17 Oct 2014 07:19

Þá er bróðir búinn að taka fyrstu prófun á verkfærinu og lét vel af :D mjög létt að pressa kúlurnar í (seaterinn) með henni.
Helsti gallinn fannst honum að handfangið væri óþarflega langt og súlan mætti líka vera styttri svo pressan tæki minna pláss í geymslu, svo ef einhvern langar að smíða sér svona pressu þá er gott að hafa það í huga.

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Smíði á pressu fyrir Wilson

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 17 Oct 2014 11:26

Þetta er snjöll hönnun hjá þér Garðar!

Ég man eftir þræði á Hlað þar sem var verið að diskútera svona pressur og það kom mér á óvart hvað menn lentu mikið í því að brjóta þetta tannhjól sem sér um að pressa stimpilinn niður í Sinclair Pressuni.

Ég er reyndar búinn að hlaða 11 - 1200 skot með minni pressu án þess að brjóta tannhjólið, en ég hugsa að ég myndi fara þessa leið ef þetta hjól brotnar hjá mér!
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Bc3
Póstar í umræðu: 1
Póstar:156
Skráður:15 Jun 2012 16:15
Staðsetning:Grindavík

Re: Smíði á pressu fyrir Wilson

Ólesinn póstur af Bc3 » 17 Oct 2014 16:30

Eg lenti i þvi að tannhjólin brotnaði hja mer i sinclair pressuni sem eg fatta ekki, þvi Það voru engin átök i gangi
Kv Alfreð F. Bjōrnsson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 7
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Smíði á pressu fyrir Wilson

Ólesinn póstur af petrolhead » 18 Oct 2014 07:38

Ég þakka Stebbi.

Ég hef einmitt heyrt af því að tannhjólin í þessum Arbor pressum hafi verið að gefa sig en einkennilegt ef það er að gerast á litlu átaki :?: , ég einmitt reyndi að hafa þetta frekar í sverari kantinum því ég átti von á að það mundu verða talsverð átök á þessu. Nú en ef þessi pressa (sem nú hefur fengið nafnið Garbor :lol: ) reynist vel til lengdar þá er kannski spurning að mæla hana upp og setja hér inn teikningar svo menn geti nýtt sér ef þeir vilja, því það eru örugglega margir hér færir um að smíða svona.

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Smíði á pressu fyrir Wilson

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 18 Oct 2014 11:21

Sælir.
Svo er alltaf hægt að græja "knast" eins og í bílvél til að fá meiri færslu, það ætti ekki að vera flókið í dag að fá þannig leiser/vatnsskorið eða bara gamla slípibandið og þjölinn nú eða bara knastás úr gömlum Mopar bara spurning um lift tork eða high RPM ;) eftir því hvaða cal. á að hlaða. Þetta með skaftið spurning um hulsu/tengiró og hafa það laust/samsett eins og er á "alvöru" pressum. Verður fróðlegt að sjá útgáfu Mk. III.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 7
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Smíði á pressu fyrir Wilson

Ólesinn póstur af petrolhead » 21 Oct 2014 20:18

Hummmm er það vegna þess að þú teljir Mopar knastása öðrum betri :lol: eða er önnur ástæða fyrir þessu vali þínu félagi Aflabrestur :evil:

En það er rétt, það væri örugglega hægt að nota bút úr knastás í þetta....Mopar eða ekki :lol:

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 7
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Smíði á pressu fyrir Wilson

Ólesinn póstur af petrolhead » 29 Oct 2015 08:44

Jæja félagar, ætli það sé ekki best að setja smá uppfærslu á þennan þráð.
Það er búið að blunda í mér allt frá því að ég smíðaði "Garbor" pressuna að smíða aðra sem væri með tannstöng eins og alvöru Arbor :mrgreen: og loksins er ég búinn að láta verða af því ;)

Ég notaði tannstöng og tannhjól úr olíudælu af stórri díselvél svo þessi pressa er frekar stór og þung en að sama skapi ætti hún að vera þokkalega sterk.

MBK
Gæi
Viðhengi
P1010063.JPG
Harbor HD
P1010063.JPG (62.74KiB)Skoðað 2033 sinnum
P1010063.JPG
Harbor HD
P1010063.JPG (62.74KiB)Skoðað 2033 sinnum
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 1
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Smíði á pressu fyrir Wilson

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 29 Oct 2015 10:11

Þetta er svaka græja hjá þér Garðar ertu með öxul í burðarsúlunni?
er ekki betra að hafa hana svolítið þunga svona ef hleðslan er "compressed" :)
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 7
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Smíði á pressu fyrir Wilson

Ólesinn póstur af petrolhead » 01 Nov 2015 21:24

Sæll Jenni.
Já burðarsúlan er 30mm öxull og renndur niður í 25mm á þeim kafla sem hægt er að hafa hausinn.
Það er trúlega rétt hjá þér, betra að hafa hana þunga fyrir "compressed" hleðslur og hún ætti alveg að ráða við að þjappa líka :twisted:

mbk
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

Svara