Ótrúlegt hvað lítið púðurmagn til eða frá breytir miklu !

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
konnari
Póstar í umræðu: 4
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04
Ótrúlegt hvað lítið púðurmagn til eða frá breytir miklu !

Ólesinn póstur af konnari » 27 Nov 2014 15:07

Þessi spjallsíða er búinn að vera óvenju dauf upp á síðkastið þannig að ég skelli inn smá endurhleðslu pælingum.....

Þannig er að um daginn var ég alveg steinhissa hvað lítið púðurmagn til eða frá breytir miklu í nákvæmni....ég var að leika mér með Sauerinn minn í 25-06 og var búinn að finna ágæta hleðslu sem ég var að fínpússa....en aldrei hef ég lent í því að svo lítið púður til eða frá breyti svo miklu, grúbban fór úr um tommu niður í 0.127 tommur og munaði bara 0.2gr. í púðri !!....hafið þið lent í svo miklum mun ?

N.b. riffillinn er Sauer 202 í 25-06 með standard hlaupi og S&B veiðisjónauka 2.5-10x56.

Mynd
Kv. Ingvar Kristjánsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Ótrúlegt hvað lítið púðurmagn til eða frá breytir miklu

Ólesinn póstur af karlguðna » 27 Nov 2014 16:43

sælir,, ekki hefur maður séð svona dramatískar breitingar við svona lítið púðurmagn en ég hef gert tilraunir með misþung hylki og svo jafn þung hylki hinsvegar,,, en að öðruleiti alveg eins og það er greinilegur munur , eins er með colið , það breitir helling , ef þú værir alveg óvart með ýkt misþung hylki í verri grúbbunni og púðurmagnið væri einnig að henta síður fyrir þennan riffil þá gæti ég samkvæmt minni reynslu orðið lítið hissa á þessari útkomu,,, en kannski smá,, :mrgreen: :mrgreen:
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 1
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Ótrúlegt hvað lítið púðurmagn til eða frá breytir miklu

Ólesinn póstur af jon_m » 27 Nov 2014 18:38

Hvar kaupir þú þessa kúlu ? og er hún að haga sér öðruvísi en Nosler BT í sömu þyngd.
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

konnari
Póstar í umræðu: 4
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Ótrúlegt hvað lítið púðurmagn til eða frá breytir miklu

Ólesinn póstur af konnari » 27 Nov 2014 18:57

Ég keypti hana í USA en hún kemur alveg eins út og 115gr. BT. bara húðuð sem á að minnka þrif ofl.
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 5
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Ótrúlegt hvað lítið púðurmagn til eða frá breytir miklu

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 27 Nov 2014 22:22

Sæll Ingvar

Ég er nú frekar blautur á bakvið eyrun í svona 100 metra skytteríi. Þetta held ég hinsvegar að sé tilfallandi og ég er ekki viss um að þú sæir svona mikinn mun ef þú endurtækir tilraunina.

Eftir stendur spurningin... var þetta ekki bara grís?

Ég man að ég var að prófa hleðslur í 284 Win riffilinn hans Jenna í sumar... þ.e. fikra mig í átt að max hleðslu og ég skaut svona svipaða grúppu og sú minni hjá þér (líklega aðeins stærri samt) og það munaði 2.5 grs á mildasta og heitast hlaðna skotinu í grúppuni.

Mildasta hleðslan var 54 grs og sú heitasta 56,5. Mig minnir að ég hafi póstað mynd af þessari grúppu hér, ég skal athuga hvort ég finni hana aftur.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 5
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Ótrúlegt hvað lítið púðurmagn til eða frá breytir miklu

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 27 Nov 2014 23:06

Hér kemur þetta... sorry hvað þetta er léleg mynd, tekin á Síma við afleita birtu.

Þetta var semsagt hlaðið með N-160, fram í rílur og kúlan er Berger 168 VLD Hunting. Skotin eru 5 talsins og eini munurinn er hleðaslan.

54 grs, 54,5 grs, 55 grs, 55,5 grs og 56 grs. Þetta er allt skotið liggjandi með góðan aftur stuðning ef ég man rétt, frekar en af borði.

Skot 1,2,3,4 og 5
Mynd

Ég skaut svo reyndar einu í viðbót í aðra grúppu þar sem ekki voru kominn þrýstingsmerki og ég týmdi eiginlega ekki að eyðileggja þessa grúppu. Það skot lenti hér:

Sjötta skotið
Mynd

Eins og ég sagði... þá hef ég ekki mikla reynslu af svona skytteríi, svo þetta gæti líka verið tilfallandi hjá mér, en það væri gaman að sjá þessa tilraun endurtekna hjá þér Ingvar í góðu veðri.

Mín reynsla er að ein grúppa gefur aðeins ákveðna mynd en er enginn heilagur sannleikur...
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 5
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Ótrúlegt hvað lítið púðurmagn til eða frá breytir miklu

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 27 Nov 2014 23:16

Annað athyglisvert er, hvað fyrri grúppan hjá þér er mikið hærra en sú seinni... en ég hef stundum rekið mig á þetta í rifflinum hjá mér! Meðal annars þess vegna var ég líka svona hissa á þessari grúppu úr 284 rifflinum hans Jenna.

Target: 6,5 x 47 Lapua hleðslu test
Mynd

Á targetinu hér að ofan er athyglisvert að fyrri grúppurnar eru til vinstri (gæti verið vindur, man það þó ekki). og síðsta skotið í síðustu hleðsluni gæti líka hafa verið mistök skyttunar.

Hér er svo meira 6,5 x 47 skotið í verri aðstæðum en fyrra blaðið.
Mynd
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

konnari
Póstar í umræðu: 4
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Ótrúlegt hvað lítið púðurmagn til eða frá breytir miklu

Ólesinn póstur af konnari » 28 Nov 2014 08:47

Sæll Stefán,

Nei þetta er hvorki tilfallandi eða grís....ég er búin að sjá þetta áður í þessu kaliberi en kannski ekki eins áberandi og núna....það sem ég hef lært af þessu tiltekna kaliberi er að það er sko ekki sama hvað maður setur í hylkið til að fá það til að skjóta...með öðrum orðum þá er þetta með því dindóttara sem ég hef prufað. Hér er annað dæmi hálftíma síðar þennan sama dag, önnur hleðsla með annarri kúlu en í þessu tilfelli er 0.5gr munur og hef ég svo sem séð mun á 0.5gr. en ekki svona mikinn !

Mynd
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 5
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Ótrúlegt hvað lítið púðurmagn til eða frá breytir miklu

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 28 Nov 2014 13:31

Áhugavert... hvor grúppan er skotin á undan? sú milda eða sú heitari? Það er tvennt sem getur að mínu mati orsakað þennan mun... hiti í haupinu eða sveiflan á því þegar kúlan fer út!

Nú hef ég aldrei átt riffil með hunter hlaupi svo það getur vel verið að víbríngurinn sé svona mikill í því að munurinn á milli hleðsla með mismunandi púðurmagni skili svona mismunandi ákomu, en ég held að það sé útilokað að sjá svona rosalegan mun í Match (Hart, Lilja, Shilen, Krieger, os.frv.) hlaupi.

Hefuru hraðamælt þegar þú ert að skjóta og skoðað SD?

Allt eru þetta samt fínar grúppur fyrir veiðiriffili, þó ég ætli að leyfa mér að efast um að hann haldi þessum litlu grúppum day inn og day out.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 2
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Ótrúlegt hvað lítið púðurmagn til eða frá breytir miklu

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 29 Nov 2014 06:55

konnari skrifaði:grúbban fór úr um tommu niður í 0.127 tommur og munaði bara 0.2gr. í púðri !!
Það væri gaman að sjá endurtekningu með þessum hleðslum, ég hef ekki séð svona mun á grúppum eftir mismunandi púðurmagni en ég hef oft séð mikin mun á grúppum með mismunandi kúlusetningu.

Hvað eru skekkjumörkin í hleðslum hjá þér er viktin sem þú notar að mæla með meiri nákvæmni en 0,1 grs
Jens Jónsson
Akureyri

konnari
Póstar í umræðu: 4
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Ótrúlegt hvað lítið púðurmagn til eða frá breytir miklu

Ólesinn póstur af konnari » 29 Nov 2014 09:13

Ég er með tölvuvigt sem mælir upp á korn....búinn að endurtaka hleðslunarnar og þetta eru bara neglur :D :D

Sauer er bara gæði í gegn !!
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 1
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Ótrúlegt hvað lítið púðurmagn til eða frá breytir miklu

Ólesinn póstur af petrolhead » 29 Nov 2014 10:49

konnari skrifaði:með öðrum orðum þá er þetta með því dindóttara sem ég hef prufað
Verð að taka undir þetta með þér Ingvar, ég var að hlaða í þetta cal fyrir vin minn í sumar og þar sá ég gríðarlegan mun á grúppum á 0,5grn. Það er líka riffill með "hunter" hlaupi. Ég er hins vegar á því að þetta sé hörku skemmtilegt caliber þegar maður er búinn að vinna sig í góða hleðslu.

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Ótrúlegt hvað lítið púðurmagn til eða frá breytir miklu

Ólesinn póstur af gylfisig » 30 Nov 2014 13:19

25-06 er það kaliber sem mér hefur gengið hvað erfiðast að fá til að skjóta, þannig að vel má vera að þessi kenning Ingvars sé rétt ; að það þurfi hreinlega að hitta akkúrat á rétta púðurmagnið. Var nokkra daga að brasa með Sauer i þessu kaliberi, og að lokum fékk ég kvikindið til að skjóta þokkalega.
En þetta langa hylki er ekki að heilla mig neitt sérstaklega, frekar en frændhylki þess, 30-06 og 270 Win. Þetta eru stórir baukar, sem yfirleitt eru með mikið aukapláss, þegar ´búið er að hlaða þá.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 4
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Ótrúlegt hvað lítið púðurmagn til eða frá breytir miklu

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 01 Dec 2014 11:06

Þekki þetta caliber ekkert og trúi bara því sem á undan er komið.

Prufaði sjálfur fyrir nokkru að framkvæma "Ladder test". Það var skotið á 300 m þar sem ég taldi það nægjanlega fjarlægð (hefði mátt fara lengra út).

Skaut tvö 11 skota test. Þetta er niðurstaðan úr öðru. Ekki nógu reyndur í að framkvæma þetta en persónulega gat ég ekki lesið neitt af ráði úr þessu - nema kannski það að ég ætti ekkert að vera að hrufla í hægu/vægu hleðslunni minni sem ég hef verið að nota með fínum árangri alveg út á 1000 m. Ríkishleðslan mín er annars 41.3 gr af N160. Það voru komin merki um yfirþrýsting á heitustu hleðslunum í þessu testi. Hraðinn var kominn í ca 2800 f/s en ríkishleðslan er á um 2600.

Mynd
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 4
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Ótrúlegt hvað lítið púðurmagn til eða frá breytir miklu

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 01 Dec 2014 11:07

Stebbi - Jenni, hvað segið þið????
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 5
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Ótrúlegt hvað lítið púðurmagn til eða frá breytir miklu

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 01 Dec 2014 12:03

Sæll Gísli

300 Metrar er líklega of stutt... ég gerði þetta á 500 M á sínum tíma og hraðamældi líka í leiðinni. Minnir að ég hafi póstað mynd af því hérna áður, en get alveg hent henni hér inn aftur í kvöld eða á morgun.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 4
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Ótrúlegt hvað lítið púðurmagn til eða frá breytir miklu

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 01 Dec 2014 12:06

Fannst þetta samt ótrúlega lítið "vertical spread" á 300 - hélt að ég myndi sjá meira

Þetta er 3 gr aukning í púðri

Og ég hraðamældi líka. Á nákvæmar tölur í bók frammi í bílskúr
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 2
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Ótrúlegt hvað lítið púðurmagn til eða frá breytir miklu

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 01 Dec 2014 14:52

Gísli Snæ skrifaði:Fannst þetta samt ótrúlega lítið "vertical spread" á 300 - hélt að ég myndi sjá meira
Þetta rímar mun betur við mína reynslu af mismunandi púðurmagni á sömu kúlusetningu en það sem Ingvar sýnir hér að ofan.

Þetta er ekki nema hálft MOA vertical á 3 grs af púðri, sennilega sérðu ekki afgerandi mun fyrr en út á 5 til 600 metrum
Jens Jónsson
Akureyri

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 4
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Ótrúlegt hvað lítið púðurmagn til eða frá breytir miklu

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 01 Dec 2014 15:13

Já verð að endurtaka þetta við tækifæri á 500.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Svara