Ladder Test

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 4
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:
Ladder Test

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 01 Dec 2014 23:20

Ég ákvað að henda hérna inn niðurstöðunni úr þessari tilraun sem ég gerði fyrir nokkuð löngu síðan, vegna þess Gísli kom aðeins inn á þetta í öðrum þræði. Það eru örugglega nokkrir hér búnir að framkvæma svipaða tilraun og kannski einhverjir sem eru að spá í þessu sem finnst áhugavert að lesa og sjá það sem aðrir eru að pæla og prófa.

Í stuttu máli snýst Ladder Test um að finna "accuracy node" á rifflinum þar sem lítið breitileg hleðsla hefur sem minnst áhrif á ákomuna á löngum færum og að í einni ákveðinni hleðslu er munurinn á milli skota sem minnstur á lóðréttum (vertical) ási.

Ég reyndar hafði ekki tíma til að klára tilraunina á sínum tíma og skaut bara eitt sett af hleðslum frá lágmarki upp í hámark.

Miðað við þessa einu tilraun sem ég er búinn að gera þá myndi ég segja að 500 metrar sé ágæt vegalengd og það sem þarf er góður undirbúningur, það er nokkuð auðvelt að klúðra þessu þannig að niðurstaðan verði ekki marktæk.

Ég byrjaði á því að hlaða skotin og steppaði á 0.2 grs frá lágmarki upp í hámark samtals 15 skot. Hér má bæta við að sumum finnst tilgangslaust að hlaða fyrri helminginn af skotunum (mildu hleðslurnar), vegna þess að flestir vilja frekar vera í efri hlutanum til að ná sem mestum hraða út úr viðkomandi hylki. Hinsvegar finnst mér gaman að stúdera og skjóta, svo ég sé ekki ástæðu til að stytta sér leið.

Ég byrjaði á því að "colour coda" kúlurnar, þannig að ég litaði þær með 4 mismundi litum og lét eina vera ólitaða (3x5 skot), til þess að aðgreina þær í sundur á blaðinu þegar ég væri búinn að skjóta. Það er ekki auðvelt að sjá 6,5 mm göt á þessu færi þó það gangi alveg við ákveðin skilirði. Ég var svona hóflega bjartsýnn á að þetta myndi skila sér á blaðið, svo það kom mér skemmtilega á óvart að þetta virkaði, og reyndar betur en ég þorði að vona.

Smella á myndina til að sjá stærri:
Mynd

Svo stillti ég hraðamælinum upp og skaut sighter til að setja mig c.a. á blað. Næsta mál var að skjóta testið. Ég skaut þetta nokkuð rólega ef ég man rétt til þess að hita ekki hlaupið of mikið og endaði á því að lenda í rökkri þegar ég var búinn að ná í og skoða fyrsta blaðið, svo ég náði aldrei að klára. En þetta blað var niðurstaðan:

Smella á myndina til að sjá stærri:
Mynd

Í stuttu máli þá fannst mér þetta gefa nokkurnveginn þá mynd sem ég bjóst við, en um leið verð ég segja til þess að fá góða mynd á hvað þetta er að gera, þá er líklega rétt að framkvæma tilraunina a.m.k þrisvar til að fá góða mynd af þessu og þá komum við aftur að því að hugsanlega er óþarfi að skjóta 5 - 8 mildustu hleðslunum þar sem þú munt að öllum líkindum ekki nota þær.

Ég skráði hleðslurnar í grs við hvert gat og einnig hraðan í m/s. Í long range skiptir miklu máli að ná hraðanum stöðugum á svipuðum slóðum því það er hann sem ræður mestu um hæðina á löngum færum. Í prófinu hjá mér fannst mér merkilegt að sjá hraðan stökkva upp í skrefum og þess vegna hefði ég þurft að endurtaka tilraunina aftur til þess að bera saman. Einnig var skrítið að sjá að aukinn hraði skilaði sér ekki endilega í hærri ákomu og það er vel hugsanlegt að um sé að kenna "shooter error"... 8-) :lol:

Skjótið á mig spurningum ef þið haldið að ég geti hjálpað til og endilega ef einhver framkvæmir þetta test að pósta því hér inn ásamt hugleiðingum.

Það er til ágæt lesning um þetta test á 6mmbr.com og fleiri stöðum fyrir þá sem hafa áhuga á því að kynna sér þetta betur og svo væri líka sniðugt ef menn myndu pósta niðurstöðuni hér í framhaldinu og sínum pælingum fyrir þá sem á eftir koma til að læra af.

Grein á 6mmbr.com um Ladder test á 1000 yards

Mynd úr þessu testi:
Mynd
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Ladder Test

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 01 Dec 2014 23:30

Flott Stebbi - Lýsingin gæti vel átt við mitt test líka. Nema ég setti bara myndavél út á svæði og tók vídeó af báðum tilraunum. En eins og ég sagði - þarf að fara út á 500 m.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 1
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Ladder Test

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 01 Dec 2014 23:47

Þarf ekki þegar svona Ladder test er framkvæmt að fylgjast með loftþrýstingi og lofthita breytingum allavega ef langur tími fer í að framkvæma testið
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 4
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Ladder Test

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 01 Dec 2014 23:55

Skytteríið sem slíkt tók ekki nema 20 - 25 mín... svo þessar breytingar ættu að vera innan ásættanlegs ramma býst ég við!

Einnig tel ég að í grófum dráttum ætti niðurstaðan bara að færast upp eða niður blaðið með breytingum á þessum tveimur þáttum.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Ladder Test

Ólesinn póstur af Gisminn » 02 Dec 2014 11:29

Sæll Stebbi skil ég testið þitt rétt að þú myndir mögulega nota 38,6gr ?
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Haglari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Ladder Test

Ólesinn póstur af Haglari » 02 Dec 2014 12:47

Sælir

Takk fyrir þessa skemmtilegu lesningu Stebbi, ég er frekar blautur á bakvið eyrun í þessu ennþá en finnst mjög gaman að stúdera og lesa um svona lagað :)

Hafið þið eitthvað skoðað eða stúdera aðferð sem er kölluð OCW (Optimal Charge Weight - load development) og hvaða skoðun hafið þið á þeirri aðferð?
Þetta í raun gengur út á það sama og ladder test nema í þeirri aðferð sem Dan Newberry hefur þróað er reynt að útiloka þær breytur sem geta brenglað/skemmt þetta hefðbundna ladder test. Þessi aðferð virkar m.a. þannig að það eru búnar til 3-5 skot fyrir hverja hleðslu. Hversu margar hleðslurnar eru er auðvita mismunandi en segjum að þær séu 5 og 3 skot fyrir hverja hleðslu. Síðan eru sett upp 5 skotmörk fyrir hverja hleðslu. Fyrst er skotið einu skoti úr hleðslu númer 1 á skotmark númer eitt. Síðan er skotið einu skoti úr hleðslu númer tvö á skotmark númer tvö og koll af kolli þar til búið er að skjóta 5 skotum á 5 skotmörk. Þá er byrjað aftur á hleðslu númer eitt á skotmark númer eitt, síðan tvö og þessu er haldið áfram þangað til hleðslurnar/skotin eru búin (að skjóta með þessum hætti er kallað á ensku "round robin"). Með þessu móti á að vera búið að dreifa þeim breytum sem hugsanlega geta átt sér stað yfir allt í staðin fyrir að maður geri "óvart" eina góða grúbbu eða geri ladder test þar sem að óvart lenda saman þrjú skot á lóðréttum ás..... Síðan á maður að geta fundið grúbbur þar sem POI er mjög nálægt hvort öðru og þar á að vera optimal charge weight. Þessu er betur lýst á heimsíðunni hjá Dan Newberry.

http://optimalchargeweight.embarqspace.com/#

Kv.
Óskar Andri

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 4
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Ladder Test

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 03 Dec 2014 00:42

Sæll Þorsteinn

Ég nota reyndar 38,5 grs á bakvið þessa kúlu, en miðað við þetta gæti verið í lagi líka að skoða 39,6 grs. Í dag er ég reyndar ekki mikið að skjóta þessari Scenar kúlu og ég hef ekki framkvæmt þetta test með þeirri kúlu sem ég nota mest.

Þarna er líka a.m.k. eitt skot sem ég á ekki gott með að átta mig á afhverju það lendir svona langt í burtu frá hinum og það er 39 grs, sem er það hæðsta á blaðinu en samt bara með hraða upp á c.a. 930 m/s, líklega "shooter error".

Sæll Óskar

Ég man eftir að hafa lesið haug um þetta OCW test þegar Maggi benti á þetta á sínum tíma. Mér hefur bara aldrei fundist ástæða til þess að prófa þetta svona rosalega vísindalega, vegna þess að ég held ekki að ég sé það góð skytta og of sjaldan finnst mér vera nógu góð veður skilirði til þess að gera svona nákvæmt próf.

Sú aðferð sem ég beiti í dag til þess að finna hleðslur fyrir þær kúlur sem ég er að nota er í raun sára einföld. Ég kúluset eins og ég er sáttur við (helst sem næst rílum, til að nýta hylkið vel), byrja svo á því að hlaða in the safe zone og steppa upp þangað til ég sé þrýstings merki, þar bakka ég hálft grs niður og tjúnna svo hleðsluna með kúlusetninguni ef þarf. Mín krafa er ekki meiri en 0.25 - 0.5 MOA að jafnaði, enda tel ég að ég sé ekki skytta til að gera betur.

Ég nota Wilson diea til að kúlusetja svo ég á nokkuð auðvelt með að hlaða og ýta kúlunum neðar eða setja utar út á velli.

ATH ekki er ráðlegt að fara yfir uppgefnar hámarkshleðslur í bókum nema þú vitir alveg upp á hár hvað þú ert að gera.

En ef þú testar annað hvort Ladder eða OCW Óskar, þá væri gaman fyrir okkur hina að sjá niðurstöðurnar hérna.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Hjörtur S
Póstar í umræðu: 1
Póstar:56
Skráður:24 May 2012 13:41
Staðsetning:Reykjavík

Re: Ladder Test

Ólesinn póstur af Hjörtur S » 03 Dec 2014 20:06

Sæll Stefán og þakka þér fyrir síðast.

Gaman af þessari prófun hjá þér Stefán. Ég hafði enga trú á þessari litun á kúlum þegar ég sá þetta ladder test fyrst en fróðlegt að sjá að litunin virkar.
Mig langar aðeins til að forvitnast hjá þér þegar þú ert að hlaða lýsir þú „hellst sem næst rillum“ hversu nálægt er það sem þú ert að nota áður en þú bakkar um 0,5grs? Og hversu nálægt hefur þú leyft þér að fara eftir að þú hefur lækkað um 0,5grs ?
Með kveðju
Hjörtur S
Hjortur@internet.is

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 4
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Ladder Test

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 03 Dec 2014 23:42

Sæll Hjörtur

Riffillinn minn er ein-skota og því er ég ekki bundin af þeirri heildar lengd að skotið passi í magasínið, þess vegna kýs ég að kúlusetja eins framarlega og ég kemst upp með.

Ég er mest að skjóta 120 grs Sierra ProHunter og 130 grs Berger VLD Hunting. Berger VLD kúlur hafa þá tilhneigingu til þess að skjóta vel frá eitthverju smá "Jumpi" (frá rílum) upp í nokkuð "Jam" (klest í rílur).

Mín kúlusetning á Berger er "Jam" vegna þess að hún virkar ágætlega. Hinsvegar er ProHunter kúlan hjá mér jumpuð. Sú kúla er frekar stutt miðað við Berger kúluna, hún er líka flatbase og samkvæmt fræðunum á hún auðveldara með að stabilesera sig en langar boat-tail kúlur og þarf ekki endilega að vera í rílunum.

Til þess að finna hleðsluna fyrir kúlu sem er "jömmuð", þá byrja ég að hlaða t.d. 2 grs frá uppgefnu hámarki og steppa svo upp um 0,5 grs upp þangað til að ég er kominn upp fyrir hámarkið t.d. 1 - 1,5 grs. Svo byrja ég á því að skjóta veikustu hleðsluni, svo koll af kolli.

Ef ég sé eða finn þrýstings merki áður en ætluðu hámarki er náð þá skýt ég ekki þeim skotum sem eru með meiri hleðslu, heldur fer með þau heim og slæ kúlurnar aftur úr og hleð kannski 20 skot af þessari hleðslu sem er hálft grs fyrir neðan hámarkið. Þá er mér alveg óhætt að setja kúlurnar neðar í hylkið til að "tjúnna" kúlusetninguna, því ég er bara að minnka þrýstingin með því að setja kúluna lengra frá rílum (ofan í hylkið).

Segjum að kúlan í hleðsluni sem ég fann hafi verið með 0.030" tommur í "jam", þá set ég 5 skot þá hleðslu og prófa, ef hún virkar ekki... þá er bara að prófa 0.010 " í "jam" svo 0.010 í "jump" og svo 0.030 í "jump".

Ef ég er ekki kominn með neina hleðslu sem skilar ásættanlegri niðurstöðu í eftir þessar tilraunir, þá klóra ég mér í hausnum og kem við í skúrnum hjá Finna á leiðinni heim... :lol:

A.T.H.
Þetta sem er hér að ofan er aðeins mín aðferð, það eru margar aðferðir til þess að finna rétta hleðslu og þeir sem vita ekki nákvæmlega hvað þeir eru að gera ættu ekki að fikta við að "jam-a" kúlum.

Ég hef ekki mikla reynslu af þessu og langt því frá eins mikla og margir sem eru að skjóta mikið og skrifa hér inni. Ég er aðeins að deila þeirri reynslu sem ég hef sjálfur og hún er engin heilagur sannleikur.

Vonandi ert þú samt eitthverju nær eftir þennan lestur Hjörtur, svo þykist ég vita að Siggi geti frætt þig um eitt og annað sem við kemur hleðslum.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Svara