Afglóðun - Annealing

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 3
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37
Afglóðun - Annealing

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 09 Dec 2014 18:05

Langaði aðeins að spyrja spjallverja um afglóðun - eða annealing eins og það heitir á ensku.

Hef sjálfur ekki verið að gera þetta - og er komin í þó nokkur skipti með hluta af 260 Rem hylkjunum mínum.

Góður kunningi minn er með flotta vél til að gera þetta - eitthvað í þessa átt

http://www.bench-source.com/id81.html

Og síðan er þessi útgáfa líka til - ansi flott

http://www.giraudtool.com/annealer1.htm

En þetta er bara of mikið/dýrt fyrir minn smekk og því ætlaði ég að athuga hvort að menn séu í fyrsta lagi að gera þetta eða sleppa því.

Og ef menn eru að afglóða hvort að menn séu bara að nota basic aðferðir (gott ef menn gætu vísað á Youtube vídeó í svipaða aðferð) eða hvort að einhver hafi prufað ódýrari hjálpartæki eins og t.d. þetta

http://www.cartridgeanneal.com/

Hef nú stundum rætt þetta við menn úti á skotsvæði og það er nú svona upp og ofan hvort að menn geri þetta - langflestir segja nei.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

karlguðna
Póstar í umræðu: 3
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Afglóðun - Annealing

Ólesinn póstur af karlguðna » 09 Dec 2014 19:58

hef einmitt verið að hugsa um það sama en veit ekki hvort þetta er að gera eitthvað gagn ,,,,, held nú að ég færi ódýru leiðina , eins og einn gaslampa :mrgreen: sá video um þetta og þar var ekkert fannsí tæki notað,,,, ætla að reyna að fynna myndbandið, en gaman væri að heyra af reynslu manna af þessu, :P

https://www.youtube.com/watch?v=cQJnIWgG9PI
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

Kristmundur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:75
Skráður:30 Jul 2012 17:18

Re: Afglóðun - Annealing

Ólesinn póstur af Kristmundur » 09 Dec 2014 20:21

Eg er með maskínu svipaða og bench-source vélin eg er ekki í vafa að þetta hjálpar ekki bara upp á
endingu á hilkjum heldur líka hvað kúlusetning verður jafnari.Eg hef prófað að afglóða eitt og eitt
hilki í einu og það er leiðinlegt verk og ónákvæmt.
Kveðja.
Kristmundur Skarpheðinsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 3
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Afglóðun - Annealing

Ólesinn póstur af karlguðna » 09 Dec 2014 21:33

og hvað eru menn að afglóða hvert hylki oft á líftíma þess ??? byrja menn kannski á ónotuðum hylkjum ?
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 3
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Afglóðun - Annealing

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 09 Dec 2014 21:37

Úff - ekki líst mér á þessa aðferð Karl.

Nei held að menn séu ekki almennt að afglóða ný hylki - a.m.k. er það óþarfi með Lapua hylki. Þú eru afglóðuð í kassanum.

Rakst annars á þetta - ekki flókin smíði þegar að búið væri að skera út stóru skífuna.

http://rvbprecision.com/shooting/brass- ... chine.html
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

karlguðna
Póstar í umræðu: 3
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Afglóðun - Annealing

Ólesinn póstur af karlguðna » 09 Dec 2014 21:45

Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

BrynjarM
Póstar í umræðu: 1
Póstar:70
Skráður:12 Jun 2012 13:16

Re: Afglóðun - Annealing

Ólesinn póstur af BrynjarM » 09 Dec 2014 22:56

Nú spyr sá sem ekki veit :-) Til hvers eru menn að þessu? Hvað er fengið með þessu?
Brynjar Magnússon

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 3
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Afglóðun - Annealing

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 11 Dec 2014 17:28

Brynjar spurningu þinni er svarað í textanum í upphafi þessa vídeós

https://www.youtube.com/watch?v=yec8Yy3fEdg

Þetta er síðan ódýr leið sem maður ætti kannski að prufa

https://www.youtube.com/watch?v=Mi3OoeYUPec
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Svara