Að skjóta morgunmat.

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 3
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri
Að skjóta morgunmat.

Ólesinn póstur af petrolhead » 04 Feb 2015 19:46

Sælir félagar.
Það er sagt að góðir hlutir gerist hægt....en stundum finnst mér þeir gerast of hægt....allt of hægt :evil: , en það þokast alla vega allt í rétta átt hjá mér með 6,5 projectið mitt þó hægt gangi.
Ég var að fikta við að fire forma hylki nýverið, þarf að þenja 25-06 í 6,5-06AI og ákvað að prófa COW aðferðina.
Ég tók fyrstu hleðslu með 4grn af N-340 og fyllti svo hylkið með morgunmat og skaut þessu. Hylkið þandist engan veginn nóg svo ég færði mig upp í 5grn, svo 6 og þá 7, þá fór aðeins meira að gerast svo prófaði 7,5grn og svo 8grn en hylkið enn ekki komið með skarpar axlir en komin góð mynd á það, sjá mynd: minnsta hleðsla til vinstri og hækka til hægri, lengst til hægri er svo hlaðið skot eins og það á að vera.

Hefur einhver hér prófað að þenja hylki með þessari aðferð ???
Ég tók neflinlega eftir því að hvellhetturnar standa 0,25mm aftur úr hylkjunum svo þau virðast vera full stutt???

MBK
Gæi
Viðhengi
formun.jpg
25-06 vs 6,5-06AI.jpg
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 3
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Að skjóta morgunmat.

Ólesinn póstur af petrolhead » 06 Mar 2015 09:53

Þá er búið að gera frekari tilraunir með fire forming. Fikraði mig upp í 10grn af púðri og þá voru hylkin orðin vel formuð en ekki komnar skarpar axlir, þá var prófað að auka púðurmagnið enn frekar og farið upp í 11,5grn í þrepum en það breytti engu um formunina á hylkjunum.
Nú var prófað að hlaða milda hleðslu með kúlu og skjóta við það urðu axlirnar skarpar og primerinn gekk það lítið aftur úr hylkinu að það er varla sjáanlegt en finnst alveg ef maður rennir skíðmáli eftir botninum á hylkinu.
Mismuninn á hylkjunum eftir formun og eftir fyrstu kúlu má sjá á meðfylgjandi mynd.
Mér virðist alla vega af þessari reynslu að þetta sé fín aðferð til að forma hylki, 10grn af púðri, hvellhetta og smá COW, alla vega mun minni kostnaður en að hlað eðlilega með kúlu.

MBK
Gæi
Viðhengi
WP_20150220_001.jpg
Hylkin fyllt af CoW og WC pappír til að loka
WP_20150220_005.jpg
vinstra eftir formun og hægra eftir formun og fyrstu kúlu
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 3
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Að skjóta morgunmat.

Ólesinn póstur af petrolhead » 12 May 2021 09:08

Fyrir nokkrum mánuðum, eða kannski bara á haustdögum síðastliðnum, áskotnaðist mér nokkuð af einskotnum 270win hylkjum sem kom sé vel því það var orðið tímabært að endurnýja nokkuð af 6.5-06 hylkjunum sem ég hef verið að nota.
Gömlu hylkin voru formuð úr 25-06 svo þetta var svolítið annar prósess í þetta skiptið.
Fyrsta verk var auðvitað að nekka 270 hylkin í 264/6.5 sem var einfalt og fljótgert, næsta verk var að stytta hylkin því 270 er 2.540" en 6.5-06 notar 2.484" hylki eins og 30-06 svo það þurfti að trimma hylkin í mál.
Næsta verk var þenja út axlirnar í Ackley (40°) og notaði ég sömu aðferð og ég hafði áður gert sem er 10gn af N340 og hylkið svo fyllt af CoW.
Ef einhver annar tekur upp á þessari vitleysu þá eru hér smá varnarað orð, ég hlóð sem sagt þessa fire formunar hleðslu í nokkur hylki en komst ekki til að skjóta þeim fyrr en nokkrum vikum síðar, formunin gekk fínt en það sem ég tók eftir þegar ég fór að skoða hylkin var að það sat slatti af grjóthörðum morgunmat í öxlunum á flestum hylkjunum sem var dálitið mál að ná úr svo maður þarf að skjóta þessu strax eftir hleðslu til að lenda ekki í þessu, að minnsta kosti hlóð ég í næsta skammt að kvöldi og skaut því að morgni og á sat ekkert fast í hylkjunum.
Þá var næst að fara að hlaða þetta með kúlu en líkelga eru hálsarnir á 270 eitthvað efnis meiri en á 25-06 og að auki nekkaðir niður en ekki upp svo ég þurfti að turna aðeins utan af hálsinum á þessum hylkjum til að fá þá í æskilegt mál þegar kúlan var komin í. Ég hlóð prufur í þetta og endaði í sömu hleðslu og með 25-06 hylkin svo það er greinilega enginn munur á því hvora gerðina af hylkjum maður notar, en tek fram að í báðum tilfellum er um Norma hylki að ræða.
Það er því klárlega dálðitið meira bras að forma 270win í 6.5-06 heldur en að nota 25-06 hylki en það gerir lífið bara skemmtilegra :-)

Á meðfylgjandi mynd er 270 óbreytt lengst til vinstri, í miðjunni eins og það er þegar það er komið í rétta lengd og lengst til hægri þegar ég búið að þenja út axlirnar.
Viðhengi
WP_20191229_21_58_05_Pro.jpg
WP_20200218_21_46_16_Pro.jpg
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

Svara