Fyrir nokkrum mánuðum, eða kannski bara á haustdögum síðastliðnum, áskotnaðist mér nokkuð af einskotnum 270win hylkjum sem kom sé vel því það var orðið tímabært að endurnýja nokkuð af 6.5-06 hylkjunum sem ég hef verið að nota.
Gömlu hylkin voru formuð úr 25-06 svo þetta var svolítið annar prósess í þetta skiptið.
Fyrsta verk var auðvitað að nekka 270 hylkin í 264/6.5 sem var einfalt og fljótgert, næsta verk var að stytta hylkin því 270 er 2.540" en 6.5-06 notar 2.484" hylki eins og 30-06 svo það þurfti að trimma hylkin í mál.
Næsta verk var þenja út axlirnar í Ackley (40°) og notaði ég sömu aðferð og ég hafði áður gert sem er 10gn af N340 og hylkið svo fyllt af CoW.
Ef einhver annar tekur upp á þessari vitleysu þá eru hér smá varnarað orð, ég hlóð sem sagt þessa fire formunar hleðslu í nokkur hylki en komst ekki til að skjóta þeim fyrr en nokkrum vikum síðar, formunin gekk fínt en það sem ég tók eftir þegar ég fór að skoða hylkin var að það sat slatti af grjóthörðum morgunmat í öxlunum á flestum hylkjunum sem var dálitið mál að ná úr svo maður þarf að skjóta þessu strax eftir hleðslu til að lenda ekki í þessu, að minnsta kosti hlóð ég í næsta skammt að kvöldi og skaut því að morgni og á sat ekkert fast í hylkjunum.
Þá var næst að fara að hlaða þetta með kúlu en líkelga eru hálsarnir á 270 eitthvað efnis meiri en á 25-06 og að auki nekkaðir niður en ekki upp svo ég þurfti að turna aðeins utan af hálsinum á þessum hylkjum til að fá þá í æskilegt mál þegar kúlan var komin í. Ég hlóð prufur í þetta og endaði í sömu hleðslu og með 25-06 hylkin svo það er greinilega enginn munur á því hvora gerðina af hylkjum maður notar, en tek fram að í báðum tilfellum er um Norma hylki að ræða.
Það er því klárlega dálðitið meira bras að forma 270win í 6.5-06 heldur en að nota 25-06 hylki en það gerir lífið bara skemmtilegra
Á meðfylgjandi mynd er 270 óbreytt lengst til vinstri, í miðjunni eins og það er þegar það er komið í rétta lengd og lengst til hægri þegar ég búið að þenja út axlirnar.