Besti pakkinn í endurhleðslu

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 2
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ
Besti pakkinn í endurhleðslu

Ólesinn póstur af TotiOla » 14 Mar 2012 22:53

Sælir

Aftur langar mig að fá að dífa tánum í viskubrunn ykkar og fá að heyra hvaða hleðslusett hefur verið að reynast mönnum best. Þá er ég, eins og flestir, að leita eftir besta "bang-inu fyrir buck-inn" :mrgreen:

Hef skoðað þessa helstu pakka hjá Hlað, Veiðimanninum og Ellingsen en hef því miður takmarkað vit á þessu og langar því að spyrja með hverju menn mæla í þessum efnum?
Síðast breytt af TotiOla þann 14 Mar 2012 23:14, breytt í 1 skipti samtals.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 2
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Besti pakkinn í endurhleðslu

Ólesinn póstur af TotiOla » 14 Mar 2012 22:54

Þess má geta að ég er þá að fara að hlaða í .223 og 6,5x55 ef það skiptir einhverju máli.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Besti pakkinn í endurhleðslu

Ólesinn póstur af maggragg » 14 Mar 2012 23:06

Sæll Þorarinn

Ég keypti ásamt bræðrum mínum Lyman settið fyrir nokkrum árum, þ.e. minna settið. Það er ágætis pressa sem fylgir því.

Ég hef heyrt aðra minnast á það og er sammála því að ef maður kaupir "lítið" sett þá á maður alltaf eftir að kaupa allt hitt í það. Einnig ef settið er "ódýrt" á maður eftir að skipta helstu hlutunum út.

Ég veit ekki hvaða sett kemur best út, Hornady, Lyman, RCBS, Redding eru allt flott sett. Lee er ódýrara en ég veit ekki um muninn.

Það sem er nauðsynlegt að mínu mati í hleðsetti er: Pressan, vog (annaðhvort vönduð skálavog eða digital), Bakki fyrir hylkin, betra að hafa tvo. Smurbakki, Skífumál, (skammtari, ekki nauðsynlegur) og svo réttu dæjanir og primertöng, en hægt að komast af með primer tólið sem er oftast innbyggt í pressurnar, þó ég mæli ekki með því. Ég er að auki með trimmer og thumbler sem eru mjög góð tæki og ég vildi ekki vera án. Einnig þarf maður að eiga bursta fyrir hálsin, Primer pocket hreinsi, og janfvel primer hole reamer. Þetta er svona basic. Spurningin er hvort það sé betra að kaupa pakkan og bæta við hann og skipta út eða kaupa allt í sitt hvoru lagi.

En ég held að hvað grunnpakkana varðar sem fást hér heima þá séu þeir mjög svipaðir þannig að best væri að lesa um þá og bera saman innihald og svo verð.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Benni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Besti pakkinn í endurhleðslu

Ólesinn póstur af Benni » 14 Mar 2012 23:43

Ég fékk mér ekki pakka þegar ég byrjaði, fékk mér Lyman Crusher pressu sem er mjög góð, er einföld og níðsterk og hefur ekki klikkað.
En Lyman pro kit lýtur ágætlega út, þekki reyndar ekki vogina en restin er allavega fínn startpakki.

Eina sem ég er ekki hrifinn af frá Lyman eru dæjarnir, eru leiðinlega grófir og þrengja of mikið að mínu mati.

Redding eru í uppáhaldi og hef heirt ekkert nema gott um Forster dæja einnig en var að fá nýju Wilson dæjana mína og eru þeir alveg magnaðir en það er svosem annað mál.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Besti pakkinn í endurhleðslu

Ólesinn póstur af Gisminn » 14 Mar 2012 23:46

Keyptu stærri pakkan þar er líka 2 matarar og 2 primer ísetjarar sem Magnús nefndi tól annað fyrir 223 sem sagt minni primerana og svo hitt fyrir 243 og uppúr.
Ég keypti Lyman stærra settið og skipti út digital vogini fyrir skála vog hjá Hlað og bætti svo redding dæjum við hjá veiðihorninu vegna þess að þeir voru mikið ódyrari á dia settunum.Munaði nærri 4000kr fyrir neck,full og kúlusetjara. eina sem ég hef bætt við síðan er primer töng.
Síðast breytt af Gisminn þann 15 Mar 2012 23:44, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
oliar
Póstar í umræðu: 1
Póstar:53
Skráður:24 Feb 2012 09:38
Staðsetning:Reykjavík

Re: Besti pakkinn í endurhleðslu

Ólesinn póstur af oliar » 15 Mar 2012 21:59

Keypti Lyman pressu staka á sínum tíma og síðan komu fylgihlutirnir smám saman. Gerir allt sem ætlast er af henni en ef ég væri í kauphugleiðingum í dag myndi ég kaupa Redding.
Af hverju. Einfaldlega þá finnst mér öll smíðavinna og frágangur betri en hinna og redding die-arnir eru mun betri en hornady, lyman og RCBS (tek bara það sem ég veit að er selt hér heima og ekki endilega í þessari röð, finnst Lyman die-arnir þeir lökustu)
Kveðja. Óli Þór Árnason

Svara