Vantar smá hleðslu upplýsingar fyrir .308 (Hornady)

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
prizm
Póstar í umræðu: 5
Póstar:49
Skráður:15 May 2012 10:07
Vantar smá hleðslu upplýsingar fyrir .308 (Hornady)

Ólesinn póstur af prizm » 06 Jun 2015 19:31

Sæl/ir félagar.

Mig vantar að fá hleðslutöflur fyrir 168gr A-Max Hornady kúlur.
Riffillinn hefur 11 í twist.

Töflur sem ég fann hjá Nosler og Vihtavouri eru misvísandi eins og sjá má hérna fyrir neðan(VV N-140).
Nosler - 40,5-46,5*
Sierra HPBT - 36,2-42,8
Barnes TSX - 40-44,1
Síðast breytt af prizm þann 06 Jun 2015 22:22, breytt í 1 skipti samtals.
Með kveðju
Ragnar Franz

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 5
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Vantar smá hleðslu upplýsingar fyrir .308 (Hornady)

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 06 Jun 2015 21:08

Hvaða púður ertu að nota?
Jens Jónsson
Akureyri

prizm
Póstar í umræðu: 5
Póstar:49
Skráður:15 May 2012 10:07

Re: Vantar smá hleðslu upplýsingar fyrir .308 (Hornady)

Ólesinn póstur af prizm » 06 Jun 2015 22:20

Já, ég gleymdi nú að tilgreina það VV N140
Með kveðju
Ragnar Franz

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 5
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Vantar smá hleðslu upplýsingar fyrir .308 (Hornady)

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 06 Jun 2015 23:07

Ef þú ert að nota 71 mm COL þá myndi ég byrja á 40 gr af N140 bæta 0,5 gr við hver 3 skot uppí 42,5 gr og líta vel eftir þrýstingsmerkjum ef boltinn verður þungur að opna þá myndi ég ekki fara hærra í hleðslu velja svo bestu grúppuna og þróa þá hleðslu frekar ásamt því að breyta kúlusetninunni lítillega
Reyndar myndi ég nota N150 fyrir 168 gr kúlu en ef þú átta N140 þá er allt í lagi að nota það.

Ertu búinn að finna rílurnar með þessari kúlu.
Ef þú ferð með kúluna í rílur þá þarftu að passa vel uppá þrýstinginn sem hækkar yfirleitt þegar kúlunni er "Jammað"
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Vantar smá hleðslu upplýsingar fyrir .308 (Hornady)

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Jun 2015 03:23

Eru ekki 168 gr. kúlur of þungar fyrir 11 tvist í 308.
Mig minnir að félagi Gismin hafi lent í vandræðum á dögunum sem löguðust þegar hann fór niður í 123 gr kúlur :)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 5
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Vantar smá hleðslu upplýsingar fyrir .308 (Hornady)

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 07 Jun 2015 06:20

1:11 twist á vel að ráða við 168 grs A-max ég hef skotið 185 gr kúlum úr 1:11 twist með fínum árangri úr 308
Ég myndi sennilega nota N150 fyrir þessa kúluþyngd en N140 ætti samt alveg að ganga
hraðinn á kúlunni með N140 lendir sennilega á milli 2500 til 2600 fps þegar hleðslan er komin upp undir max N150 gefur sennilega upp undir 100 fps meiri hraða og N500 línan (sem ég nota alls ekki) eða RL 15 og RL17 gæti bætt 100 til 150 fps í viðbót og komið þessari kúlu á í kringum 2750 fps fer samt alveg eftir hlauplengd á rifflinum.
Þú verður að fara varlega þegar þú eykur púðurmagnið og fylgjast vel með þrýstingsmerkjum

En markmiðið ætti ekki endilega að vera með kúluna á sem mestri ferð (þó það sé betra uppá vindrek á viðkomandi kúlu) betra markmið er að fá góðar gruppur og læra þekkja ferilinn á þeirri kúlu sem maður er að skjóta.
Jens Jónsson
Akureyri

konnari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Vantar smá hleðslu upplýsingar fyrir .308 (Hornady)

Ólesinn póstur af konnari » 07 Jun 2015 10:52

prizm skrifaði:
Mig vantar að fá hleðslutöflur fyrir 168gr A-Max Hornady kúlur.
Riffillinn hefur 11 í twist.

Töflur sem ég fann hjá Nosler og Vihtavouri eru misvísandi eins og sjá má hérna fyrir neðan(VV N-140).
Nosler - 40,5-46,5*
Sierra HPBT - 36,2-42,8
Barnes TSX - 40-44,1
Þetta eru ekki misvísandi töflur....heldur eru þetta ólíkar kúlur og frá sitthvorum framleiðenda, það er ekki hægt að nota sömu hleðslu fyrir mismunandi kúlur þótt þær séu jafn þungar ! Þú átt helst að nota Hornady bókina fyrir þessa kúlu sem þú nefnir.
Kv. Ingvar Kristjánsson

prizm
Póstar í umræðu: 5
Póstar:49
Skráður:15 May 2012 10:07

Re: Vantar smá hleðslu upplýsingar fyrir .308 (Hornady)

Ólesinn póstur af prizm » 07 Jun 2015 16:34

Það er hárrétt hjá þér Ingvar en því miður á ég hana ekki.
Ég er eingöngu með VV og Nosler bækurnar.
Ef þú átt Hornady bók þá væri vel þegið að fá mynd af hleðsluupplýsingum úr henni.

Annars eru kúlurnar sem mér var falið að prufa 168gr Hornady A-max, 165gr Nosler Accubond og 110gr Nosler Varmageddon.
Ég reyndar þarf að skoða aðeins upplysingarnar um þessa varmageddon kulu, personulegt álit mitt er að þetta sé of létt kula fyrir þennann riffil en ég svo sem hef ekkert fyrir mer í því.
Ég þarf að skoða hvaða puður væri gott að nota fyrir hana, liklegast 130 series puðrið en þa er bara spurning um min/max hleðslur
Með kveðju
Ragnar Franz

konnari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Vantar smá hleðslu upplýsingar fyrir .308 (Hornady)

Ólesinn póstur af konnari » 07 Jun 2015 20:03

Hér kemur síðan úr Hornady bókinni félagi.....vona að þetta sé nógu skýr mynd !

Mynd

P.s. þeir nota N-150 púður eins og einhver var búinn að mæla með en ekki N-140.
Kv. Ingvar Kristjánsson

prizm
Póstar í umræðu: 5
Póstar:49
Skráður:15 May 2012 10:07

Re: Vantar smá hleðslu upplýsingar fyrir .308 (Hornady)

Ólesinn póstur af prizm » 07 Jun 2015 21:23

Ég er einn af þeim sem hleð mikið og fer svo og tek heilann dag upp á svæði en þannig ég ákvað að taka svipaðar hleðslur og Nosler og Barnes gefa upp(Barnes hefur svipað SD og BC og A-max) þá byrjaði ég að kremja örfá púðurkorn við kúlusetninguna(sem er SAAMI OAL samkvæmt VV bókinni), á ég að taka kúlurnar úr eða gæti verið safe að skjóta ef ég sé engin merki um þrýsting ?
Mér er afar illa við að "taka sénsinn" enda getur það haft alvarlegar afleiðingar og vill frekar spyrja spurninga sem gætu hljómað heimskulegar í eyrum sumra frekar en að leggja mig og aðra í hættu sem í kringum mig eru.

Ég hugsa að ég fari frekar eftir SAAMI OAL frá Hornady(sem er aðeins hærra) eða jafnvel Nosler og færi mig yfir í N150 púðrið.
Með kveðju
Ragnar Franz

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 5
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Vantar smá hleðslu upplýsingar fyrir .308 (Hornady)

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 07 Jun 2015 22:07

prizm skrifaði:á ég að taka kúlurnar úr eða gæti verið safe að skjóta ef ég sé engin merki um þrýsting ?
Ef þú ert í minnsta vafa bankaðu þá kúlurnar úr og byrjaðu uppá nýtt.
Enda er ekkert leiðinnlegt að hlaða skot. :)
Jens Jónsson
Akureyri

prizm
Póstar í umræðu: 5
Póstar:49
Skráður:15 May 2012 10:07

Re: Vantar smá hleðslu upplýsingar fyrir .308 (Hornady)

Ólesinn póstur af prizm » 07 Jun 2015 22:38

Það er niðurstaðan.

nota pressuna til að toga kulurnar út, verða mer út um 150 púður og hafa oal aðeins meira.
Vonandi næ ég að nota kulurnar og brassið aftur en þó veit ég ekki hvernig það mun virka :S
Með kveðju
Ragnar Franz

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Vantar smá hleðslu upplýsingar fyrir .308 (Hornady)

Ólesinn póstur af sindrisig » 08 Jun 2015 00:39

Það er þokkalega pressuð hleðsla á 284 win þegar sett eru 58 grain í baukinn og 168 graina Berger rekin ofan í það. Jafnvel þó að hún sé alveg út við rillur, coal 3,150 ef ég man rétt. Úr því að þetta umræðuefni er komið á koppinn þá er ég að velta fryrir mér hvort það sé gáfulegra að nota 150 eða 140 púður í 284. Mér finnst þurfa helvíti mikið af 160 púðri í þetta.

Ráð vel þegin,
Sindri Karl Sigurðsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 5
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Vantar smá hleðslu upplýsingar fyrir .308 (Hornady)

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 08 Jun 2015 09:49

sindrisig skrifaði:Það er þokkalega pressuð hleðsla á 284 win þegar sett eru 58 grain í baukinn og 168 graina Berger rekin ofan í það
Ég er að nota 54 gr af N160 fyrir þessa kúlu og kominn með töluverð þrýstingsmerki í 57 gr :!:
og með 53 gr af RL 17 þá er 168 gr Berger kúlan komin yfir 3000 fps

Ég myndi ekki setja N150 púður með 168 gr kúlu í 284 en hugsanlega fyrir 140 eða 150 gr kúlu
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Vantar smá hleðslu upplýsingar fyrir .308 (Hornady)

Ólesinn póstur af sindrisig » 08 Jun 2015 18:27

Já, nei, nei þetta er líka ekki rétt hjá mér!

Ég var með 54 grain á bakvið Bergerinn.

Aftur á móti voru 58 grain á bakvið Nosler accubond 140 graina, sú kúla var komin yfir hámarkið, stimplaði þrjú hylki af þremur sem er full mikið fyrir minn smekk. Útgáfan var með heildarlengd 3,109 og það er greinilega of nærri rillum.

Ég hlóð aðra 140-accubond með heildarlengd 2,953 og sú var í lagi, þrýstingslega séð.

Ég var bara ekki ánægður með ákomuna með Noslernum. Var með betri tilfinningu gagnvart Bergernum. Hugsa að ég hlaði 20 skot með Berger og athuga hvort ég nái honum ekki á réttan stað.
Sindri Karl Sigurðsson

Svara