Síða 1 af 1

OAL f. Sierra ProHunter 120gr í 6,5x55

Posted: 11 Jun 2015 22:05
af Sveinn
Hvaða heildarlengd (OAL) hefur komið vel út fyrir Sierra ProHunter með N160 í Tikku 6,5x55? Veit að það getur verið misjafnt milli riffileintaka en væri gaman að heyra hvaða lengd hefur skilað nákvæmum grúppum í Tikku 6,5x55 og þá með hvaða hleðslu af N160. Hef verið að nota 49 gr N160 í OAL 76 mm en sé á netinu að einhverjir eru í 76,5 mm.

120gr Scenar L hefur gefið mér nákvæmni í 77 mm, sama OAL fyrir Nosler 120 BT sem er líka góð. Geri mér grein fyrir að það er varasamt að yfirfæra OAL milli ólíkra kúlna þó að það sé sama þyngd, lögun er mismunandi.

Re: OAL f. Sierra ProHunter 120gr í 6,5x55

Posted: 11 Jun 2015 22:50
af gylfisig
Sæll Sveinn. Þad er mikið rétt hjá þér, ad varhugavert er að bæði gefa upp oal, og að fá uppl. um það lika, vegna þess ad það getur verið svo gjörólikt milli riffla. Hleðslan sem þú ert með er alveg klassísk fyrir þetta hylki og kúlu, og ætti að virka ágætlega. 49,0 grs myndi ég telja ad væri nokkuð nálægt max hledslu, og ég myndi halda að best væri að fara eftir uppgefnu coal í manual. Lengdin getur lika einskordast ad hluta til vegna magasins. Þ.e. kulan verður ad komast ofan i það i veiðiriffli. Ef þú ert vanur hledslumaður, þá er tiltölulega auðvelt fyrir þig ad finna hvar rillur byrja, við þá kúlu, sem þú ætlar að nota.

Re: OAL f. Sierra ProHunter 120gr í 6,5x55

Posted: 12 Jun 2015 21:16
af iceboy
Ég er að nota þessa kúlu í 2 stk mauser m98 og líka í tikku t3 sem pabbi á.

Sama lengd og sama hleðsla í alla 3 rifflana og eru þeir allir að gera fína hluti.

OAL 77 mm og 49 grs N 160