Nosler 110gr Varmageddon í .308

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
prizm
Póstar í umræðu: 4
Póstar:49
Skráður:15 May 2012 10:07
Nosler 110gr Varmageddon í .308

Ólesinn póstur af prizm » 15 Jun 2015 23:38

Sælir félagar.

Nú leita ég aftur til reynslubolta, hefur einhver hleðslutöflur fyrir þessa kúlu með VV púðri ? :roll:
Riffillinn er með 11 í twist.
Með kveðju
Ragnar Franz

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Nosler 110gr Varmageddon í .308

Ólesinn póstur af Gisminn » 16 Jun 2015 11:01

Ég held ég geti ekki hjálpað þér með þessa ég er með IMR 4064 bakvið Hornady 110 sp
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Nosler 110gr Varmageddon í .308

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 Jun 2015 17:25

Ég hef nú enga draumahleðslu á hraðbergi fyrir 110 gr. kúlur í cal 308.
Hins vegar er ég mjög áhugasamur og hef reyndar alltaf verið áfram um að nota léttar kúlur í 308.
Mér lýst mjög vel á að prufa 110 gr. kúlur í hann, ég held að það sé hægt að fá banvæna blöndu með því.
Með 110 gr. kúlunm verður 308 að mínu mati á pari við aðra riffla til hreindýraveiða, stabíliseri hann þessar kúlur á annað borð.
11 tvist ætti allavega að ráða við 110 gr.
Þær eru á um 3000 fetum á sekúndu með meðal hleðslu.
Ég er mjög ánægður með að sjá að mennn hérna á spjallinu eru farnir að þreifa fyrir sér með svona léttar kúlur í 308, ég hef reyndar alltaf verið talsmaður þess en nær engir hafa viljað hlusta á það, hvað þá prufa oftast nær fram að þessu.
VihtaVuori bókin gefur upp þrjár hleðslur, með þrenns konar púðri fyrir 110 gr kúlu að vísu Holow point (HP) fyrir cal 308.
N120 start hleðsla 35.8 gr. max hleðsla 41,2 gr. sem gefur 3157 feta hraða
N130 start hleðsla 34.9 gr. max hleðsla 45.7 gr. sem gefur 3242 feta hraða
N133 start hleðsla 42,1 gr. max hleðsla 49,1 gr. sem gefur 3311 feta hraða
Það á að vera hættulaust að fara upp í max hleðslu eftir bókinni, vegna þess að max hleðslur þar eru yfirleitt undir óllum þrýstingmörkum.
Gangi þér vel Ragnar Franz (prizm).
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

prizm
Póstar í umræðu: 4
Póstar:49
Skráður:15 May 2012 10:07

Re: Nosler 110gr Varmageddon í .308

Ólesinn póstur af prizm » 16 Jun 2015 19:48

Nosler gefur ekki upp neina hleðslur með VV né Norma púðri á síðunni sinni, ég nenni ekki að fara að krukka í ameríska puðrinu.

En ég leita mér upplysingar um þessar kúlur sem eru tilgreindar í VV bókinni upp á að SD og BC sé svipað, ef ekki þá enda ég annað hvort með því að selja þessar kúlur eða kaupa bandaríska púðrið.

En ég læt amk vita hvernig gengur ef ég finna eitthvað.

Eins og sést á spjallborðinu er ég einnig að fara prufa 168gr Hornady Amax og 165gr Nosler Accubond í sama riffil og það er á planinu að halda áfram að kíkja á aðrar kúlur í mismunandi þyngdum.
Með kveðju
Ragnar Franz

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 1
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Nosler 110gr Varmageddon í .308

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 16 Jun 2015 20:40

Ég er að skjóta 125 gr Nosler BT kúlu úr 308 win 600 mm hlaup 1:11 twist.
Hleðslan 45 gr af N133 á 3150 fps
Hef farið uppí 46 gr en er kominn mjög nálægt hámarks hleðslu þar á 3200 fps og grúppan farin að opnast töluvert.

Þar sem uppgefin hámarks hleðsla á N133 fyrir 110 gr kúlu er 49 gr er þér örugglega óhætt að byrja í 45 gr og auka svo hleðsluna um 0,5 gr uppí hámark.

Hvar kaupir þú þessar Varmageddon kúlur?
Jens Jónsson
Akureyri

prizm
Póstar í umræðu: 4
Póstar:49
Skráður:15 May 2012 10:07

Re: Nosler 110gr Varmageddon í .308

Ólesinn póstur af prizm » 17 Jun 2015 16:28

Þær voru keyptar í Kanalandi :)

Persónulegt álit mitt er að 125gr sé lágmark og myndi ég aldrei kaupa neitt minna en það.
49gr, shiii, ég er nokkuð viss um að púðrið myndi kremjast svaðalega en þessar kúlur eru nú töluvert styttri en 168gr kúlurnar sem ég var að skella í um daginn þannig það gæti vel verið að það sé í lagi.

Ég ætla að skoða aðeins muninn á kúluna sem eru uppgefin í VV bókinni(Sako HP) VS Nosler VG.
Með kveðju
Ragnar Franz

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Nosler 110gr Varmageddon í .308

Ólesinn póstur af Gisminn » 17 Jun 2015 22:24

Ef þú átt N 140 þá skaltu prófa 47,5 og svo 48gr standard kúlusetninguni
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

prizm
Póstar í umræðu: 4
Póstar:49
Skráður:15 May 2012 10:07

Re: Nosler 110gr Varmageddon í .308

Ólesinn póstur af prizm » 19 Jun 2015 09:33

Ég er mjög tregur við að nota púður sem ég finn ekkert um fyrir þessa kúlu.

Vill nokkuð svo heppilega til að einhver eigi Alliant Reloader 7, Benchmark eða IMR 4895 til að selja mér í litlum skammti til að prófa ?
Með kveðju
Ragnar Franz

Kristmundur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:75
Skráður:30 Jul 2012 17:18

Re: Nosler 110gr Varmageddon í .308

Ólesinn póstur af Kristmundur » 19 Jun 2015 21:32

http://www.robsoft.nu/databaser_se/ladd ... Winchester

Skoðaðu þetta held þú hljótir að finna eitthvað sem passar.
Kveðja.
Kristmundur Skarpheðinsson

Svara