Hleðsla 223

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
snorri
Póstar í umræðu: 3
Póstar:3
Skráður:14 Apr 2013 19:36
Fullt nafn:snorri jón valsson
Hleðsla 223

Ólesinn póstur af snorri » 11 Oct 2015 18:46

Kvöldið
Ég var að fá mér Howa riffil í cal 223 og er búinn að vera að hlaða í hann 55GR Sierra Blitzking og VV N-133 púður ég hef ekki verið að finna draumahleðsluna, hafa einhverjir reynslu af þessari þrennu ?
Eins hvað eruð þið að þora nálægt rillum uppgefin lengt er 57mm í bókum en er í minum riffli 57,95mm að rillum, hvað á eg að þora nálægt rillum án þess að eiga hættu á veseni ?
KV: Snorri Jón Valsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hleðsla 223

Ólesinn póstur af gylfisig » 11 Oct 2015 19:48

Myndi prófa 52 grs Sierra Match king kúlu. Best ad halda sig við standard kúlusetningu til ad byrja með.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

snorri
Póstar í umræðu: 3
Póstar:3
Skráður:14 Apr 2013 19:36
Fullt nafn:snorri jón valsson

Re: Hleðsla 223

Ólesinn póstur af snorri » 11 Oct 2015 20:21

Sæll Gylfi
Já ég prófaði 3 hleðslur bakvið 52GR Matchking og það var að koma mun betur út og þá í uppgefinni lengd 57mm. Ég er búinn að skjóta rúmlega 100 skotum úr honum, og fyrstu eftir leiðbeiningum Howa svona til að halda því til haga :-)
KV: Snorri Jón Valsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hleðsla 223

Ólesinn póstur af gylfisig » 11 Oct 2015 20:33

Þá myndi ég prófa ad "fínpússa" hleðslu með þeirri kúlu. Til dæmis með því ad setja kúluna nær rillunum. Fáðu þér fína stálull, og pússaðu kúlu, sem þú setur frekar grunnt i hylkið. Ágætt ad gera þetta með tómt hylki. Ef kúlan er mikið fram í, þá finnurðu það eins og skot, þegar þú ætlar ad loka boltanum. Þá e ad setja kúluna adeins dýpra i hylkið, og pússa kúluna með stálullinni. Sérð þá greinilega far eftir rillur utan á kúlunni. Jafnframt er yfirleitt stífara ad loka á hylki með kúlu i rillunum. Þetta léttist smám saman eftir því sem þú setur kúluna örlítið dypra i hvert sinn. Pússar kúluna alltaf upp á nýtt, og þangað til rillurnar eru við það ad hverfa... þá ertu liklega á rétta stadnum. Ekki æskilegt ad hafa kúluna "stíft" í rillunum. Myndi hafa þetta þannig, ad rillurnar rétt hverfi.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

snorri
Póstar í umræðu: 3
Póstar:3
Skráður:14 Apr 2013 19:36
Fullt nafn:snorri jón valsson

Re: Hleðsla 223

Ólesinn póstur af snorri » 11 Oct 2015 20:38

Takk fyrir þetta Gylfi, Þetta var einmitt það sem ég var að fiska eftir :-)
KV: Snorri Jón Valsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hleðsla 223

Ólesinn póstur af gylfisig » 11 Oct 2015 20:46

:D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Hleðsla 223

Ólesinn póstur af karlguðna » 11 Oct 2015 22:21

Snorri þetta er athyglis verð grein , það sam ætti að gilda um aðrar kúlur,
http://bulletin.accurateshooter.com/200 ... d-bullets/
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

prizm
Póstar í umræðu: 1
Póstar:49
Skráður:15 May 2012 10:07

Re: Hleðsla 223

Ólesinn póstur af prizm » 13 Oct 2015 02:07

Ég mæli með aðferðinni sem Gylfi stakk upp á.

Ég hef að vísu bara prufað einhverjar 55gr FMJ kulur i minn .223 sem er að vísu með 8 í twist en þær fóru út og suður og náðu aldrei innan tommu svo ég hætti því.
Honum hefur hingað til litist vel á 50gr kulurnar, 60gr vmax kom líka skemmtilega á óvart og svo má ekki gleyma 69gr MK.
OAL hjá mér hefur verið allt frá 2,250-2.290"
Ég hef þó haldið OAL milli 2,260-2,270".
Ég er kominn með 52gr Nosler CC sem ég á eftir að prófa, það verður eitthvað forvitnilegt.

Ég veit að þetta hjálpar þér ekkert

Hingað til hef ég verið að einblina á 50gr kúlurnar en tók þó 60gr þegar Ellingsen var með afslátt af þeim.

minnsta grúbban sem ég hef skotið í þessum prófunum mínum var 0,43" á 100m og rétt undir 1,2" á 200m að vísu var smá vindur eins og oft er hérna á klakanum, birtuskilyrði voru ekki góð og var ég að prufa hleðslur eingöngu með tvífæti (ekki með fram né afturrest).

Á komandi sumri hef ég það takmark að prófa allar kúlur sem eru til hérna heima sem eru frá 50-77gr.

Og aldrei að vita nema maður splæsi í fram og afturrest :D
Með kveðju
Ragnar Franz

Svara