Figt kvöldsins

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
Sveinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58
Re: Figt kvöldsins

Ólesinn póstur af Sveinn » 17 Oct 2015 23:39

Hm... erum við að tala um 250 Savage með hvað, Core-lokt?
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 6
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Figt kvöldsins

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 17 Oct 2015 23:50

300 Savage býr ekki yfir meiri hraða en 308 win
svo þetta hlítur að vera 22-250 og þá er spurningin um sverleika kúlunar
Aflabrestur skrifaði:ég tek undir með Gæa mér þætti gamann að sjá 57gn kúlu í .30 cal
Já það væri gaman að sjá þennan óskapnað en ekki langar mig neitt til að skjóta henni enda varað sérstaklega við Severe Barrel Fouling :D
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 7
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Figt kvöldsins

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 18 Oct 2015 09:58

Sælir.
Verðum við ekki að segja þetta komið.
Þetta er 22-250 eða 250 Savage hylki eftir því hvernig á það er litið, búið að necka það upp í 6.5mm, kúlann er 6.5mm 123gn Lapua scenar. þegar búið er að gefa þessu sæmilega að éta og lúðra því einu sinni þá mundi þetta heita 6.5 Creedmoor, hylki sem er nokkuð á pari við 6.5x47 og 260 Rem í ballistik.
Riffillin er Savage LRP og á hann fer Nightforce BR 12-42x56 með CH1 krossi, Nightforce basi og Burris signerature hringir. Undir þetta fer svo til að byrja meða Harris tvífótur en vonandi síðar Custom made F-class tvífótur og/eða rest sem við félagarnir erum að malla samann í rólegheitunum.
Þetta er allt komið í hús nema basinn hann er á leiðinni frá Opticsplanet.com.
Þetta á eftir að verða helskemmtilegt verkefni að dunda við í vetur, að púsla þessu samann skjóta til hlaup, inn sjónauka, græja hylki og finna hleðslur. Fyrsta skipti á æfinni sem ég er með nýa óskotna græju í höndunum.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 5
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Figt kvöldsins

Ólesinn póstur af petrolhead » 18 Oct 2015 10:41

Aflabrestur skrifaði: þetta er kænski meira svona þrjúhundruð og hálfátta
:lol: :lol: þetta var vel orðað hjá þér Jón :lol: :lol:

En Þetta verður jú að teljast komið, gaman að þessu ;)

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 6
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Figt kvöldsins

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 18 Oct 2015 12:01

Aflabrestur skrifaði:Fyrsta skipti á æfinni sem ég er með nýa óskotna græju í höndunum
Til hamingju með þetta Kristján
Aflabrestur skrifaði:Þetta er 22-250 eða 250 Savage hylki eftir því hvernig á það er litið, búið að necka það upp í 6.5mm, kúlann er 6.5mm 123gn Lapua scenar. þegar búið er að gefa þessu sæmilega að éta og lúðra því einu sinni þá mundi þetta heita 6.5 Creedmoor
Bara þetta verði ekki latara en 308 Win hjá þér eftir allt talið um letina í því caliberi :)

Til viðmiðunar þá er ég að skjóta Lapua Scenar 155 gn G7 0,230 kúlu úr Sako 85 308 win með original 600 mm hlaupi á 2950 fps hún er super sonic út á 850 metra (ef ekki er hæð yfir landinu)
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 7
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Figt kvöldsins

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 18 Oct 2015 13:36

Sælir.
308 hefur vissulega sína kosti en algjörlega laust við allan "sérvitskukarakter" ;) annars er þetta spurning um eplin gul,rauð eða græn ég efast um að ég komi 6.5 CE mikið hraðar 29-3000 fet en flugstuðullinn á 6.5 er alltaf töluvert betri en á .30 cal og væntanlega bakslagið mun minna. Annars á 6.5CE að vera nokkuð gott yfir alla línuna 100m og upp úr. Það eru til miljón og tvær greinar um 6.5CE vs. .308 á netinu en allar finnst mér þær litaðar af því sama "annað hvort elskar þú 308 eða elskar að hata það" ein jákvæð:http://www.scout.com/military/snipers-h ... e-your-308
og svo ein samanburðar tafla það sem þessi tvö eru nokkuð á pari
Viðhengi
65-chart-1.jpg
65-chart-1.jpg (116.73KiB)Skoðað 1215 sinnum
65-chart-1.jpg
65-chart-1.jpg (116.73KiB)Skoðað 1215 sinnum
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 6
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Figt kvöldsins

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 18 Oct 2015 17:01

Já það er ekkert sérviskulegt við 308 Win þess vegna á ég líka 284 Win :D og er að skjóta 168 gn Berger á 2900 fps (hef farið uppí 3050 fps með RL-17) og er mjög sáttur við hann.

Þú ert með flott settup þarna og átt að halda 123 gn Scenar kúlunni super sonic eða yfir 1,2xhljóðhraði út yfir 1000 metra markið.
Jens Jónsson
Akureyri

Svara