Síða 1 af 1

Besta skíðmálið

Posted: 12 Jan 2016 18:45
af Gísli Snæ
Er að nota tvö skíðmál, eitt venjulegt og eitt digital. Þau eru svo sem ágæt en mér finnst oft of auðvelt á fá þau til að flakka um einhverja þúsundustu (ekki gott fyrir mann sem er með frekar mikla nákvæmnisþörf).

Hvað eru menn að nota og hvar fær maður bestu skíðmálin á sem bestu verði hér heima?

Re: Besta skíðmálið

Posted: 12 Jan 2016 22:42
af Stebbi Sniper
Sæll Gísli

Ég býst við að þú finnir eitthvað bitastætt í Fossberg. Efast um að það sé allt á síðunni hjá þeim sem er til þar.

Re: Besta skíðmálið

Posted: 12 Jan 2016 23:06
af Gísli Snæ
Takk Stebbi

Er að finna hleðslu fyrir nýjan riffil núna og því er mikil hylkjavinna, kúlusetningar o.s.frv. og ég vill reyna að hafa þetta sem allra nákvæmast. Er aðeins farinn að missa trúna á þessum ódýru sem ég er með núna - en kannski er það bara smiðurinn, ekki hamarinn.

Re: Besta skíðmálið

Posted: 12 Jan 2016 23:36
af Stebbi Sniper
Ertu ekki með meira info um gripinn sem þú vilt deila með okkur! Hvaða cal ertu með? 6 Dasher?

Re: Besta skíðmálið

Posted: 12 Jan 2016 23:47
af Gísli Snæ
Nei reyndar er þetta 338 LM. Bara hefðbundinn settur saman ùr hlutum frá Hlað

Re: Besta skíðmálið

Posted: 13 Jan 2016 16:32
af Stebbi Sniper
Þá er líka hægt að fá tommustokk í húsasmiðjuni... :lol: ;)

Re: Besta skíðmálið

Posted: 14 Jan 2016 09:41
af prizm
Það sem ég hef rekist á sem er mjög vandað er Mitutoyo en þeir bjóða upp á mjög vönduð skiðmál og einnig til að mæla þykkt á hylkjum.

Ég man ekki hverjir voru með þau en mig rámar í Ísól.

Starret voru lika með góð skíðmál en ég efast um að þau séu seld hérna á landi.

Re: Besta skíðmálið

Posted: 14 Jan 2016 15:31
af Veiðimeistarinn
Ég held að þetta heiti skífumál 8-)

Re: Besta skíðmálið

Posted: 14 Jan 2016 15:49
af Stebbi Sniper
Skífumál, skíðmál eða rennimál... allir hérna vita nokkurnveginn hvað um er að ræða svo lengi þeir hlaða sjálfir! Held reyndar að þetta sé allt rétt...

Tófa myndi ekki vera spá í það hvort þetta héti V-Max eða A-Max... :? ;)

Re: Besta skíðmálið

Posted: 14 Jan 2016 22:05
af krossdal
Ég keypti mér svona:
Mynd
Þetta verður aldrei rafmagnslaust. Það sýnir reyndar bara tommur en það plagar mig ekki. Nákvæmnin er 0,001''.

Re: Besta skíðmálið

Posted: 15 Jan 2016 12:39
af konnari
Sæll Gísli,

Ég hef heyrt að Mitutoyo sé mjög gott skíðmál.

Re: Besta skíðmálið

Posted: 15 Jan 2016 13:35
af joivill
Þetta skíðmál eða það sem ég kalla skífumál ( hvorutveggja rétt) er ég búinn að eiga í 20 ár, fékk þetta í verðlaun við útskrift mína í byssusmíðanáminu frá UFA . Það hefur reynst vel, búin að eiga nokkuð mörg ásamt þessu, en þetta er uppáhalds, framleitt í Sviss af TESA þeir framleiða mikið af mælitækjum,ekki veit ég hvort þetta fáist hérlendis en sé að á E-Bay er til nokkuð úrval

Mynd

Re: Besta skíðmálið

Posted: 15 Jan 2016 18:22
af Gísli Snæ
Á akkúrat eitt svona Kristján. Ætla að athuga með Mitutoyo hjá Ísól