Berger 6mm 105 vld

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
Gummi
Póstar í umræðu: 1
Póstar:11
Skráður:22 Ágú 2014 09:22
Fullt nafn:Guðmundur Pálsson
Berger 6mm 105 vld

Ólesinn póstur af Gummi » 09 Feb 2016 22:45


Berger framleiðir 105gn vld 6mm kúlur í Target og Hunting.
Target kúlan er með bc 0.517, Hunting kúlan er með bc 0.545.
Mín pæling er hvað ég græði á að kaupa Target kúlu frekar en Hunting?
Er það etv bara betri nákvæmni fram að 300m?

Berger segja sjálfir að það sé enginn munur á kúlunum Hunting og Target, (Fyrir utan það sé þynnir kápan á Hunting), ef að þær eru jafn þungar og með sama bc........en það er ekki raunin hérna.
kv
Gummi

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Berger 6mm 105 vld

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 10 Feb 2016 01:03

Sæll Gummi

Án þess að hafa skoðað þessar tvær kúlur sérstaklega þá býst ég við því að Target kúlan sé styttri og með brattara Ogive. Þetta getur leitt til þess að það verður auðveldara að "tjúnna" hana en Hunting kúluna og líklega er hún þá ekki eins viðkvæm fyrir því þegar throat-ið í rifflinum þínum fer að slitna.

Riffil fræðin eru ekki eins einföld og þau líta út í fyrstu. Sem gerir þau líka ákaflega áhugaverð. Þessar kúlur eru báðar með mjög háan BC miðað við sverleika, svo háan að það er ólíklegt að þú komir til með að sjá nokkurn mun á því hvor kúlan er betri, nema þú sért að spá í að fara að skjóta mjög markvisst á löngum færum.

Svo er ágætt fyrir þig að horfa frekar á G7 staðalinn þegar þú ert með VLD kúlur þó það sé lægra gildi en G1 einfaldlega vegna þess að Boat-tail kúlur falla mikið betur að honum og hann ætti að gefa þér réttari niðurstöðu á fleiri færum.

Hvað varðar spurningu þína um nákvæmni, þá er sú kúla sem hefur hærri BC stuðul alltaf nákvæmari og betri eftir því sem færið lengist að því gefnu að þú fáir þær til þess að skjóta jafnvel á 100m.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Svara