Síða 1 af 1

LÉLEG ÞJÓNUSTA

Posted: 26 Feb 2017 16:50
af karlguðna
Smá saga úr mannlífinu,,,
Þannig var að ég þurfti að nota þjónustu hinns opinbera hjá einni opinberri stofnun sem er svo sem ekki í frásögu færandi nema að í þetta skipti var eitthvað nýtt upp á teningnum.
Ég gekk inn og tók mér miða við innganginn sem á var númer sem gaf til kynna hvar ég væri í röðinni, allt í góðu með það en gat ekki áttað mig á hvað margir voru á undan mér, svo ég fékk mér sæti og beið. þegar ég var búin að bíða góða stund var ég farin að ókyrrast þar sem að tíminn er dýrmætur og erfitt að sitja á rassinum þegar maður þyrfti að vera að gera eitthvað annað. svo líður og bíður og aldrei er mitt númer kallað upp, svo ég geng að afreiðsluborðinu og næ tali af einum starfsmanni og spyr hvort ekki hljóti að fara að koma að mér, ég sé búin að bíða þarna að nálgast tvo tíma og ég sjái að margir sem hafi komið á eftir mér séu teknir strax til afgreiðslu en ég bíð og bíð.
" já elsku kallinn minn þú ert bara einn af þessum óheppnu , það er nefnilega komið nýtt og sanngjarnara kerfi fyrir kúnnann , sem sé þannig að í hvert skipti sem afgreiðslumaður ýtir á takkann til að kalla næsta númer upp þá er það talfa sem sér um að draga út af slembni næsta númer , og þetta er svo sniðugt því allir hafa sama möguleika á að vera dregnir út, en hafðu ekki áhyggjur því ef þú ert mjög óheppinn þá verður þú tekinn framfyrir hina ef þú ert búin að bíða í fimm klukkutíma" Ég brosti við manninum og hélt að hann væri að grínast en nei nei, honum var fúlasta alvara. Allt í einu heyrir ég að mitt númer er kallað upp svo í stað þess að segja starfsmanninum álit mitt á þessu fyrirkomulagi þá flýtti ég mér í afgreiðsluna því ég vildi als ekki þurfa taka þátt í öðru lottói þann daginn sem gat alveg eyðilagt fyrir mér ÁRIN.

Re: LÉLEG ÞJÓNUSTA

Posted: 28 Feb 2017 06:49
af petrolhead
Þú ert að grínast Karl.....eða er það ekki ?? ?? :?

Re: LÉLEG ÞJÓNUSTA

Posted: 28 Feb 2017 17:32
af karlguðna
Reyndar en þetta er það sem koma skal þar sem þetta reynist svo vel við hreindýra úrdráttinn :?
Ætli allir yrðu sáttir ef sá ósómi væri tekin upp ????