Síða 1 af 1

Þrír núll átta dagurinn

Posted: 08 Mar 2017 22:48
af Jenni Jóns
Svona í tilefni dagsins :D
Þá finnst mér rétt að setja inn uppáhalds kúlur og púður í 308 Win

Í dag nota ég mest
Lapua Scenar 155 gr með Norma 203B púðri compressed load á 2950 fps
Nosler BT 125 gr setta fram í rílur með VV N133 púðri á 3180 fps

hylki Lapua palma og CCI BR-4 hvellettur.
Báðar þessar hleðslur eru nálægt þrýstimörkum í mínum riffli

Re: Þrír núll átta dagurinn

Posted: 10 Mar 2017 09:00
af petrolhead
Sæll Jenni.
Og til hamingju með þrír núll átta daginn :-)
Maður verður sennilega að fá sér riffil í fræga caliberi til þú eigir einhvern þjáningabróðir hérna á spjallinu....nema það séu fleiri þrír núll átta eigendur hér en séu bara svona feimnir og hlédrægir að þeir blandi sér ekkert í umræðuna ??

MBK
Gæi

Re: Þrír núll átta dagurinn

Posted: 12 Mar 2017 10:48
af Veiðimeistarinn
Það er lýsandi dæmi að 308 eigi einn sérstakan dag á ári !!
6,5-284 á þá 364 daga flest ár, nota bene 365 þegar hlaupa ár er !!!!

Re: Þrír núll átta dagurinn

Posted: 12 Mar 2017 15:51
af sindrisig
Siggi verður nú að eiga það að þið lítið nú ekki alveg út fyrir annað en að hafa skemmt skrattanum :lol:

Re: Þrír núll átta dagurinn

Posted: 13 Mar 2017 08:14
af Veiðimeistarinn
Það verður einhver að skemmta honum, Skrattanum hefur leiðst undanfarið !
Hver skemmtir honum svosem ef 308 gerir það ekki !!!!!

Re: Þrír núll átta dagurinn

Posted: 13 Mar 2017 22:37
af Jenni Jóns
Veiðimeistarinn skrifaði:Það er lýsandi dæmi að 308 eigi einn sérstakan dag á ári !!
:D :D :D Við erum nú svo lánsamir að þessi 308 dagur er frá vinum okkar í Ameríkuhreppi sem lesa víst ekki eins á dagatalið og við Siggi

Að sjálfsöguð eigum við svo okkar 308 dag sem verður haldinn hátíðlegur þriðja ágúst. :lol: :lol: :lol:

og fækkum þá 6,5x284 um einn í viðbót.

Re: Þrír núll átta dagurinn

Posted: 14 Mar 2017 08:58
af petrolhead
Sælir félagar allir með tölu.

Mér finnst það alveg ótækt að Jenni og Siggi skipti svona dagatalinu á milli sín svo ég setti hér upp Hið Íslenska Viðburðadagatal hvellóðra drengja :lol:

22. feb - tveir tveir tveir dagurinn
3. mar - þrír núll þrír dagurinn
22. mar - tveir tveir þrír dagurinn
24. mar - tveir fjórir þrír dagurinn
25. jún - tuttugu og fimm núll sex dagurinn
30. jún - þrjátíu núll sex dagurinn
3 ágúst - þrír núll átta dagurinn
7. ágúst - sjö núll átta dagurinn

Endilega bætið inná þetta ef einhver er útundan.

MBK
Gæi

Re: Þrír núll átta dagurinn

Posted: 14 Mar 2017 16:14
af karlguðna
og svo aðal caliberið 270 fær þá 27:10

Re: Þrír núll átta dagurinn

Posted: 15 Mar 2017 08:52
af gkristjansson
6. Maí 6.5 caliberin.

Re: Þrír núll átta dagurinn

Posted: 15 Mar 2017 13:52
af petrolhead
Sko !!! það tínast inn hátíðardagarnir :lol:

Ætli ég verði þá ekki að gera tilkall til 8 ágúst fyrir mitt uppáhalds cal. 8mm mauser :D

MBK
Gæi

Re: Þrír núll átta dagurinn

Posted: 15 Mar 2017 23:10
af Bowtech
308 er 3 vinsælasta caliberið á Íslandi en það munar örfáum % á við það sem er í öðru sæti. en það sem er í því fyrsta ber höfuð og herðar yfir allt annað. En hvaða caliber haldið þið að séu í fyrsta og öðru sæti? :) Afsaka ef ég er að ryðjast inn með eitthvað sem passar ekki í umræðuna. ;)

Re: Þrír núll átta dagurinn

Posted: 16 Mar 2017 07:47
af Jenni Jóns
Væntanlega er 22 LR í fyrsta sæti og svo giska ég á 243 í öðru
Það passar nánast allt í umræðuna um 308 enda gríðarlega fjölhæft kaliber hvort sem menn eru að fara skjóta hreindýr eða eru að leita eftir einhverju fyrir lengri færi.

Re: Þrír núll átta dagurinn

Posted: 16 Mar 2017 07:52
af petrolhead
Þetta er væntanlega " meðal jafningja" hjá þér Indriði, s.s. bara að tala um centerfire caliber.
skv. því ætla ég að skjóta á að þetta sé svona:

2. sæti 6,5x55
1. sæti .222

En ef .22LR er með þá er nokkuð ljóst að það er vinsælasta caliberið á klakanum :ugeek:

MBK
Gæi

Re: Þrír núll átta dagurinn

Posted: 16 Mar 2017 08:47
af Stebbi Sniper
1. 22 LR lang vinsælast... ég hallast að .243 eða .222 í öðru... finnst eitthvern veginn að .22 Hornet sé svolítið neðar á lista!

Re: Þrír núll átta dagurinn

Posted: 16 Mar 2017 11:35
af Veiðimeistarinn
6,5-284 verður að fá tvo daga, sem hæfa svo gríðarlega fjölhæfu tímamóta caliberi.
6. maí eins og áður hefur komið fram og 28. apríl eru 6,5-284 dagarnir.

Re: Þrír núll átta dagurinn

Posted: 24 Mar 2017 13:02
af petrolhead
Til hamingju með daginn allir tveir fjórir þrír eigendur :D