Hefur einhver hraðamælt 6,5-284

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 3
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri
Hefur einhver hraðamælt 6,5-284

Ólesinn póstur af petrolhead » 01 Jul 2017 13:43

Sælir félagar.

Ég var í smá hleðsluþróun fyrir 6,5-06AI um daginn og fékk eftirfarandi niðurstöður úr hraðamælingum á þeim hleðslum sem komu best út.

Hornady A-max 100gn 3596 - 3623 fps
Sierra Pro Hunter 120gn 3358 - 3375fps

Mig langaði að forvitnast hvort einhverjir 6,5-284 eigendur ættu einhverjar hraðamælingar á sambærilegum kúlum til samanburðar ??

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

Sveinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Hefur einhver hraðamælt 6,5-284

Ólesinn póstur af Sveinn » 05 Jul 2017 17:50

Hér eru tölur um Nosler kúlur, bæði 100 og 120 gr, velur kúluþyngd í flipunum:

https://load-data.nosler.com/load-data/65-284-norma/
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 3
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Hefur einhver hraðamælt 6,5-284

Ólesinn póstur af petrolhead » 08 Jul 2017 08:49

Takk fyrir linkinn Sveinn :)

Ég hafði aldrei rambað inn á þessa síðu áður.
En ég sé það að ég er að ná 100gn kúlu á aðeins meiri hraða en er gefið upp þarna fyrir 6,5-284 miðað við þessar mælingar sem ég gerði um daginn :)
Sá það líka á þessari síðu að það virðist ekki vera allur munu á 6,5-06 A-square og 6,5-06AI en svo er spurning hversu heitar hleðslur eru í þessum upplýsingum frá Nosler :?: svo það væri gaman að heyra ef einhver sem les þetta spjall á hraðamælingar á einhverju af þessum 3 umræddu caliberum :ugeek:

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hefur einhver hraðamælt 6,5-284

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 11 Jul 2017 10:17

Ég mældi einu sinni 10 skot úr 6,5-284 hjá mér.
100 gr. A-Max kúlur með 60 gr. af Norma MRP á bakvið.
Minnsti hraði var 3541 fet mesti hraði 3597 og meðaltal 3570 fet á sek.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 3
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Hefur einhver hraðamælt 6,5-284

Ólesinn póstur af petrolhead » 12 Jul 2017 06:17

Sæll vertu meistari Sigurður.

Gaman að sjá þessar tölur, var þetta þá það sem maður mundi kalla vel volga veiðihleðslu ?
Það má nú segja að þetta sé á pari, sama kúla hjá okkur og ég var að nota 62grain af N-160 og kominn þéttur þrýstingur, gæti ekkert bætt mikið í hylkið í viðbót.

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hefur einhver hraðamælt 6,5-284

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 13 Jul 2017 23:27

Ég nota eingöngu þessa hleðslu í minn riffil, vegna þess að hún virkar fanta vel og eingin ástæða til að hræra neitt í þessu !
Enda sýnir hún eingin þrýstingsmerki !!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara