Að búa til vandræði.

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 248
Skráður: 17 Jun 2012 23:49

Að búa til vandræði.

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 05 Sep 2018 22:53

Hann var Framsóknarmaður af gamlaskólanum og því hvorki innræktaður né erfðabreyttur. Karlinum kynnist ég er ég var að störfum fyrir sjóher þeirra er byggja Ameríkuhrepp og kunni hann marga góða frasa og þar á meðal sagði hann gjarnan. Ef það er ekki vandamál þá búum við það til.

Í hugleiðingum um hleðslur og hljóðdeyfa á þetta alveg einstaklega vel við og þegar allt er farið að virka er upplagt að búa til vandamál. Caliber 2506 hefur verið í brúki hjá mér og samkvæt öllum helgiritum sem finna má á alnetinu á hann ekki að virka nema með löngu hlaupi og hægbrennandi púðri. Því var það nokkuð augljóst að deyfirinn er fljótur að hitna því hlaupið er í styttra lagi miðað við fræðin.

Svo kom að því eftir umtalsverðar andvökunætur og hugleiðingar komst ég ekki hjá því að draga þá ályktun að N150 púður yrði að fullu brunnið er í hlaupenda væri komið og þar með yrði allt mikklu betra. Eins og mig hafði grunað þá yrði sumar á suðvesturhorni þegar kennarar væru konir til starfa og dagurinn í dag var staðfesting á því.

Eftir að hafa maulað súkkulaði frá Sírus & Nóa og skolað því niður með skyndikaffi á skotsvæði skotdeildar Keflavíkur voru tekin nokkur skot. Reyndar var ég ekki með viðeigandi hitamælir til að gera samanburð brá ég á það ráð sem ungar mæður nota gjarnan. Í stað þess að sletta úr pela á hadarbakið til að kanna hitastig notaði ég lófann.
Til að gera langa sögu stutta breyti það ekki mikklu að fara úr N165 yfir í N150.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

Svara