Labradar

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
Svara
User avatar
krossdal
Póstar í umræðu: 4
Póstar: 51
Skráður: 19 Mar 2012 11:40
Fullt nafn: Kristján Krossdal
Staðsetning: Egilsstaðir
Hafa samband:

Labradar

Ólesinn póstur af krossdal » 30 Oct 2018 11:05

Sælir félagar
Fyrir þá sem eru ekki á Facebook þá viljið þið kannski samt sem áður vita af þessu.
Krossdal er verslun sem við rekum á Egilsstöðum og nú erum við orðin umboðsaðili fyrir Labradar. Ætlum að gera pöntun í lok vikunnar, látið okkur vita ef það er eitthvað sérstakt sem ykkur vantar á netfangið krossdal@krossdal.is eða í síma 566-6667.
Síðast breytt af krossdal þann 19 Jun 2019 13:50, breytt 2 sinnum samtals.
Kristján Krossdal
Árskógum 5
700 Egilsstaðir

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Labradar

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 31 Oct 2018 11:37

Getur þú sagt mér hvað þetta Labradar er og til hvers það er notað ?
Þessar myndir segja mér ekkert !
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
krossdal
Póstar í umræðu: 4
Póstar: 51
Skráður: 19 Mar 2012 11:40
Fullt nafn: Kristján Krossdal
Staðsetning: Egilsstaðir
Hafa samband:

Re: Labradar

Ólesinn póstur af krossdal » 31 Oct 2018 12:14

Labradar er tæki sem notað er til að mæla hraða á skotum - hraðamælir.
Þessi mælir er örlítð frábrugðinn þeim sem hafa verið á markaði að undanförnu þar sem að hann vikrar svipað og radar í lögreglu bílum. Hann getur elt kúluna út á u.þ.b. 80m og gefið hraðann á þeim stað sem og upphafshraða og ýmsar aðrar upplýsingar. Það þarf heldur ekki að skjóta í "gegnum" mælinn heldur er honum stillt upp við hliðina á hlaupinu.

Sjá nánar hér
Kristján Krossdal
Árskógum 5
700 Egilsstaðir

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 341
Skráður: 08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Staðsetning: Akureyri

Re: Labradar

Ólesinn póstur af petrolhead » 01 Nov 2018 12:45

Glæsilegt Kristján !

Ég hef lesið góða dóma um þessa mæla á erlendum síðum en það væri gaman að heyra frá þeim sem hafa prófað þetta hérlendis....ef einhverjir eru.

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Labradar

Ólesinn póstur af maggragg » 02 Nov 2018 09:04

Þetta er örugglega tæknilega fullkomnasta græjan sem almenningur hefur ráð á til hraðamælinga, og líka mjög einfalt að nota hana. Hef langað í þetta í nokkurn tíma...
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 341
Skráður: 08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Staðsetning: Akureyri

Re: Labradar

Ólesinn póstur af petrolhead » 02 Nov 2018 11:11

Það er sama hér, mig hefur langað í svona græðju síðan ég las um þetta fyrst. Mér finnst þetta hins vegar heldur dýrt nema ef maður fengi einhverja af félögunum í kompaní með ég að kaupa þetta, það er ekki svo mikið sem maður notar svona mælir á árs basis að það mundi vera léleg nýting á fjárfestingunni.

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

Feldur
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 20
Skráður: 28 Jun 2012 09:14

Re: Labradar

Ólesinn póstur af Feldur » 05 Nov 2018 09:33

Hef notað þessa græju í nokkur ár, eðal græja og klikkar ekki á skoti. Mælir alltaf, skiptir ekki máli hvernig veður er, dagur eða nótt. Læt hana gefa mér hraðann á 10-30 og 50m og svo gefur hún upp hraða við hlaup. Ef maður setur SD kort í græjuna er hægt að skoða allar mælingar á kúlunni í excel. Besta hraðamæli-græja sem ég hef átt.
Ingvar Ísfeld Kristinsson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 341
Skráður: 08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Staðsetning: Akureyri

Re: Labradar

Ólesinn póstur af petrolhead » 15 Nov 2018 12:13

Sæll Ingvar.
Er þá hægt að opna upplýsingarnar af kortinu beint í excel eða er einhver "coder" sem þarf í það ?
Getur þú valið á hvaða færum hann tekur mælingar ?
Maður verður að leggjast á einhverja af félögunum að leggja í púkk með sér og versla svona.
MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
krossdal
Póstar í umræðu: 4
Póstar: 51
Skráður: 19 Mar 2012 11:40
Fullt nafn: Kristján Krossdal
Staðsetning: Egilsstaðir
Hafa samband:

Re: Labradar

Ólesinn póstur af krossdal » 18 Nov 2018 13:04

Er þá hægt að opna upplýsingarnar af kortinu beint í excel eða er einhver "coder" sem þarf í það ?
Upplýsingarnar eru vistaðar sem CSV á kortið sem er auðveldlega hægt að opna í Excel.
Getur þú valið á hvaða færum hann tekur mælingar ?
Já. Hann tekur upphafshaða en svo reynir hann að taka fimm mælingar á færum að eigin vali út að ca. 70m (fer aðeins eftir hlaupvídd hvað hann nær langt).
Kristján Krossdal
Árskógum 5
700 Egilsstaðir

User avatar
krossdal
Póstar í umræðu: 4
Póstar: 51
Skráður: 19 Mar 2012 11:40
Fullt nafn: Kristján Krossdal
Staðsetning: Egilsstaðir
Hafa samband:

Re: Labradar

Ólesinn póstur af krossdal » 19 Jun 2019 13:50

Langaði bara að láta ykkur vita að við vorum að fá nýja sendingu af Labradar.

Sjá nánar hér - https://vefverslun.krossdal.is/collections/labradar
Kristján Krossdal
Árskógum 5
700 Egilsstaðir

Svara