Síða 1 af 1

Labradar

Posted: 30 Oct 2018 11:05
af krossdal
Sælir félagar
Fyrir þá sem eru ekki á Facebook þá viljið þið kannski samt sem áður vita af þessu.
Krossdal er verslun sem við rekum á Egilsstöðum og nú erum við orðin umboðsaðili fyrir Labradar. Ætlum að gera pöntun í lok vikunnar, látið okkur vita ef það er eitthvað sérstakt sem ykkur vantar á netfangið krossdal@krossdal.is eða í síma 566-6667.

Re: Labradar

Posted: 31 Oct 2018 11:37
af Veiðimeistarinn
Getur þú sagt mér hvað þetta Labradar er og til hvers það er notað ?
Þessar myndir segja mér ekkert !

Re: Labradar

Posted: 31 Oct 2018 12:14
af krossdal
Labradar er tæki sem notað er til að mæla hraða á skotum - hraðamælir.
Þessi mælir er örlítð frábrugðinn þeim sem hafa verið á markaði að undanförnu þar sem að hann vikrar svipað og radar í lögreglu bílum. Hann getur elt kúluna út á u.þ.b. 80m og gefið hraðann á þeim stað sem og upphafshraða og ýmsar aðrar upplýsingar. Það þarf heldur ekki að skjóta í "gegnum" mælinn heldur er honum stillt upp við hliðina á hlaupinu.

Sjá nánar hér

Re: Labradar

Posted: 01 Nov 2018 12:45
af petrolhead
Glæsilegt Kristján !

Ég hef lesið góða dóma um þessa mæla á erlendum síðum en það væri gaman að heyra frá þeim sem hafa prófað þetta hérlendis....ef einhverjir eru.

MBK
Gæi

Re: Labradar

Posted: 02 Nov 2018 09:04
af maggragg
Þetta er örugglega tæknilega fullkomnasta græjan sem almenningur hefur ráð á til hraðamælinga, og líka mjög einfalt að nota hana. Hef langað í þetta í nokkurn tíma...

Re: Labradar

Posted: 02 Nov 2018 11:11
af petrolhead
Það er sama hér, mig hefur langað í svona græðju síðan ég las um þetta fyrst. Mér finnst þetta hins vegar heldur dýrt nema ef maður fengi einhverja af félögunum í kompaní með ég að kaupa þetta, það er ekki svo mikið sem maður notar svona mælir á árs basis að það mundi vera léleg nýting á fjárfestingunni.

MBK
Gæi

Re: Labradar

Posted: 05 Nov 2018 09:33
af Feldur
Hef notað þessa græju í nokkur ár, eðal græja og klikkar ekki á skoti. Mælir alltaf, skiptir ekki máli hvernig veður er, dagur eða nótt. Læt hana gefa mér hraðann á 10-30 og 50m og svo gefur hún upp hraða við hlaup. Ef maður setur SD kort í græjuna er hægt að skoða allar mælingar á kúlunni í excel. Besta hraðamæli-græja sem ég hef átt.

Re: Labradar

Posted: 15 Nov 2018 12:13
af petrolhead
Sæll Ingvar.
Er þá hægt að opna upplýsingarnar af kortinu beint í excel eða er einhver "coder" sem þarf í það ?
Getur þú valið á hvaða færum hann tekur mælingar ?
Maður verður að leggjast á einhverja af félögunum að leggja í púkk með sér og versla svona.
MBK
Gæi

Re: Labradar

Posted: 18 Nov 2018 13:04
af krossdal
Er þá hægt að opna upplýsingarnar af kortinu beint í excel eða er einhver "coder" sem þarf í það ?
Upplýsingarnar eru vistaðar sem CSV á kortið sem er auðveldlega hægt að opna í Excel.
Getur þú valið á hvaða færum hann tekur mælingar ?
Já. Hann tekur upphafshaða en svo reynir hann að taka fimm mælingar á færum að eigin vali út að ca. 70m (fer aðeins eftir hlaupvídd hvað hann nær langt).

Re: Labradar

Posted: 19 Jun 2019 13:50
af krossdal
Langaði bara að láta ykkur vita að við vorum að fá nýja sendingu af Labradar.

Sjá nánar hér - https://vefverslun.krossdal.is/collections/labradar