Síða 1 af 1

N500 púður

Posted: 03 Jan 2020 01:18
af frostisig
Sælir og gleðilegt nýtt ár.
Er einhver hér sem hefur reynslu af n500 línunni frá vihtavuori núna eftir að þeir segjast vera búnir að breyta henni þannig hún brenni hreinna og eitthvað í þá áttina. Hef alltaf haldið mig frá 500 púðrinu vegna þess hvað margir hér hafa talað um hvað það sé sóðalegt en var að spá hvort breyting hefði orðið á því eða hvort þetta sé bara sölumennska.

Re: N500 púður

Posted: 03 Jan 2020 10:41
af Haglari
Ég man eftir þessum sögusögnum fyrir mörgum árum síðan.

Ég er að nota heilmikið af N560 og N565. Þetta eru meiriháttar púður og ég er ekki að finna að ég þurfi að þrífa eitthvað meira en með N160, N150, Norma URP eða Norma MRP.

VV N500 serian er high energy púður. Ef þú ert með stórt hylki á bakvið litla kúlu (6.5-284, 22-250, 6.5 PRC, 6-284, 7mm rem-mag, 300wm eða álíka) og ert að hlaða í þrístingsmörk þá mun hlaupið hafa styttri líftíma. Þetta virðist alltaf koma sumum á óvart og menn kenna púðrinu um.... en þetta er bara einföld staðreynd. Ef það þarf að brenna mikklu magni af púðri í gegnum lítið gat þá verður meiri hiti/þrístingur og throatið eyðist hraðar.

Re: N500 púður

Posted: 03 Jan 2020 14:19
af Veiðimeistarinn
Gleðilegt ár allir saman !
Til hamingju með soninn Frosti frændi, hann er stór og myndarlegur eins og pabbinn !
Vandamálið við 500 púðrin var að það myndaðist svo mikið Carbon í hlaupinu, vegna sótmyndunar sem erfitt var að ná úr, nema með massa og ótal tilfæringum.
Ég nennti ekki að pæla í því og færði mig yfir í Norma MRP og nota sama magn af því.
Ég var að nota 60 gr. af Vihtavuori 560 á bakvið 100 gr. kúlu í 6,5-284
Ég veit ekki hvort þetta hefur lagast, ég hef ekki litið til baka eftir að ég skipti.