Mismunur á skothylkjum

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós
Mismunur á skothylkjum

Ólesinn póstur af Gisminn » 16 May 2012 12:29

Sælir ég varð að fara út og skjóta 2x5 skota grúbbum á 100 metrum annari með lapua og hinni með Norma en sömu hleðslu og kúlusetningu bara til að sjá hreinan mun á þeim.
Hér er niðurstaðan á blanka logni en mikilli tíbrá þar sem ég lá í sandi.
Lapua var fyrirmyndin og á að grúbba 18-22mm en var nú 26mm en Norma var að grúbba 3,7 og eins og þið sjáið ofar og út og suður.Það gæti virkað að lækka um 1 grn í Norma
Kúla 100grn Nosler Bt púður N 160 50 grn
Varð að deila þessu með ykkur þar sem öðlingurinn hann Gylfi kom inná þetta á öðrum þræði
Viðhengi
Mismunur á hylkjum 007.JPG
Mismunur á hylkjum 007.JPG (36.39KiB)Skoðað 889 sinnum
Mismunur á hylkjum 007.JPG
Mismunur á hylkjum 007.JPG (36.39KiB)Skoðað 889 sinnum
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Mismunur á skothylkjum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 May 2012 12:54

Hvaða kalíber var þetta?
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Mismunur á skothylkjum

Ólesinn póstur af Spíri » 16 May 2012 14:04

Mín reynsla af öðrum vef eða hér á skyttur.is er sú að ef Gylfi Sig gefur uppl, hvort sem það er varðandi hleðslu eða eithhvað annað er óhætt að treysta því. Hef oft notað hleðslur og farið eftir leiðbeiningum hans og hefur það ekki klikkað og dettur mér ekki annað í hug annað en að setja graini minna þegar ég fer að hlaða í norma hylkinn mín :)
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Mismunur á skothylkjum

Ólesinn póstur af Gisminn » 16 May 2012 14:26

Sæll Sigurður þetta er 6,5x55 og ég fór aftur út með 4 skot og nú með Norma graini minna og vá maður besta grúbban til þessa komin 15mm 3 gat í gat og 1 háft gat til viðbóatar til vinstri :lol:
En samt annað ég skaut einu 140grn VLD á punktinn og það var 100% en 100grana kúlan lendir 8cm til vistri við sama punkt en hæðin er sú sama á 100 og það finnst mér vera snild :twisted:
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Mismunur á skothylkjum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 May 2012 14:35

Já þær eru bísna nákvæmar 100 gr. Nosler bt. kúlurnar þegar finnst rétt hleðsla á bakvið þær, þær virðast henta flestum 6,5 mm. rifflum ef rétt hleðsla finnst á annað borð.
Já það er dálítið merkilegt og er mín reynsla líka að léttari kúlan kemur ekki endilega ofar, ég hef líka oft séð þær koma til hliðar, en þetta fer reyndar allt eftir hvað sett er á bakvið kúlurnar og hraðanum á þeim.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Mismunur á skothylkjum

Ólesinn póstur af maggragg » 16 May 2012 15:10

Er sjálur að nota NORMA hylki. Þorsteinn, ef þú átt digital vog, fylltu skotið hylki með hvellettu af vatni og mældu rúmmálið í því þannig. Núllstillir vogina með tómu hylkinu og svo aftur þegar það er fullt af vatni. Þá færðu rúmmálið í grainum. Prófaðu þetta fyrir bæði Lapua og Norma. Væri gaman að sjá hvernig þetta kemur út úr þessum tveimur hylkjum sem eru skotin úr sama riffli. Þetta er viðurkennda mælingin fyrir rúmmáli hylkja fyrir ákveðinn riffill og er notuð til að fá sem nákvæmasta niðurstöðu í QL sem dæmi. Norma hylkin mín taka 58 grain af vatni eftir að hafa verið skotin í mausernum.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Mismunur á skothylkjum

Ólesinn póstur af Gisminn » 16 May 2012 15:21

Ég ekki er með digital en þessi mæling verður gerð
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Svara