Hvaða púður

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
iceboy
Póstar í umræðu: 7
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:
Hvaða púður

Ólesinn póstur af iceboy » 14 Jun 2012 17:54

Nú er ég að byrja að hlaða í cal 270 og er að spá hvaða púður eruð þið að nota?
Ég á N-160 sem ég er að nota i 6,5x55. ég veit að ég get svosem notað það líka en langar að athuga hvaða púður er að koma best út hjá öðrum.

Ég er með X-Bolt og er að hlaða 156gr sako hammerhead eins og er en mun skoða aðrar kúluþyngdir líka, már áskotnuðust þessar kúlur og ætla að nota þær en fer líklega í léttari kúlur seinna.

Einnig má fylgja með hvaða kúlur eru að koma vel út hjá ykkur. Þá er ég að spá í veiðskúlum en ekki mark kúlum
Árnmar J Guðmundsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Hvaða púður

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 15 Jun 2012 08:49

Sæll Árnmar

Nota eingöngu N-160 í minn 270 Win. Er að nota 130 gr Nosler Accubond og Ballistic tip.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvaða púður

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Jun 2012 09:33

Ég var að hlaða í gærkveldi og talaði við mikinn gúrú, Kidda Skarp. og hann sgði mér að N150 hentaði mjög vel fyrir 270.
N150 virðist að vísu henta fyrir mörg kaliber, ég er að hlaða í mörg kalíber, svona miðlungis stór, frá 243 upp í 270 og var komin með margar gerðir af púðri nánast eina sort fyrir hvert kaliber, stundum tvær.
Mér fannst þetta ómögulegt og talaði við Jóa Vill vin minn og vildi fá eitt ríkispúður fyrir öll kaliberin og N150 varð niðurstaðan úr því.
En það gengur ekki í smákalíberin svo sem 22 Hornet, 222 Rem og 3030 leveraxion baunabyssu.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hvaða púður

Ólesinn póstur af E.Har » 15 Jun 2012 13:17

Ég er mikið búin að reyna við ríkispúðrið en enda altaf á 3-4 baukum :-(
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hvaða púður

Ólesinn póstur af maggragg » 15 Jun 2012 18:15

Það er hægt að halda sig við eitt meðalpúður fyrir flest, en þá nær maður ekki mestu út úr hverju hylki fyrir sig en ef menn eru ekki endilega að eltast við mestan hraða þá er N140 og N150 svona meðalpúður fyrir flest.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

iceboy
Póstar í umræðu: 7
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Hvaða púður

Ólesinn póstur af iceboy » 15 Jun 2012 20:33

Þar sem maður er alltaf að læra þá spyr ég.
Hver er munurinn á brunahraðanum á púðrinu?
Semsagt fyrirhvað standa tölurnar? 133, 150, 550 ....
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Hvaða púður

Ólesinn póstur af sindrisig » 15 Jun 2012 21:25

Vihtav. N-133 brennur hraðar en 150, 550 er svipað 150 nema það er tveggjaþátta púður, þ.e. blandað nitróglyseróli sem eykur orku púðursins og það er því ekki eins háð hitastigi og 100 púðrið.

Ég nota t.d. eingöngu 560 í 7mm rem mag á hefðbundnar kúlur, 550 á sérstaka kúlugerð sem þarfnast hraðari bruna vegna minna viðnáms í hlaupi. Þetta er sýnt hérna: http://www.vihtavuori-lapua.com/pdfs/Bu ... -Chart.pdf

kv.
Sindri
Sindri Karl Sigurðsson

iceboy
Póstar í umræðu: 7
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Hvaða púður

Ólesinn póstur af iceboy » 15 Jun 2012 21:39

Takk fyrir þetta, ég verð að skoða þess töflu þegar ég kem í land, ég er á svo lokuðu neti að ég get ekki opnað linkinn. Amerikanar sem eiga netið og lokað á allt byssutengt, kemur meira að segja aðvörun þegar ég fer hingað inn á spjallið :lol: en samt ekki lokað á þetta
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvaða púður

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Jun 2012 23:23

Já Magnús ég hef reynt að halda mig við svona meðalpúður og það gengur alveg til svona veiða en ég er náttúrlega ekki í neinni benc rest skotfimi.
Ég er ánægður ef ég hitti þau dýr og fugla sem ég er að veiða ég geri ekki kröfur um meira og þeir sem ég er að hlaða fyrir eru allir að nota þetta til veiða, en þegar menn þurfa eitthvað enn nákvæmara bendi ég mönnum á að láta þá sem vit hafa á því, hlaða fyrir sig.
En þó ég sé með svona ríkispúður þá á ég samt N560 til að setja í patrónurnar mínar í 6,5-284 8-)
En það mundi kannski ganga að nota N150 púðrið aftan við léttari kúlurnar svo sem 100 gr. ég prufa það kannski þegar ég er búinn úr N560 bauknum ;)
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 15 Jun 2012 23:45, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Hvaða púður

Ólesinn póstur af sindrisig » 15 Jun 2012 23:40

Hvar í heiminum ert þú niðurkominn Iceboy?
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvaða púður

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 Jun 2012 10:04

Sindri þetta er hérna :)

endurhledsla/kula-i-6-5x55-t374.html

Skrolla niður undir miðja síðu 8-)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

iceboy
Póstar í umræðu: 7
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Hvaða púður

Ólesinn póstur af iceboy » 16 Jun 2012 15:56

Sindri ég er í Norðursjónum á Olíuborpalli
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Hvaða púður

Ólesinn póstur af sindrisig » 16 Jun 2012 18:23

Trúlega lítið skotið þar...
Sindri Karl Sigurðsson

iceboy
Póstar í umræðu: 7
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Hvaða púður

Ólesinn póstur af iceboy » 16 Jun 2012 18:34

Hehe já það væri gaman að reyna að koma einhvherju skotvopni þangað út:-) Það var verið að prófa öryggisbúnað í dag og því mátti einungis reykja á svæði sem er c.a 4 fermetrar:-)

Nokkrir hlutir sem eru bannaðir hérna, Kveikjarar ( bara leyfilegt að nota eldspítur) myndavélar, farsímar. Hérna missir maður líka vinnuna ef það er svo mikið sem lykt af manni þegar mætt er í þyrluna, það eru nokkrir sem hafa fengið sé aðeins of marga öl kvöldið áður en farið er út og þar af leiðandi hreinlega misst vinnuna.

Svo nei hér fær maður ekki að skjóta mikið:-)

En að upphaflega efninu þá mun ég alltaf vera með nokkrar tegundir af púðri í gangi.
Ég verð með N 133 í 222 sem ég á. Er með snilldar hleðslu þar sem ég fékk frá hlað.
Svo er ég núna með N 160 í 6,5x55 og 270 en á eftir að skoða betur hvort það sé eitthvað betra í þá.
Ég er nú bara að byrja að hlaða en fór og styllti "nýja" riffilinn fyrir viku síðan, það var settur á nýjann hann nýr kikir.
Ég skaut 4 skotum og þá var ég kominn með hann í 0 á 100 metrum. Sæmilega sáttur við það bara.
Skautt svo aðeins úr honum og 270.
5 skot undir tommu á báðum með fyrstu hleðslu og svo á ég bara eftir að prófa mig áfram með hleðslurnar. En báðir rifflarnir eru tilbúnir í skotprófið svo eg þarf bara að skella mér í það í þarnæsu viku:-) Liklega semt með 6.5x55
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Hvaða púður

Ólesinn póstur af sindrisig » 16 Jun 2012 19:34

Getur prófað 560 í 6,5x55. Sumir hafa verið að hlaða 6,5x55 með 550 púðri, hugsa að það gangi ekki nema á léttari kúlurnar.

Annars er best að hafa sem flesta hluti í föstum skorðum í þessu, ef hleðslan er að skila ásættanlegri ákomu þá þarf ekkert að vera í einhverri tilraunastarfsemi. Nema að menn vilji prófa eitthvað nýtt, þá er bara að skoða hleðslutöflur og fikta sig áfram.

Af því að þú minnist á skotprófið þá tók ég það í dag ásamt prestinum, betra að hafa hann með... Veiðimeistarinn var að skjóta inn gamlan Carl Gustav, veit ekki hvort hann tók prófið á 6,5x284. Hann kommentar kannski á það.
Sindri Karl Sigurðsson

iceboy
Póstar í umræðu: 7
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Hvaða púður

Ólesinn póstur af iceboy » 16 Jun 2012 21:02

Ég vonast bara eftir þokkalegu veðri þegar ég kem heim. Ég hef víst 5 daga til að taka þetta próf.
Svo það er bara að finna skotsvæði sem getur tekið á móti mér einn af þessum síðustu dögum.

En já ég ætla ekkert í of mikla tilraunastarfsemi.

222 er kominn eins og ég vill hafa hann. 5 skota grúppa á stærð við litlafingursnögl á 100m er alveg ásættanlegt og ég næ gæsum á 300 metrum með honum svo þar þarf ekkert að finna upp hjólið.

En ég mun skoða hleðslur í hina 2 þar sem þetta eru hvorutveggja hleðslur sem eru bara svona mitt á milli min og max svo þar má skoða aðeins meira :D
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvaða púður

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 Jun 2012 21:40

Nei, ég tók ekki prófið, gekk vel að stilla Karl Gustafinn inn, slapp með 3 skot í það.
Var ekki nógu ánægður með minn, ákoman of ofarlega og ekki nógu stapíl.
Þarf greinilega að hreinsa hann betur, það er rétt sem Arnfinnur sagði mér hann hefur sennilega sótað sig og það þarf að massa hann, hef bara hreinsað hann með kvoðu þessi 7 ár sem ég hef átt hann.
Það er greinilega ekki nóg, of mikill þrýstingur þó primerinn sýni ekki merki, hann er farinn að hoppa aðeins í skotinu ég sé ekki í kíknum þegar kúlan hittir skotmarkið eins og var svona fyrir tveimur til þremur árum um það bil. Hélt að þetta hefði eitthvað með kúlusetninguna að gera en svo virðist ekki vera.
Búinn að panta tíma í að hreinsa hann með massa hjá Gylfa Sig.
Hleðslan í þessum skotum á myndunum.
Karl Gustaf 6,5x55
Kúla V-MAX 95 gr. púður N150 44 gr. sem virðist gefa 3170 fps.
Eyþór 6,5-284
Kúlur Nosler b.t. 100 gr. og V-Max 95 gr. púður N560 60 gr. sem virðist gefa um 3400 fps.
Viðhengi
IMG_6676.JPG
Karl Gustafinn hans Binna datt þægilega inn.
IMG_6678.JPG
Var ekki nógu ánægður með ákomuna, mismunandi kúlur, B.t. og V-MAX með mismunandi kúlusetningum.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

iceboy
Póstar í umræðu: 7
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Hvaða púður

Ólesinn póstur af iceboy » 17 Jun 2012 10:13

Ég skil það vel Siggi að þú sért ekki ánægður með þetta.

En ef maður lítur á björtu hliðina á þessu þá gefur þetta mikla möguleika á að bæta sig :P
Árnmar J Guðmundsson

Svara