Flytja inn Die

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 3
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur
Flytja inn Die

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 30 Jun 2012 12:06

Sælir.
Hafa einhverjir flutt inn die sett sjálfir, eða vitið um aðila sem eru til í að senda til Íslands.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

Bc3
Póstar í umræðu: 1
Póstar:156
Skráður:15 Jun 2012 16:15
Staðsetning:Grindavík

Re: Flytja inn Die

Ólesinn póstur af Bc3 » 30 Jun 2012 12:13

Kv Alfreð F. Bjōrnsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Flytja inn Die

Ólesinn póstur af Gisminn » 30 Jun 2012 12:15

Ég fékk dia frá sinclair og það var ekkert mál
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Benni
Póstar í umræðu: 2
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Flytja inn Die

Ólesinn póstur af Benni » 30 Jun 2012 12:34

Bæði flutt inn sjálfur frá Sinclair og einnig sérpantað hjá Hlað og var ódýrara að panta hjá Hlað af midway.

Sinclair sendir þér ekkert sem er með umboð hérlendis svo Lyman, Redding, RCBS og Hornady vörur ganga ekki.

User avatar
Halldór Nik
Póstar í umræðu: 1
Póstar:17
Skráður:27 Jun 2012 23:26

Re: Flytja inn Die

Ólesinn póstur af Halldór Nik » 30 Jun 2012 20:42

Sæll!

Ég hef flutt inn eitthvað af dæjum þá sérstaklega frá sinclair, það hefur verið ekkert mál að fá Redding, Lyman eða Rock Chucker dæja frá þeim.....allavega fyrir mig!!
Mbk.
HN

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Flytja inn Die

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 01 Jul 2012 00:40

Hver er með Hornady umboð hér? Mig langar í þennan OAL mælir frá þeim og bullet comparator-inn líka!
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Flytja inn Die

Ólesinn póstur af iceboy » 01 Jul 2012 00:42

Er það ekki Ellingsen allavega selja þeir allt Hornaday dótið. Ég fékk mér settið þar og dæjana já allar Hornaday vörurnar
Árnmar J Guðmundsson

Benni
Póstar í umræðu: 2
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Flytja inn Die

Ólesinn póstur af Benni » 01 Jul 2012 07:12

Jú Ellingsen með Hornady, Veiðihornið með Redding og Hlað með Lyman.
Veit ekki hver er með RCBS umboðið.

Ég hef allavega fengið neitun frá Sinclair á RCBS og Redding vörum og sögðu þeir að þeir sendi ekki til lands sem er með umboðsaðila fyrir vörur.

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 3
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Flytja inn Die

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 01 Jul 2012 11:46

Sælir.
Takk fyrir uplýsingarnar. Ætli maður láti ekki reyna á Sincler sjálfur þrátt fyrir allt, það kemur þá bara nei. Er búinn að reyna við Hlað og Ellingsen og þar er mjög takmarkaður vilji til að aðstoða og beinlínis logið að manni á öðrum staðnum. Ef það gengur ekki þá er það skyttan.is þeir hafa reddað mér frá Midway áður í svona brasi, tók að vísu langann tíma og var dýrt en það má alveg kosta að vera sérvitur og ég hef nægann tíma. Sincler er að vísu dýrari en Midway en beggers can't be choosers.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

gni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:10
Skráður:24 Feb 2012 12:42

Re: Flytja inn Die

Ólesinn póstur af gni » 01 Jul 2012 17:35

Ég hef pantað nýlega bæði redding die og RCBS dót frá sinclairint og gekk það fínt. Þeir eru ekki ódýrastir en eru snöggir að senda og allt í góðu.
Kveðja,
Gunnar Júlíusson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Flytja inn Die

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 01 Jul 2012 18:22

Jón, hvoru megin var logið að þér?
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Flytja inn Die

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 01 Jul 2012 19:40

Kæri Jón. Hafi verið logið að þér á mínum vinnustað þá þætti mér betra að fá að heyra það frá þér sjálfum beint og milliliða laust.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
Birgir stranda
Póstar í umræðu: 2
Póstar:37
Skráður:25 Apr 2012 22:05

Re: Flytja inn Die

Ólesinn póstur af Birgir stranda » 01 Jul 2012 20:31

Sælir
Ég hef keypt nokkur sett á ebay og það hefur bara runnið sína leið í gegnum tollinn, aldrei neitt mál
kv
Birgir
Grundarfirði
Birgir Guðmundsson,
Grundarfirði

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 3
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Flytja inn Die

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 02 Jul 2012 00:45

Sælir.
Þetta er svo sem ekki flókið mál, ég hefði kænski ekki átt að nafngreina þær verslanir sem ég var í samskiftum við annars vegar bað ég þá í Hlað að panta fyrir mig hylki og die í 6,5x57 Mauser fyrir nokru síðan. þegar ég átti svo leið í Rvk helv..... um dagin og kom við til að fá sjaldgæf haglaskot sem Hjalli reddaði mér og hann á heiður fyrir, þá spurði ég drenginn í afgreiðslunni hvort ekki bólaði á þessu. svarið var nei þeirra birgjar ættu þetta ekki til, nú pantar hlað frá Midway minst 1x í mánuði. Ekki nema 36 hlutir á lista fyrir 6,5x57 í dieum.http://www.midwayusa.com/find?&sortby=1 ... onid=12554 ég held að drengurinn hafi hreinlega ekki nent að standa í þessu, og það er ég ekki sáttur við.
Hins vegar þá vantaði mig varahlut í die og annað ásamt þessu, hringdi í Ellingsen og bað um ákveðin starfsmann, sá sem varð fyrir svörum í veiðideild taldi það ekki í sínum verkahring að sækja aðra í símann og það er ekki í fyrsta sinn sem ég fæ svona viðmót hjá viðkomandi og telst hann þó að ég held yfirmaður þar.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Flytja inn Die

Ólesinn póstur af Spíri » 02 Jul 2012 01:00

Mig vanntaði dæja fyrir 6mm284 um daginn, og hvað gerði ég hringdi í hlað og Hjalli sagðist redda þessu á tveim vikum. Tveim vikum síðar nánast upp á dag fékk ég hringingu dæjarnir voru lenntir. En þess skal getið að ég fékk í afmælisgjöf í fyrra gjafabréf frá ónefndri verslun sem er reyndar í eigu Olís( hòst) gerði ég þrjár tilraunir til að fara og kaupa mér eitthvað spennandi, en viðmótið hja afgreiðslumönnunum var þannig að áhugi minn til að eiga við þá viðskipti hvarf þegar mig vanntaði aðstoð! Í fjórðu heimsókn minni í verslunina úti á granda verandi búinn að herða mig upp í að kaupa mér eitthvað byssutengt endaði ég á að kaupa föt á börnin mín sem var reyndar ekki so slæmt ;) En eftir þessi viðskifti mín við hlað annars vegar og olíuverslunina hins vegar á hlað vinningin.
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
Birgir stranda
Póstar í umræðu: 2
Póstar:37
Skráður:25 Apr 2012 22:05

Re: Flytja inn Die

Ólesinn póstur af Birgir stranda » 02 Jul 2012 09:42

Birgir Guðmundsson,
Grundarfirði

Svara