Kúlur sem hafa reynst vel í gamla Carl Gustav 6,5x55?

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
Ingimundur
Póstar í umræðu: 3
Póstar:6
Skráður:23 Jul 2012 13:57
Kúlur sem hafa reynst vel í gamla Carl Gustav 6,5x55?

Ólesinn póstur af Ingimundur » 23 Jul 2012 14:26

Sælir spekingar.

Hvaða kúlur fyrir gamla Carl Gustav 6,5x55 riffilinn hafa gefið ykkur góða nákvæmni?
Ég er að velta fyrir mér kúlum hentugum í gæs, sel og hreindýr.
Ef menn eru að beita einhverjum trikkum til að bæta nákvæmnina, s.s. dýptarsetningu kúlu o.sv.frv... þá væri gaman að fá upplýsingar þar um.

Eru svo einhver ráð sem menn vilja gefa um þrif á svona gömlum gripum?

Þakkir, Ingimundur
Ingimundur Stefánsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Kúlur sem hafa reynst vel í gamla Carl Gustav 6,5x55?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 24 Jul 2012 07:44

Ég var að hlaða 95 gr. V-MAX í Carl Gustaf með 44 gr af N150 púðri og þar virðist kúlusetningin skipta miklu máli.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Ingimundur
Póstar í umræðu: 3
Póstar:6
Skráður:23 Jul 2012 13:57

Re: Kúlur sem hafa reynst vel í gamla Carl Gustav 6,5x55?

Ólesinn póstur af Ingimundur » 24 Jul 2012 10:12

Sæll Veiðimeistari og þakkir fyrir svarið.
Áttu við að miklu skipti hversu djúpt þú setur kúluna eða hvað? Tillyrðu henni bara eða eru frekari tilfæringar við þetta?

Nú er þetta léttasta kúla sem ég hef heyrt menn nota í þessa gömlu gripi, ég er þó ekki reyndur í bransanum, en þætti gaman að heyra hversu hratt þú kemur þessari kúlu, ferill og notagildi hennar. Í hvað notarðu þessa?

kv. Ingimundur
Ingimundur Stefánsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Kúlur sem hafa reynst vel í gamla Carl Gustav 6,5x55?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 24 Jul 2012 10:54

Ég hef verið að hlaða þetta fyrir vin minn sem notar þetta í allt allar veiðar og á mark.
Ég hlóð einu sinni í hann 100 gr. Nosler ballisik tip 40,7 gr. af N-140, hún var á um 3000 fetum eftir töflu.
Síðan var erfitt að fá þessa Nosler kúlu og þá fór ég í 95. gr. V-MAX og byrjaði með hana með N-550 48 gr. hún var á um 3200 fetum samkvæmt töflu og kom vel út síðan kláraðist púðrið og ég skipti yfir í N-150 48 gr. eins og ég sagði áðan hún er á um 3170 fetum samkvæmt töflu.

P.S.
Hvað heitir þú annars fullu nafni vinur?
Minni á föstu kveðjuna :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
GBF
Póstar í umræðu: 1
Póstar:31
Skráður:25 Apr 2012 19:57

Re: Kúlur sem hafa reynst vel í gamla Carl Gustav 6,5x55?

Ólesinn póstur af GBF » 25 Jul 2012 18:12

Ef um er að ræða gamlan M-96 CG herriffil eða eitthvað því líkt, þá má búast við verulegu fríbormáli. Þá er milku líklegra að þyngri kúlur gefi betri nákvæmni enda lengri og hægt að setja nær rifflum.
Georg B. Friðriksson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Kúlur sem hafa reynst vel í gamla Carl Gustav 6,5x55?

Ólesinn póstur af E.Har » 27 Jul 2012 19:53

var med m-96 sem skaut ollu illa undir 150 grain :-(
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Ingimundur
Póstar í umræðu: 3
Póstar:6
Skráður:23 Jul 2012 13:57

Re: Kúlur sem hafa reynst vel í gamla Carl Gustav 6,5x55?

Ólesinn póstur af Ingimundur » 27 Jul 2012 22:06

Takk fyrir þetta piltar, og Veiðimeistari fyrir ábendinguna:)

Ég held að niðurstaðan verði að hlaða 10 skot í hinum ýmsu kúluþyngdum og prófa. Vonandi finn ég hvað virkar þokkalega og get prófað mig áframt með púðurstærðir og kúlusetningu í framhaldi. Eða haldið þið að kúlusetning, þ.e. dýpt og annað skipti svo miklu máli að þyngdar- og tegundarleikfimi með kúlur hafi lítið að segja?
Ingimundur Stefánsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Kúlur sem hafa reynst vel í gamla Carl Gustav 6,5x55?

Ólesinn póstur af E.Har » 29 Jul 2012 15:46

Eg fer tha leid ad velja kulu sem hentar thvi sem eg vil na fram.
Profa mismunandi pudur thangad til eg er anaedgdur.
I lokin til ad thetta gruppu meira tha skoda eg kulustningu ogjfvel mismunandi primera.

Ef eg finn ekkert sem mer likar skipti um kulu.

Ef eg finn enga kulu sem mer likar heldur, skipti um hlaip ;-(

Afsakid i- phonne stafsetninguna :-)
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Svara