130 HP Norma í 6.5x47

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
Siggi Kári
Póstar í umræðu: 3
Póstar:53
Skráður:06 May 2011 13:31
130 HP Norma í 6.5x47

Ólesinn póstur af Siggi Kári » 15 Sep 2012 20:33

Eru einhverjir hér sem hafa prufað Norma 130 HP kúlu í 6.5x47, ef svo er hvaða hleðslu er verið að nota og svo framvegis. Gæti verið spennandi kostur að nota þessa, þar sem hún er helmingi ódýrari en Berger.
Ps prófaði hana í 6.5x55 og þar var hún að koma mjög vel út.

Kv Siggi Kári
Sigurður Kári Jónsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: 130 HP Norma í 6.5x47

Ólesinn póstur af maggragg » 15 Sep 2012 20:45

Ertu að meina HPBT, eða VLD kúluna sem hlað er með?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: 130 HP Norma í 6.5x47

Ólesinn póstur af maggragg » 15 Sep 2012 21:39

Þessi kúla sem hlað er með er með þeim betri á markaðinum þegar kemur að flughæfni.

http://hlad.is/index.php/netverslun/end ... 0-gt-hpbt/

Þessi kúla hefur betri flugstuðul (BC) en 139 graina Lapua kúlan og er ein best hannað 6.5 mm kúla á markaðinum. Hún hefur ss einn hæsta BC stuðul á móti þyngd sem fyrirfinnst og er á pari við 140 gr. VLD kúluna hjá Berger. Þessi kúla er hinsvega með þykkari kápu en VLD kúlan hjá Berger og opnast því minna og hentar ekki í veiði. Gæti verið góð á gæs þar sem bakland er gott. En fyrir markskotfimi þá er þetta held ég allveg topp kúla á góðu verði. Hef notað Golden Target skotin mikið með mjög góðum árangri og ef maður skýtur þessum kúlum á góðum hraða er maður að tala um mjög góðan ferill upp í mjög löng færi.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Siggi Kári
Póstar í umræðu: 3
Póstar:53
Skráður:06 May 2011 13:31

Re: 130 HP Norma í 6.5x47

Ólesinn póstur af Siggi Kári » 15 Sep 2012 21:47

Ætli það sé ekki HPBT, var einmitt að spá í gæsina, og svo gæti verið ok að nota hana á 500m mótinu sem verður vonandi fljótlega, svo ég tali ekki um 1k mótið sem við höldum vonandi næsta sumar.

Kv Siggi Kári
Sigurður Kári Jónsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: 130 HP Norma í 6.5x47

Ólesinn póstur af maggragg » 15 Sep 2012 21:50

Færð varla betri kúlu á 500 og 1000 metrum en þessa :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Hrafnjo
Póstar í umræðu: 3
Póstar:55
Skráður:03 Jan 2011 17:33

Re: 130 HP Norma í 6.5x47

Ólesinn póstur af Hrafnjo » 24 Mar 2013 11:06

Varstu búinn að hlaða prófa þessa kúlu í 6.5x47?
Kveðja,
Hrafn Jóhannesson

Sveinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: 130 HP Norma í 6.5x47

Ólesinn póstur af Sveinn » 25 Mar 2013 21:32

Magnús, hvar sérðu BC fyrir þessar kúlur? Vefsíður Lapua, Norma og Berger gefa þessa BC fyrir þessar 6,5 mm kúlur:

Lapua Scenar 123 gr.: BC 0,527
Lapua Scenar 139 gr.: BC 0,578
http://www.lapua.com/en/products/reloading

Norma Golden Target 130 gr.: BC 0,548
http://norma.cc/sv/Produkter/Skytte/65x ... en-Target/

Berger VLD Target 130 gr.: BC 0,552
http://www.bergerbullets.com/products/target-bullets/

Þetta eru allt G1 stuðlar. Samkvæmt þessu er Norma GT á pari við Berger 130 gr en ekki betri en Scenar 139 gr. Eða er ég að bera saman rangar kúlur? :) Allt flottar kúlur.
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

Siggi Kári
Póstar í umræðu: 3
Póstar:53
Skráður:06 May 2011 13:31

Re: 130 HP Norma í 6.5x47

Ólesinn póstur af Siggi Kári » 25 Mar 2013 21:47

Já , ég er aðeins búin að vera prófa, þarf að fara að dusta rykið af þessu dóti núna á vormánuðum.
Eftir smá prófanir var hún komin í 0.5 tommu, en samt að fá einn og einn flyer, minnir að hraðinn hafi verið 2880 og ES 13.
Sigurður Kári Jónsson

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 5
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: 130 HP Norma í 6.5x47

Ólesinn póstur af TotiOla » 25 Mar 2013 21:52

Siggi Kári skrifaði:Já , ég er aðeins búin að vera prófa, þarf að fara að dusta rykið af þessu dóti núna á vormánuðum.
Eftir smá prófanir var hún komin í 0.5 tommu, en samt að fá einn og einn flyer, minnir að hraðinn hafi verið 2880 og ES 13.
Hvaða twist ertu með í rifflinum hjá þér? (Ef ég má forvitnast)

Sjálfur er ég að prufa mig áfram en ég er alveg rosalega ánægður með Lapua 139 gr. Scenar og Sierra 140 gr. GameKing.

Er með 1:8 twist í Tikku 6.5x55 cal.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 5
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: 130 HP Norma í 6.5x47

Ólesinn póstur af TotiOla » 25 Mar 2013 21:54

Já, og ég gleymdi því sem ég ætlaði að segja.

Í mínum er báðar þessar þyngri kúlur að koma betur út en 130 gr. Norma Gold skotin (reyndar er ég að miða við verksmiðjuhleðsluna).
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: 130 HP Norma í 6.5x47

Ólesinn póstur af maggragg » 25 Mar 2013 22:32

Sveinn skrifaði:Magnús, hvar sérðu BC fyrir þessar kúlur? Vefsíður Lapua, Norma og Berger gefa þessa BC fyrir þessar 6,5 mm kúlur:

Lapua Scenar 123 gr.: BC 0,527
Lapua Scenar 139 gr.: BC 0,578
http://www.lapua.com/en/products/reloading

Norma Golden Target 130 gr.: BC 0,548
http://norma.cc/sv/Produkter/Skytte/65x ... en-Target/

Berger VLD Target 130 gr.: BC 0,552
http://www.bergerbullets.com/products/target-bullets/

Þetta eru allt G1 stuðlar. Samkvæmt þessu er Norma GT á pari við Berger 130 gr en ekki betri en Scenar 139 gr. Eða er ég að bera saman rangar kúlur? :) Allt flottar kúlur.
Sæll Sveinn

Ég miðaði við tölur í bókinni hans Bryan Litz sem flestir fara orðið eftir en það eru mældar rauntölur.

Samkvæmt henni er 130 gr. Norma kúlan með í G1 .575 og G7 .294. Á móti er 139 gr. Scenar með G1 .557 og G7 .285.

Ættir að ná Norma kúlunni hraðar og hún er að auki með hærri BC líka.
Þessi Norma kúla ætti því að vera rétt á pari við 140 gr. VLD kúluna frá Berger svona fræðilega séð, en svo á eftir að sjá hvað kemur út úr alvöru prófunum :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Hrafnjo
Póstar í umræðu: 3
Póstar:55
Skráður:03 Jan 2011 17:33

Re: 130 HP Norma í 6.5x47

Ólesinn póstur af Hrafnjo » 26 Mar 2013 08:41

Sælir

Sveinn:
Takk fyrir þetta, ertu með 1:9 twist og hvaða púður settir þú á bakvið hana?

Magnús:
Ef þú nennir að fletta því upp þá væri gaman að vita hvaða BC gefur litz upp fyrir a-max hornady 123gr og nosler bt 120gr.

Kv,
Hrafn
Kveðja,
Hrafn Jóhannesson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: 130 HP Norma í 6.5x47

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 26 Mar 2013 08:57

Sæll Maggi

Hvort eru þessar tölur í Applied Ballistics For Long Range Shooting eða Accuracy And Precision For Long Range Shooting?

Eru gefnar upp BC tölur fyrir fleiri kúlur en þungu boat tail kúlurnar? T.d.

6.5 mm
100 og 108 grs Scenar
120 grs Sierra Pro Hunter
100 og 120 grs Nosler BT
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

konnari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: 130 HP Norma í 6.5x47

Ólesinn póstur af konnari » 26 Mar 2013 09:00

Hrafnjo skrifaði:Sælir

Magnús:
Ef þú nennir að fletta því upp þá væri gaman að vita hvaða BC gefur litz upp fyrir a-max hornady 123gr og nosler bt 120gr.

Kv,
Hrafn
Hornady a-max 123gr BC= 510
Nosler bt 120gr BC= 458
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: 130 HP Norma í 6.5x47

Ólesinn póstur af maggragg » 26 Mar 2013 10:40

Þessar tölur eru í Applied Ballistics For Long Range Shooting. Þetta er bók sem ég mæli 100% með fyrir alla sem hafa áhuga á þessu málefni.

108 gr. scenar er 0.440 BC G1 og .225 BC G7
120 gr. pro hunter er 0.398 BC G1 og 0.204 BC G7
120 gr. Nosler BT er .418 BC G1 og .214 BC G7

Það eru helst markkúlur og veiðikúlur fyrir long range sem eru listaðar í þessari bók eða yfir 225 mismunandi kúlur. Fann ekki hinar sem óskað var eftir.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Hrafnjo
Póstar í umræðu: 3
Póstar:55
Skráður:03 Jan 2011 17:33

Re: 130 HP Norma í 6.5x47

Ólesinn póstur af Hrafnjo » 26 Mar 2013 11:24

Sælir

Þarna er áhugaverður munur, Nosler mæla 120gr bt kúluna sem .0458 en Litz skráir hana sem 0.418.
Kveðja,
Hrafn Jóhannesson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: 130 HP Norma í 6.5x47

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 26 Mar 2013 11:35

Líka á 120grs Pro Hunter kúlunni frá Sierra:

.356 @ 2800 fps and above
.368 between 2800 and 2200 fps
.386 between 2200 and 1800 fps
.400 @ 1800 fps and below

Bryan Litz:
.398

Þarna myndi ég nota .356 sem gefur líklega ekki alveg rétta niðurstöðu fyrir ferilinn á henni. Þarf að prófa þetta.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 5
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: 130 HP Norma í 6.5x47

Ólesinn póstur af TotiOla » 26 Mar 2013 11:52

Mér finnst líka áhugavert að bera tölurnar á Norma Golden Target 130 gr. saman við Lapua Scenar 139 gr.

Uppgefnar tölur
BC 0.548 - Norma Golden Target 130 gr.
BC 0.578 - Lapua Scenar 139 gr.
= +30 fyrir Lapua Scenar

Litz tölur
G1 0.575 - Norma Golden Target 130 gr.
G1 0.557 - Lapua Scenar 139 gr.
= +18 fyrir Norma GT

Munur upp á 8-9% í samanburði eða 0.048 BC.

Kemur eitthvað fram í bókinni hjá honum Bryan Litz um það hver sé helsti munurinn á því hvernig kúluframleiðendur mæla og hvernig hann stendur að mælingum?
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: 130 HP Norma í 6.5x47

Ólesinn póstur af maggragg » 26 Mar 2013 12:32

Það koma margar ástæður fyrir því í bókinni. BC stuðull er háður hraða og eykst hann eftir því sem kúlan fer hraðar. Oftast notast kúluframleiðendur við BC stuðulinn eins og hann er á mesta hraða, þ.e. nálægt hlaupi og því hærri en meðaltalið yrði í raun á lengri færum. Einnig nota kúluframleiðendur oftast útreiknaða BC stuðla, en ekki mælda sem hafa ekki gefið rétta mynd. T.d. var norma með BC stuðul lægri en í raun og Lapua með hærri.

Litz mælir BC stuðla með því að skjóta í gegnum græjur sem mæla hraðan á þremur stöðum minnir mig og tíman á milli og fær þannig mjög nákvæmar niðurstöður. Svo tekur hann meðaltal BC stuðla þannig að sá stuðull sem hann notast við hentar best við flest færi, s.s ekki hæsti stuðullinn og ekki lægsti.

Lapua hefur nýlega mælt sínar kúlur með dopler radar sem er það nákvæmasta í dag og þá voru niðurstöður þeirra mjög nálægt niðurstöðum Litz sem segir manni hversu nálægt hann er raunveruleikanum. Öll helstu ferilforrit í dag bjóða uppa BC stuðla Litz, en auðvitað eru þeir merktir honum þar sem hann á "copyright" ef svo má segja þar sem þetta eru hans niðurstöður. Svo skiptir máli hvort menn nota G1 eða G7 þar sem G7 fylgir þessum boat tail kúlum mun betur og gefur betri niðurstöður.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: 130 HP Norma í 6.5x47

Ólesinn póstur af gylfisig » 26 Mar 2013 13:24

Þetta eru flottar kúlur, sem henta einmitt til þess sem þær eru hannaðar; Long range shooting!
Ég er að velta því fyrir mér, hve margir nota þessar löngu rennilegu kúlur.
Spurning hvort við, yfir höfuð þurfum þær nema þá í markskotfimi, á 500 plús.
Í langflestum tilfellum eru færin sem verið er að skjóta á, 100- 300 m. max, og á ég þá við, í veiði.
Á þessum færum skiptir það litlu máli hvort verið er með til dæmis 6,5 mm. kúlu með einhverjum "extra" háum bc stuðli.
Aðalatriðið að vera með kúlu sem hentar vel í veiðina, og riffillinn er að skjóta vel.
Mín reynsla er sú að langar, grannar kúlur, með háu bc eru ekki að virka neitt sérstaklega vel, fyrr en komið er út á 200 metrana, og lengra. Svo ég miði við 100- 300 mtr færi, með 6,5 mm. þá eru hentugustu kúlurnar sem ég nota, tvímælalaust 120 grs Nosler bt og 123 grs Hornady A- max.
Einnnig hefur mér fundist 120 Berger vera mjög góð.
Nú.. og 130 grs kúlur finnast mér vera það þyngsta í 6,5x47 Lapua. Nota alls ekki þyngra í hann.
Ekki má skilja það þannig að ég sé eitthvað á móti þessum "high bc" kúlum. Bendi einungis á það, að ég tel ekki þörf á þeim fyrr en komið er út á mun lengri færi.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Svara