Rekstrarkostnaður - hlaupending

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Rekstrarkostnaður - hlaupending

Ólesinn póstur af maggragg » 19 Sep 2010 15:02

Þegar verið er að hlaða eða kaupa skot í riffla er oft reiknaðu út hvað hvert skot kostar. Í dag er ekki óalgengt að hvert skot kostar um og vel yfir 100 kr. stk. Það sem gleymist að taka með í reikningin oft er kostnaður við hlaupið en hvert skot styttir líftíma þess eitthvað. Allt eftir hvaða kaliberi og hleðslu er verið að skjóta. í .308 Win má búast við hlaupendingu að 4000 skotum, 6,5x284 getur enst 1200+ og líka verið búin í 1000 eða fyrr, og stærri kaliber geta verið allt niður í 600 skot. Hlaupendingin fer mikið eftir því hversu mikill þrystingur og hiti myndast við bruna skotsins og er það hálsins á hlaupinu sem eyðist fyrst upp.

Ég bjó til smá reikniformúlu (staðfærði skjal sem er hægt að finna á netinu) þar sem hægt er að reikna út kostnað við hvert skot og er hlaupendingin tekin inn í dæmið, en kostnaðurinn getur verið umtalsverður og ef maður tekur sem dæmi 6,5x284 sem endist 1200 skot og algengt hlaupverð í dag er nálægt 80.000 fyrir gott hlaup þá er kostnaðurinn um 66 kr. á skotið sem er ansi drjúgt til viðbótar kostnaði við skotin.

Ég útbjó einfalt excelskjal sem hægt er að setja inn alla þesa þætti út frá hleðslu, áætlaðri hlaupendingu og öðrum breytum til að reikna út kostnað við hvert skot. hægt er að setja 0 við kostnað við hlaup til að sjá hvað hleðslan ein og sér kostar.
Mynd

Hvað er svo hægt að gera til að lengja endingartíma hlaups:

Það má skoða hvaða púður er verið að nota, púður sem brennur hægar getur minkað slit á hálsi. Einnig kemur inn í það hitin sem myndast við brunan en púður brenna mis heit. Heitari bruni veldur meira sliti. Heitar hleðslur slíta líka meira.

Skjóta hægar, með lengri pásum á milli þar sem heitt hlaup slitnar hraðar en kalt hlaup, ef skotið er mörgum skotum í röð getur hlaupið hitnað mjög mikið og slitnað mjög hratt.

Endurskoða hreinsiaðferðir sem maður notar, nota hreinsivökva sem leysa vel upp kopar en eru ekki of sterkir fyrir hlaupið. Forðast að nota koparburstan of mikið og nota stýrihólki ( boreguide )í láshúsið. Mörg hlaup skemmast langt fyrir tíman vegna rangrar meðferðar.

Hægt er að lengja líftíma hlaups með því að láta byssusmið endurgera hálsin og laga "crownið" framan á hlaupinu. Það styttir hlaupið um tommu eða svo en getur endurheimt nákvæmnina fyrir mörgu hundruð skot til viðbótar.

Tekið skal fram þegar rætt er um hlaupendingu að þegar hlaup er farið að missa nákvæmnina þá er hlaupið talið vera búið. Það er ekki það sama og að hlaupið sé ónothæft t.d. til veiða þar sem ekki er krafist sub-moa nákvæmni.

Í meðfylgjandi heimildum eru upplýsingar og nokkrar formúlur til að reikna hlaupendingu en það má segja að eftir því sem meira púður er fyrir aftan kúluna af sama þvermáli því meira slit. Þannig slitnar .243 meira en .308 þar sem hylkin eru eins þannig að .243 er þrengri háls með sama púðurmagni. Sama á við um 6,5x55 og 6,5x284 þar sem það er mikið meiri hleðsla og þrystingur bakvið 6,5x284 með sömu hlaupvídd slitnar það hraðar. En heit 6,5x55 hleðsla á móti léttri 6,5x284 getur hinsvega verið sambærilegt hvað hlaupendingu varðar

Heimildir:
http://www.6mmbr.com/barrelcost.html
http://accurateshooter.wordpress.com/20 ... rrel-life/
http://yarchive.net/gun/barrel/barrel_life.html

Meðfylgjandi reikni má nota og breyta að vild.
Viðhengi

[The extension xls has been deactivated and can no longer be displayed.]

[The extension xls has been deactivated and can no longer be displayed.]

Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Norz
Póstar í umræðu: 1
Póstar:18
Skráður:08 Oct 2010 14:26

Re: Rekstrarkostnaður - hlaupending

Ólesinn póstur af Norz » 08 Oct 2010 15:36

Hmmm.. Ég hef alltaf haft miklar efasemdir varðandi slíka útreikninga. Það er eitt 308 hlaup hjá mér komið langleiðina í 10 þúsund skot. Það hefur ekki verið þrifið með leysiefnum síðan við 2500 skota markið, eða þegar ég fór að nota Moly og HBN húðaðar kúlur.

Það vantar í dæmið, "bullet-bearing-surface". Uppá síðkastið hef ég skotið hátt í 700 30cal 208gr A-Max kúlum úr hlaupinu, sem hafa mikinn snertiflöt. Nú fyrst er farið að móta fyrir verulegu sliti. Auk þess hitnar hlaupið umtalsvert meira og hraðar þegar þessum kúlum er skotið og hraðinn er ekki mikið meiri en 2550 fps á heitum degi.
Kveðja Norz.
Með sjúklegri vinsemd, grunsamlegri virðingu og smá öfund, bara smá.

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Rekstrarkostnaður - hlaupending

Ólesinn póstur af maggragg » 23 May 2014 16:40

Fann hérna gamla grein sem gaman er að rifja upp :) Þetta er allavega ein kenning
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Rekstrarkostnaður - hlaupending

Ólesinn póstur af karlguðna » 23 May 2014 22:04

MaggRagg þú átt heiður skilið,, takk aftur..
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Rekstrarkostnaður - hlaupending

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 25 May 2014 20:41

Sælir.
Þetta eru sennilega einu upplýsingarnar sem ég hef stafastlega forðast að halda til haga og reynt að eiða öllum sönnunargögnum um leið og þau koma í ljós, því það sem frúinn getur ekki sannað telur ekki með.
"Elskan mín ég er búinn að eiga þetta lengi" virkar bara alls ekki ef það er enn verðmiði eða kortakvittun nærri draslinu ;) hvað þá exelskjal.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

Svara