25-06 Púður og Kúlur?

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49
25-06 Púður og Kúlur?

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 02 Jan 2013 00:21

Jæja Drengir og Stúlka.
Nú er að fara í hönd tveggja ára grúsk með riffill í cal. 25-06. Í gengnum tíðina hef ég ekki mikið verið að velta þessu fyrir mér og þekking mín hefur svona meira verið á almennum nótum.
Hratt, þrengt niður úr 30 06 og virkar vel á allt hér á landi. Kúluval ekkert sérstakt og mér virðast menn vera frekar í léttari kúlum og hamstra svo þegar það fæst sem þeim hugnast best hverju sinni.

Það sem mér finnst skemmtilegast að gera er að byrja með nýjan riffill og finna svo út hvað hentar honum og sem stendur er ég að grúska í Browning A-Bolt í 222Rem og Steyr í 6,5X55. Á ég eftir vonandi margar ánægjustundir við það. 222Rem og 6,5x55 er eitthvað sem ég hef verið með höndunum áður og er svona við það að verða sáttur.
Kannski rúmt ár í að það verði útskrift á Browning.

N-550 hefur reynst mér best í 6,5x55 og á ég von á því að svo verið eins með Steyr. Smá vinna eftir þar og stefnt að því að hafa það klárt fyrir væntanlegt hæfnispróf.

Varðandi 25-06 vildi ég gjarnan stytta mér leið og heyra frá ykkur sem hafa hlaðið í þetta hylki :?:

Satt að segja þá er ég opinn fyrir öllu og eina stundina er ég að velta fyrir mér léttu og hraða og þá næstu þyngra og slagmeira. Svo er það spurning um púður og hverjum sýnist sitt um það.

Ef einhver er að velta því fyrir sér í hvað eigi að nota 20-06 þá er það óljóst og ánægjan æstu misseri verður fólgin í því að spá og pæla og reyna að finna sem allra bestu hleðslu fyrir þennan riffill. Ég hef grun um að twist sé nálægt 1 á móti 10. Ég hef ekki sé það upp gefið hjá Sauer og ekki komið því í verk að mæla það.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: 25-06 Púður og Kúlur?

Ólesinn póstur af E.Har » 02 Jan 2013 12:02

Gruna þig um að vilja halda þig við Vitavuori, svona vegna vinnustaðarinns og allt það.
500 línan á að vera minna viðkvæm fyrir hitabreytingum, en hugsa að 560 eigi betur við þetta hylki en 550! Stærð hylkisinns finns mér kalla frekar á 560 ;)
Margir hér eru hinnsvegar ekki hrifnir af því vegna mikils brunahita og sóts, en ég nota það :P
Ekkert af því að prófa 550 ef þú hefur verið með það og svo kannski Norma MRP :P

Annars eru menn hér fljótir að smella þessu í tölvu fyrir þig.

Hefurði einhvað skoðað að "Akley improof" hann :mrgreen:

bara svona til að gefa þér meira að hugsa um :-)
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

konnari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: 25-06 Púður og Kúlur?

Ólesinn póstur af konnari » 02 Jan 2013 13:54

Það er mikill misskylningur að ekki sé mikið úrval til í 25 cal hér heima.....þvert á móti er úrvalið mjög gott....nefna má 75, 90, 100, 117 og 120 kúlur frá Hornady, 85, 100, 110, 115 og 120gr. frá Nosler og 75, 87, 90 og 100gr. frá Sierra þannig að úrvalið er mikið. Varðandi púður þá nota ég mest N-160 fyrir 80-100 gr. kúlur og N-165 fyrir 110-120 gr.
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: 25-06 Púður og Kúlur?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 02 Jan 2013 14:26

Þatta er mjög gott kaliber Sveinbjörn, ég mundi halda mig við 85 til 110 gr. kúlur en hrifnastur er ég af 100 gr. kúlunni.
Það sem þú ert að nota riffilinn helst kannski í varg þá er 85 gr. kúlan mjög góð og aftur 100 gr. á hreindýrið.
Samt er ég hrifnastur af að hafa alltaf sömu kúluna í rifflinum til veiða, það minnkar þörfina á einhverjum pælingum, mér finnst spurninginn að grípa riffilinn og skotin og geta skotið nánast hvaða bráð sem er snöggt og örugglega, án þess að þurfa að taka upp fjarlægðarmæli og reiknistokk 8-)
Síðan veit ég að þú ert líka að nota rifflana þína til að taka þátt í skotkeppnum, þá er kannski að fara upp í 120 gr. En hvað skotkeppnirnar varðar þá ertu kominn út fyrir mitt þekkingar og áhugasvið svo þú skalt ekki taka mikið mark á mér í þeim efnum.
Hvað púðrið varðar aftur á móti þá nota ég Vitavuori 500 línuna nánar tiltekið N560 í 6,5-284 en er að skipta yfir í 100 línuna vegna sótmyndunar og carbon fouling, fer sennlega í N160 eða N165.
Annars ert þú svo vel staddur að þú getur bara klappað á öxlna á vinnufélaganum og spurt hann ráða, fagmaður fram í fingurgóma og býr að langri reynslu af þessu caliberi.
Viðhengi
IMG_3734.JPG
2506 hokinn af reynslu í góðum höndum. Mynd Valdimar Leifsson.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

EBJ
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:26
Skráður:10 Dec 2012 16:32
Staðsetning:Sauðárkrókur.

Re: 25-06 Púður og Kúlur?

Ólesinn póstur af EBJ » 02 Jan 2013 15:11

Sæll Sveinbjörn..

Steyr er svosum með allt á hreinu með Twistið hjá sér ;)

25-06 Rem 1" in 10" Twist...

http://www.steyrarms.com/products/rate- ... formation/
Kv.
Erlingur B Jóhannesson.

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: 25-06 Púður og Kúlur?

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 02 Jan 2013 22:26

Já Einar varðandi púður þá hef ég talsvert notað N550 í aðra 6,5x55 riffla sem ég hef átt og þar á meðal Mauser sem hefur farið á þvæling frá slóðum Foringjans með viðkomu í Danmörku og enda svo í Hlað.
Hann var að skjóta lista vel með N550 púðri og 123 Lapua kúlu. En svo eftir svona 20-30 skot fór glansinn af því og kenndi ég um aldri og sliti. En eftir á að hyggja þá smell passar lýsingin við það sem menn hafa verið að skrifa hér undanfarið um 500 línuna. Ég var einnig með Sako í 6,5x55 um tíma og notaði í hann N550 og skilaði hann sínu vel. Ekki skaut ég það mikið úr honum að það kæmi til þess að upphleðsla á carbon yrði vandamál.

Þegar ég fór fyrst að byrja að fikta við hleðslu þá var nú sjaldnast mikið úrval af púðri. Stundum datt ég niður á púður frá USA ýmist í verslun eða með öðrum leiðum. Svo fékkst oftast Norma og voru þá gjarnan verslaðir fleiri en 1 brúsi. Í dag eru tveir aðilar að flytja inn púður og vona ég svo sannarlega að svo verði áfram því að fákeppni kemur okkur skotmönnum í koll fyrr eða síðar.

Stundum er það svo að við sem erum að starfa við að selja veiðivörur eru dregnir í dilka og svo stilla menn okkur upp í einhverskonar lið. Staðreyndin er nú sú (ekki segja samkeppnisstofnum)
að við erum allflestir málkunnugir. Förum í aðrar veiðibúðir og sækjum það sem okkur vanhagar um. Stundum gefst tími fyrir kaffi og svo slúðrum við um fjarstadda samkeppnisaðila.

Ég hef ekki orðið var við að starfsmenn veiðibúða láti það aftra af sér frá því að nálgast það sem dellan segir okkur að sé best. Í þessu sporti er það ekki spurning um þörf heldur löngun. Þannig að ef Óli á púður, Hjálmar kúlur sem ég er búinn að sannfæra mig um að sé þörf á slíku. þá er það kaffi á tveimur stöðum þann daginn.
Þannig er að stór hluti af upplýsingum fyrir kúlur til endurhleðslu miðast við púður frá USA.
En sem komið er Finnska púðrið er að vinna á hægt og bítandi. Þess vegna var það kærkomin viðbót þegar Óli og María tóku inn púður frá USA og skoða ég frekar hvað það er sem passar mér frekar en í hvaða verslun púðrið fæst.

Nú svo er svo gaman að opna skápinn og horfa á marga bauka. Helst óopnaða og því fleiri sortir því betra. Svo á ég annan skáp sem ég opna sjaldnar til að skoða í og þar er Malt Viskí og Koníak nokkrar gerðir með hægum brunahraða. Allir þessir baukar hafa langan líftíma ef geymslan er í lagi.

En það verður að segjast eins og er að vinnan tekur stundum gleðina úr þessu og höfum við Jói mun meira gaman af góðum sögum um eitthvað allt annað en kúlur og fall.
Svo er það hin hliðin á þessu og snýr það að alhæfingum og með réttu. þá er því best lýst þannig að hver og einn verður að finna sína hleðslu sjálfur.

Því að ekkert er eins hvort heldur það er stál í hlaupi eða vitleysan í kollinum á okkur. Þess vegna er þetta gott áhugamál fyrir félagsfælna og heimakæra karla og hver fer á sýnum hraða í gengum þetta.

Ég meina hvaða heilvita karlmaður situr heima og skrapar háls á hylki þegar í boði er námskeið í Fés-Bókarfræðum, Speltbakstri, Sjósundi, Lífrænni matargerð, Leshringir, bæna og vinalínur, Jóga, reykinámskeið með Ilmkjarna olíum og svo þurfa sumir að fara út að skemmta sér með alskyns fólki.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: 25-06 Púður og Kúlur?

Ólesinn póstur af Spíri » 02 Jan 2013 22:55

Sveinbjörn! ef þú ert að ralla á milli samkeppnisaðilanna eruð þið þá ekki að stunda ólöglegt samráð :lol:
Passið bara að vera ekki að hittast í Öskjuhlíðinni eins og greænmetissalarnir þarna um árið ;)
En að öllu gríni slepptu þá hef ég verslað af ykkur öllum, þó mest við Hlað því þeir hafa oftast boðið uppá það sem hinir hafa ekki getað boðið mér. Svo er það nú annað Kaupi maður Tikka,Sako eða jafnvel Remington riffil í Hlað eða annars staðar er maður þá ekki í leiðinni að versla við Ellingsen?? Er Ellingsen ekki með umboðið???
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: 25-06 Púður og Kúlur?

Ólesinn póstur af E.Har » 02 Jan 2013 23:21

Ástæða þess að ég stakk upp á Vita var vegna þess að ég reiknaði með að þú fegir það á góðu verði :P
Það er ekkert mál að fara milli usa og finnska púðursinns bara velja svipaðan brunahraða.

Ólík mörgum öðrum þá vil ég nota 500 linun og brosa við mér 540 550 560 baukar ásamt einhverju öðru.
Ástæða þess er meðal annars sú sama og fær marga til að fúlsa við því.
Hár brunahiti. Þessi hiti veldur meðal annars fowli en kosturinn við meiri brunahita er að slíkt púður er minna viðkvæmt fyrir útihita.

Annars reikna ég með að þín bíði skemmtileg vinna :mrgreen: :D

Það er auðveldast að nota usa púður, mikið af upplisingum. :roll:
Ennig hafa verið skritnir orðrómar í gangi að vegna kreppu í Evrópu, hafi verið rætt að Finnsku púðurframleiðarnir fari á hausin.

Hinnsvegar hefur verið það mikill vöxtur hjá þeim í almenna markaðnum sérstaklega usa svo það minkar likurnar.

Ég man lika þa daga þegar maður var að láta smygla fyrir sig púðri þar sem það fékkst ekki!

Skoðaðu hvað Hjalli er að hlaða hann er með 2 svona einn Akkley og einn venjulegan og gatneglir með báðum. :P
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: 25-06 Púður og Kúlur?

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 02 Jan 2013 23:35

Ætli ég haldi mig ekki við það staðlaða og versli mér nokkra pakka af Sako skotum í 25-06 og svo þegar búið er að tæma það verða hylkin neckuð og með hækkandi sól gerist eitthvað í því.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

joivill
Póstar í umræðu: 1
Póstar:46
Skráður:26 Jun 2012 20:01

Re: 25-06 Púður og Kúlur?

Ólesinn póstur af joivill » 03 Jan 2013 20:18

Já Svenni lítið mál að fræða þig um 25-06 , það er skrýtið hvað menn voru á móti þessu cal. hér í denn.
Kv Jói byssusmiður sem lætur fara vel um sig hjá frændum okkar Finnum
PS Og gleðilegt ár til ykkar allra
Jóhann Vilhjálmsson byssusmiður
Jóhann Vilhjálmsson byssusmiður
www.icelandicknives.com
j.vilhjalmsson@simnet.is

Svara