Nýjar Hornady veiðikúlur í .22 cal

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Nýjar Hornady veiðikúlur í .22 cal

Ólesinn póstur af maggragg » 23 Nov 2010 09:23

Hornady er komin með mjög spennandi veiðikúlur á markað í .224. Er um að ræða 35 gr. koparkúlu með magnaðan BC stuðul uppá G1 BC .230 sem er langt yfir það sem sambærilegar kúlur eru með í sama þyngdarflokki og ætti að vera hægt að skjóta mjög hratt og mjög flatt. Kúlan er ú kopar og ætti að þola mikinn hraða.

Mynd

Önnur kúla sem er þó enn meira spennandi er hin nýja 53. graina V-Max kúla en hún er með G1 BC uppá .290 og er það langtum meira en aðrar kúlur í sama þyngdaflokki hafa uppá að bjóða.

Mynd

Með þessari kúlu er hægt að ná sambærilegum ferli og á 22-250 með hefðbundinni veiðikúlu og ætti þetta að vera mjög kærkomin viðbót fyrir þá sem skjóta af .223 þar sem þetta eykur möguleika þeirra mikið. Auðvitað geta svo þeir sem eiga 22.250 einnig notað þessa kúlu og fengið ennþá betri feril.

Accurateshooter bar saman .223 með nýju kúlunni og svo 22-250 með hefbundinni .55 graina kúlu og miðað við meðalhleðslu fyrir bæði kaliberin var fallið það sama á 400 yördum en vindrekið mun minna með .223
Menn geta svo auðvitað reiknað þetta út sjálfir fyrir sig og séð hvaða kosti þessi kúla hefur fyrir .223 og önnur kaliber í .224 hlaupvídd

Hægt að sjá greinina hér.

Endilega lýsið skoðunum ykkar á þessari kúlu.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara