RCBS frábær þjónusta!

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
Benni
Póstar í umræðu: 3
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík
RCBS frábær þjónusta!

Ólesinn póstur af Benni » 13 Jan 2013 15:01

Það er ekki oft sem maður lendir á þjónustu fulltrúum stórra fyritækja og gengur frá því alsæll en ég verð eiginlega að klappa fyrir RCBS.

Málið er að ég keipti RCBS hvellhettutöng fyrir sennilega 10 árum í Hlað sem kom með settum til að setja stórar og svo annað fyrir litlar hvellhettur og auðvita tíndi ég pinnanum og plast stikkinu fyrir litlu hvellhetturnar.
Nú vantar mig að hlaða litlar og fór að leita að þessu á netinu en fann þetta hvergi til sölu svo ég sendi póst á RCBS á föstudaginn um hvort ég gæti keipt hlutina af þeim,(tók það fram að ég tíndi þeim) svar kom svo núna um að ég gæti ekki keipt þetta en ég fengi þetta frítt og hlutirnir færu í póst í dag! :shock:

Get nú ekki annað en kallað þetta topp þjónustu sem mörg fyrirtæki mættu taka sér til fyrimyndar!

reynirh
Póstar í umræðu: 1
Póstar:30
Skráður:22 Feb 2012 20:52

Re: RCBS frábær þjónusta!

Ólesinn póstur af reynirh » 13 Jan 2013 16:58

Hvað ertu að fara að hlaða með littlum, Benni?
Reynir Hilmarsson Húsavík

Benni
Póstar í umræðu: 3
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: RCBS frábær þjónusta!

Ólesinn póstur af Benni » 13 Jan 2013 18:18

Er að fara hlaða í .38 Special ef ég finn einhverntíma hylki...

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: RCBS frábær þjónusta!

Ólesinn póstur af gylfisig » 13 Jan 2013 20:40

Hef sömu sögu að segja frá RCBS.
Fékk einhvern tíma gallaðan dæja, frá þeim sem keyptur var í verslun hérlendis.
Su verslun sá ekki ástæðu til að útvega mér annan, en endurgreiddi mér að sjálfsögðu þann gallaða.
Ég hafði í framhaldi samband við RCBS vegna þess að ég vildi fá að vita hvers vegna sumir dæjar kæmu svona frá þeim.
Fékk reyndar svar til baka um að það hefði farið frá þeim "gölluð sending". En jafnframt tilkynntu þeir mér, að þeir myndu senda til mín Catalog, þar sem ég mætti velja mér hvaða dæjasett sem ég vildi, í sárabætur, sem yrði mér alveg að kostnaðarlausu. Catalogin kom, og ég pantaði mér custom sett fyrir 300 Wm. sem kom svo til mín frá usa, innan tveggja vikna.
Svona þjónustu hef ég ekki fengið hérlendis, nema þá helst í verslun sem er með umboð fyrir Leupold sjónauka.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Birgir stranda
Póstar í umræðu: 1
Póstar:37
Skráður:25 Apr 2012 22:05

Re: RCBS frábær þjónusta!

Ólesinn póstur af Birgir stranda » 13 Jan 2013 21:48

Ég á 30 hylki af 38 sp. Ef þú vilt getur þú fengið þau. Átti miklu fleiri en finn bara 30 stk í bili.
Get hent þeim í póst ef þu vilt
Birgir Guðmundsson,
Grundarfirði

Benni
Póstar í umræðu: 3
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: RCBS frábær þjónusta!

Ólesinn póstur af Benni » 13 Jan 2013 21:56

Sæll Birgir það væri vel þegið, hef hringt í allar búðir á landinu svo gott sem og það er ekkert til neinstaðar og verður ekki í amk mánuð enn.

sendi þér einkaskilaboð.

Svara